Þekktur strípalingur hljóp framhjá leikmönnum United eftir 14 tíma bið Sindri Sverrisson skrifar 9. apríl 2021 14:30 Olmo García mættur inn á völlinn í Granada í gærkvöld, á leik heimamanna gegn Manchester United. Getty/Álex Cámara Nakinn maður hljóp inn á völlinn eftir fimm mínútna leik hjá Granada og Manchester United á Spáni í gærkvöld, þrátt fyrir áhorfendabann á vellinum. Athæfið kom stuðningsmönnum United um allan heim eflaust á óvart, og spaugilega fyrir sjónir, en íbúar Granada voru líklega ekki eins hissa því ekki er um einsdæmi að ræða hjá manninum. Atvikið má sjá hér að neðan, í lýsingu Gumma Ben, en strípalingurinn fékk ekki að vera lengi inni á vellinum áður en gæslumenn náðu til hans. Klippa: Strípalingur í Granada Maðurinn sem hljóp inn á völlinn heitir Olmo García. Hann er viðskiptamaður og rekur fyrirtæki sem framleiðir meðal annars fæðubótarefni. Talið er að hann hafi laumað sér inn á leikvanginn í Granada snemma morguns og beðið þar í leynum í fjórtán klukkutíma áður en hann hljóp inn á völlinn. Kudos to this guy, Mr. Olmo Garcia. Hid for 14 hours just to streak a Europa League match, and apparently he s the Leslie of Granada. https://t.co/lx3FYROPxf— Alex Stivers (@AlexStivers) April 9, 2021 Oft verið nakinn á almannafæri Sumarið 2016 tók García fyrst upp á því að spóka sig um nakinn í Granada, hinni þekktu ferðamannaborg sem er í Andalúsíu á sunnanverðum Spáni. Spænska blaðið Marca vísar í viðtal við García frá því fyrir nokkrum árum þar sem hann sagði að með því að vera nakinn væri hann hreinni, fyllri af kyrrð og ró, og í betri í tengslum við móður náttúru. García hefur áður sést nakinn á almannafæri, meðal annars í verslunarmiðstöð, við dómkirkjuna í Granada og í Sierra Nevada fjallgarðinum. olmo paseando por el centro comercial nevada pic.twitter.com/oLPrkRP5sZ— lucía (@luciaxamerica) March 25, 2021 Innkoma García virtist ekki hafa góð áhrif á lið Granada. Að minnsta kosti tapaði liðið leiknum, 2-0, og er því í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn við United á Old Trafford næsta fimmtudag. Evrópudeild UEFA Spánn Tengdar fréttir Sjáðu Lindelöf breytast í Kroos og vítið sem United fékk Manchester United er í algjörri kjörstöðu til að komast í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir að hafa unnið 2-0 sigur gegn spænska liðinu Granada í samnefndri borg í gær. 9. apríl 2021 12:01 Man United í góðum málum eftir 2-0 sigur á Spáni Manchester United vann 2-0 sigur á Granada í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Man Utd þar með í frábærum málum fyrir síðari leik liðanna eftir viku. Það voru þó ekki mörkin né úrslit leiksins sem vöktu hvað mesta athygli. 8. apríl 2021 20:55 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
Athæfið kom stuðningsmönnum United um allan heim eflaust á óvart, og spaugilega fyrir sjónir, en íbúar Granada voru líklega ekki eins hissa því ekki er um einsdæmi að ræða hjá manninum. Atvikið má sjá hér að neðan, í lýsingu Gumma Ben, en strípalingurinn fékk ekki að vera lengi inni á vellinum áður en gæslumenn náðu til hans. Klippa: Strípalingur í Granada Maðurinn sem hljóp inn á völlinn heitir Olmo García. Hann er viðskiptamaður og rekur fyrirtæki sem framleiðir meðal annars fæðubótarefni. Talið er að hann hafi laumað sér inn á leikvanginn í Granada snemma morguns og beðið þar í leynum í fjórtán klukkutíma áður en hann hljóp inn á völlinn. Kudos to this guy, Mr. Olmo Garcia. Hid for 14 hours just to streak a Europa League match, and apparently he s the Leslie of Granada. https://t.co/lx3FYROPxf— Alex Stivers (@AlexStivers) April 9, 2021 Oft verið nakinn á almannafæri Sumarið 2016 tók García fyrst upp á því að spóka sig um nakinn í Granada, hinni þekktu ferðamannaborg sem er í Andalúsíu á sunnanverðum Spáni. Spænska blaðið Marca vísar í viðtal við García frá því fyrir nokkrum árum þar sem hann sagði að með því að vera nakinn væri hann hreinni, fyllri af kyrrð og ró, og í betri í tengslum við móður náttúru. García hefur áður sést nakinn á almannafæri, meðal annars í verslunarmiðstöð, við dómkirkjuna í Granada og í Sierra Nevada fjallgarðinum. olmo paseando por el centro comercial nevada pic.twitter.com/oLPrkRP5sZ— lucía (@luciaxamerica) March 25, 2021 Innkoma García virtist ekki hafa góð áhrif á lið Granada. Að minnsta kosti tapaði liðið leiknum, 2-0, og er því í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn við United á Old Trafford næsta fimmtudag.
Evrópudeild UEFA Spánn Tengdar fréttir Sjáðu Lindelöf breytast í Kroos og vítið sem United fékk Manchester United er í algjörri kjörstöðu til að komast í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir að hafa unnið 2-0 sigur gegn spænska liðinu Granada í samnefndri borg í gær. 9. apríl 2021 12:01 Man United í góðum málum eftir 2-0 sigur á Spáni Manchester United vann 2-0 sigur á Granada í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Man Utd þar með í frábærum málum fyrir síðari leik liðanna eftir viku. Það voru þó ekki mörkin né úrslit leiksins sem vöktu hvað mesta athygli. 8. apríl 2021 20:55 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
Sjáðu Lindelöf breytast í Kroos og vítið sem United fékk Manchester United er í algjörri kjörstöðu til að komast í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir að hafa unnið 2-0 sigur gegn spænska liðinu Granada í samnefndri borg í gær. 9. apríl 2021 12:01
Man United í góðum málum eftir 2-0 sigur á Spáni Manchester United vann 2-0 sigur á Granada í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Man Utd þar með í frábærum málum fyrir síðari leik liðanna eftir viku. Það voru þó ekki mörkin né úrslit leiksins sem vöktu hvað mesta athygli. 8. apríl 2021 20:55