Reri heilt maraþon í frostinu í hvatvísiskasti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. apríl 2021 07:00 Leikarinn Arnar Dan hvetur alla þá sem geta hreyft sig til að gera það sem oftast. Leikarinn Arnar Dan sýndi frá því i vikunni þegar hann reri heilt maraþon, eða 42,2 kílómetra, á róðravél. Það vakti sérstaka athygli að hann gerði þetta utandyra í frostinu. „Mig langaði að róa maraþon um hádegi og var byrjaður klukkan þrjú. Spontant ákvörðun eins og margar aðrar. Prófa og sjá hvað það er. Mér finnst prógrömm leiðinleg, markmiðið er að geta bara brugðist við og gert það sem manni langar hér og nú, af því bara,“ segir Arnar um uppátækið. Maraþonið tók hann í garðinum hjá móður sinni. „Ég tók út róðravélina sem ég gaf henni í sextugsafmælisgjöf út í garð í fjögurra stiga frosti og byrjaði.“ Arnar hafði einu sinni áður prófað vélina áður en hann kláraði sitt fyrsta maraþon en hafði einnig prófað fjórum sinnum róðravél í World Class. Hann er samt duglegur að hreyfa líkaman sinn. „Ég æfði sund sem barn, en undanfarin ár verið í hreyfiflæðis partýi hjá Primal Iceland og heimspekin gengur út á að hreyfa sig hreyfingarinnar vegna og sú action getur farið fram hvar sem er hvenær sem er.“ Kókosbollur og heitur bakstur Hann segir að það besta við róðravélinni er að maður geti stjórnað svolítið ákefðinni og þar með álaginu sjálfur. „Ég lallaði þetta og var þrjá klukkutíma og þrjátíu mínútur með vegalengdina svo tempoið var ekkert svakalegt. Áhugavert að finna á þriðja klukkutímanum hvernig hendurnar höguðu sér eftir um það bil sex þúsund handtök. Ég þarf að dreifa álaginu betur.“ Arnar segir að þetta hafi verið skemmtileg áskorun. „Heilt yfir þá var þetta ekkert svakalega erfitt. Þarf að ögra mér frekar reyna við hundrað kílómetra. Reyndar var rassinn orðinn þreyttur á allri setunni.“ Ekkert kom honum á óvart þar sem hann vissi nákvæmlega hvað hann var að fara út í. Arnar sýndi aðeins frá þessu á Instagram og mátti þar sjá að hann hafði gott stuðningslið á staðnum. „Mamma, konan og strákarnir mínir tveir. Þau stjönuðu í kringum mig og sáu til þess að mig skorti ekki neitt. Fékk heitan bakstur á tærnar og kókosbollur. Þau eru best.“ Einn daginn ekki hægt Hann myndi án efa endurtaka þessa áskorun síðar og lærði ýmislegt á þessu. „Þegar þú finnur hjartað slá, þá veistu að þú ert á lífi. Þú þarft líka að leika á hausinn og brjóta ferðalagið niður og njóta augnabliksins. Bros bræðir mjólkursýru.“ Arnar sýndi svo frá því að hann fór beint í heitt bað, sem mamma hans hafði látið renna í á meðan hann reri. Líðanin daginn eftir var mjög góð. „Skrokkurinn góður og andinn betri.“ Framundan hjá leikaranum er að setja sér markmið á hverjum degi og fara sáttur á koddann og njóta þess að vinna með skemmtilegu fólki. „Það er gaman að leika sér. Hreyfðu þig því þú getur það, einn daginn verður það ekki hægt.“ Myndbandsbrot af maraþonsverkefni Arnars má sjá á Instagram síðunni hans og í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Maraþon á róðravél Heilsa Samfélagsmiðlar Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Mig langaði að róa maraþon um hádegi og var byrjaður klukkan þrjú. Spontant ákvörðun eins og margar aðrar. Prófa og sjá hvað það er. Mér finnst prógrömm leiðinleg, markmiðið er að geta bara brugðist við og gert það sem manni langar hér og nú, af því bara,“ segir Arnar um uppátækið. Maraþonið tók hann í garðinum hjá móður sinni. „Ég tók út róðravélina sem ég gaf henni í sextugsafmælisgjöf út í garð í fjögurra stiga frosti og byrjaði.“ Arnar hafði einu sinni áður prófað vélina áður en hann kláraði sitt fyrsta maraþon en hafði einnig prófað fjórum sinnum róðravél í World Class. Hann er samt duglegur að hreyfa líkaman sinn. „Ég æfði sund sem barn, en undanfarin ár verið í hreyfiflæðis partýi hjá Primal Iceland og heimspekin gengur út á að hreyfa sig hreyfingarinnar vegna og sú action getur farið fram hvar sem er hvenær sem er.“ Kókosbollur og heitur bakstur Hann segir að það besta við róðravélinni er að maður geti stjórnað svolítið ákefðinni og þar með álaginu sjálfur. „Ég lallaði þetta og var þrjá klukkutíma og þrjátíu mínútur með vegalengdina svo tempoið var ekkert svakalegt. Áhugavert að finna á þriðja klukkutímanum hvernig hendurnar höguðu sér eftir um það bil sex þúsund handtök. Ég þarf að dreifa álaginu betur.“ Arnar segir að þetta hafi verið skemmtileg áskorun. „Heilt yfir þá var þetta ekkert svakalega erfitt. Þarf að ögra mér frekar reyna við hundrað kílómetra. Reyndar var rassinn orðinn þreyttur á allri setunni.“ Ekkert kom honum á óvart þar sem hann vissi nákvæmlega hvað hann var að fara út í. Arnar sýndi aðeins frá þessu á Instagram og mátti þar sjá að hann hafði gott stuðningslið á staðnum. „Mamma, konan og strákarnir mínir tveir. Þau stjönuðu í kringum mig og sáu til þess að mig skorti ekki neitt. Fékk heitan bakstur á tærnar og kókosbollur. Þau eru best.“ Einn daginn ekki hægt Hann myndi án efa endurtaka þessa áskorun síðar og lærði ýmislegt á þessu. „Þegar þú finnur hjartað slá, þá veistu að þú ert á lífi. Þú þarft líka að leika á hausinn og brjóta ferðalagið niður og njóta augnabliksins. Bros bræðir mjólkursýru.“ Arnar sýndi svo frá því að hann fór beint í heitt bað, sem mamma hans hafði látið renna í á meðan hann reri. Líðanin daginn eftir var mjög góð. „Skrokkurinn góður og andinn betri.“ Framundan hjá leikaranum er að setja sér markmið á hverjum degi og fara sáttur á koddann og njóta þess að vinna með skemmtilegu fólki. „Það er gaman að leika sér. Hreyfðu þig því þú getur það, einn daginn verður það ekki hægt.“ Myndbandsbrot af maraþonsverkefni Arnars má sjá á Instagram síðunni hans og í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Maraþon á róðravél
Heilsa Samfélagsmiðlar Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira