Golfkastararnir hafa mikla trú á Justin Thomas á Masters Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. apríl 2021 15:31 Besti árangur Justins Thomas á Masters er 4. sæti sem hann náði í fyrra. getty/Mike Ehrmann Strákarnir í Golfkastinu telja Justin Thomas líklegan til afreka á Masters-mótinu sem hefst í dag. Íslandsmeistararnir Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson halda úti Golfkastinu, hlaðvarpi um golf. Þeir tóku upp næstum því eins og hálfs tíma þátt í gær þar sem þeir ræddu um Masters sem hefst í dag. Masters er fyrsta risamót ársins af fjórum. Þeir Sigmundur og Þórður nefndu hvor um sig þrjá kylfinga sem þeir telja líklega til að vera ofarlega á Masters og keppast um það að klæðast græna jakkanum í lok móts á sunnudaginn. Nafn Thomas var á lista þeirra beggja. Hann hefur unnið eitt risamót á ferlinum, PGA-meistaramótið 2017. „Justin Thomas, ég held mig við hann. Og þótt hann hafi ekki riðið feitum hesti frá síðasta risamóti ætla ég að henda Xander Schauffele þarna inn,“ sagði Þórður og kom svo með eitt óvænt nafn. „Það er ekki Tony Finau, og ég veit að þú ert alveg miður þín yfir því, þetta er góður vinur minn, hann Patrick Reed. Ef púttin hans eru ágæt og slátturinn jafn góður og hann hefur verið á hann alveg góða möguleika. Hann gæti alveg tekið þetta.“ Sigmundur kom svo með sína þrjá kylfinga og byggði það á útreikningum golftölfræðingsins Rich Hunt. „Ég er Justin Thomas-maður og eftir sigurinn hans um daginn verð ég að halda í hann,“ sagði Sigmundur. „Þótt hann hafi verið á tíu höggum yfir pari á par fjögur holunum síðast held ég að hann sé búinn að læra að stjórna lengdinni betur og ég segi að Bryson DeChambeu verði í topp þremur.“ Sigmundur velti því svo lengi fyrir sér hvort hann ætti að velja Jordan Spieth, sem vann síðasta PGA-mótið fyrir Masters, eða Rory McIlroy. Hann ákvað á endanum að henda þeim báðum út og velja Collin Morikawa sem vann PGA-meistaramótið í fyrra. Hlusta má á Golfkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um líklegustu sigurvegarana á Masters hefst á 52:00. Bein útsending frá fyrsta degi Masters hefst á Stöð 2 Golf klukkan 19:00 í kvöld. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Íslandsmeistararnir Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson halda úti Golfkastinu, hlaðvarpi um golf. Þeir tóku upp næstum því eins og hálfs tíma þátt í gær þar sem þeir ræddu um Masters sem hefst í dag. Masters er fyrsta risamót ársins af fjórum. Þeir Sigmundur og Þórður nefndu hvor um sig þrjá kylfinga sem þeir telja líklega til að vera ofarlega á Masters og keppast um það að klæðast græna jakkanum í lok móts á sunnudaginn. Nafn Thomas var á lista þeirra beggja. Hann hefur unnið eitt risamót á ferlinum, PGA-meistaramótið 2017. „Justin Thomas, ég held mig við hann. Og þótt hann hafi ekki riðið feitum hesti frá síðasta risamóti ætla ég að henda Xander Schauffele þarna inn,“ sagði Þórður og kom svo með eitt óvænt nafn. „Það er ekki Tony Finau, og ég veit að þú ert alveg miður þín yfir því, þetta er góður vinur minn, hann Patrick Reed. Ef púttin hans eru ágæt og slátturinn jafn góður og hann hefur verið á hann alveg góða möguleika. Hann gæti alveg tekið þetta.“ Sigmundur kom svo með sína þrjá kylfinga og byggði það á útreikningum golftölfræðingsins Rich Hunt. „Ég er Justin Thomas-maður og eftir sigurinn hans um daginn verð ég að halda í hann,“ sagði Sigmundur. „Þótt hann hafi verið á tíu höggum yfir pari á par fjögur holunum síðast held ég að hann sé búinn að læra að stjórna lengdinni betur og ég segi að Bryson DeChambeu verði í topp þremur.“ Sigmundur velti því svo lengi fyrir sér hvort hann ætti að velja Jordan Spieth, sem vann síðasta PGA-mótið fyrir Masters, eða Rory McIlroy. Hann ákvað á endanum að henda þeim báðum út og velja Collin Morikawa sem vann PGA-meistaramótið í fyrra. Hlusta má á Golfkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um líklegustu sigurvegarana á Masters hefst á 52:00. Bein útsending frá fyrsta degi Masters hefst á Stöð 2 Golf klukkan 19:00 í kvöld. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira