Veirufrítt samfélag forsenda tilslakana Snorri Másson skrifar 8. apríl 2021 11:59 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að of seint sé að fara að stemma stigu við faraldrinum ef hann nær að breiða mjög úr sér. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að markmiðin með sóttvarnaaðgerðunum hér á landi séu nokkuð ljós, þó að þau kunni að vefjast fyrir mörgum. Stefnt er að nánast veirufríu samfélagi hér á landi, áður en hægt verður að ráðast í tilslakanir. Sóttvarnalæknir var spurður á upplýsingafundi almannavarna hvort ekki væri unnt nú að aflétta takmörkunum vegna þess hve mikið hlutfall viðkvæmra hópa hefur verið bólusett og þar sem staðan er eins góð á sjúkrahúsum og raun ber vitni. „Við erum að byggja á því að við erum með breska afbrigðið og við erum að fá upplýsingar um útbreiðslu í öllum Evrópulöndum, að þetta nýja afbrigði sé alvarlegra að því leytinu til að spítalainnlagnir séu algengari hjá yngri aldurshópum en áður. Við höfum sem betur fer ekki séð það enda hefur útbreiðslan ekki verið mjög mikil hér. Ég held að það sé alls ekki útséð um það hvað gæti gerst ef við fengjum álíka útbreiðslu og við erum að sjá í öðrum löndum. Það er engin ástæða til að halda það að svona mikil útbreiðsla myndi ekki valda miklum innlögnum á sjúkrahús eins og þar sést,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samkomutakmarkanir hafa verið í gildi hér á landi í rúmt ár.Vísir/Vilhelm Til þess að koma í veg fyrir verulega útbreiðslu verður það því að sögn sóttvarnalæknis að gerast strax í upphafi. „Það er of seint þegar allt er farið af stað,“ sagði hann. Hægt að þurrka veiruna út Þórólfur segir að stefnt sé að nánast veirufríu samfélagi þar til góð þátttaka næst í bólusetningum. „Upphaflega markmiðið var að halda kúrvunni niður og fletja hana eins mikið niður og hægt væri. Þá vissum við í raun og veru ekki út í hvað við vorum að fara, hvaða árangur við myndum sjá, en með reynslunni höfum við séð það að við getum nánast þurrkað veiruna út úr samfélaginu með ákveðnum aðgerðum. Við höfum líka séð að ef við stöndum vel að aðgerðum á landamærunum getum við slakað verulega á og verið með nánast veirufrítt samfélag og það er það sem við erum að stefna að núna þangað til við náum góðri þátttöku í bólusetningar, þannig að við getum virkilega farið að slaka á aðgerðunum. Þetta eru markmiðin og þetta er planið, og hefur alltaf verið þó að þetta sé ekki endilega öllum ljóst,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Sýktist aftur af nýrri undirtegund breska afbrigðisins Við erum ennþá að sjá talsverðan fjölda smita greinst innanlands en það er gleðilegt hvað margir eru í sóttkví við greiningu, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins sem var að ljúka. 8. apríl 2021 11:50 Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir var spurður á upplýsingafundi almannavarna hvort ekki væri unnt nú að aflétta takmörkunum vegna þess hve mikið hlutfall viðkvæmra hópa hefur verið bólusett og þar sem staðan er eins góð á sjúkrahúsum og raun ber vitni. „Við erum að byggja á því að við erum með breska afbrigðið og við erum að fá upplýsingar um útbreiðslu í öllum Evrópulöndum, að þetta nýja afbrigði sé alvarlegra að því leytinu til að spítalainnlagnir séu algengari hjá yngri aldurshópum en áður. Við höfum sem betur fer ekki séð það enda hefur útbreiðslan ekki verið mjög mikil hér. Ég held að það sé alls ekki útséð um það hvað gæti gerst ef við fengjum álíka útbreiðslu og við erum að sjá í öðrum löndum. Það er engin ástæða til að halda það að svona mikil útbreiðsla myndi ekki valda miklum innlögnum á sjúkrahús eins og þar sést,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samkomutakmarkanir hafa verið í gildi hér á landi í rúmt ár.Vísir/Vilhelm Til þess að koma í veg fyrir verulega útbreiðslu verður það því að sögn sóttvarnalæknis að gerast strax í upphafi. „Það er of seint þegar allt er farið af stað,“ sagði hann. Hægt að þurrka veiruna út Þórólfur segir að stefnt sé að nánast veirufríu samfélagi þar til góð þátttaka næst í bólusetningum. „Upphaflega markmiðið var að halda kúrvunni niður og fletja hana eins mikið niður og hægt væri. Þá vissum við í raun og veru ekki út í hvað við vorum að fara, hvaða árangur við myndum sjá, en með reynslunni höfum við séð það að við getum nánast þurrkað veiruna út úr samfélaginu með ákveðnum aðgerðum. Við höfum líka séð að ef við stöndum vel að aðgerðum á landamærunum getum við slakað verulega á og verið með nánast veirufrítt samfélag og það er það sem við erum að stefna að núna þangað til við náum góðri þátttöku í bólusetningar, þannig að við getum virkilega farið að slaka á aðgerðunum. Þetta eru markmiðin og þetta er planið, og hefur alltaf verið þó að þetta sé ekki endilega öllum ljóst,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Sýktist aftur af nýrri undirtegund breska afbrigðisins Við erum ennþá að sjá talsverðan fjölda smita greinst innanlands en það er gleðilegt hvað margir eru í sóttkví við greiningu, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins sem var að ljúka. 8. apríl 2021 11:50 Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Sýktist aftur af nýrri undirtegund breska afbrigðisins Við erum ennþá að sjá talsverðan fjölda smita greinst innanlands en það er gleðilegt hvað margir eru í sóttkví við greiningu, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins sem var að ljúka. 8. apríl 2021 11:50
Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18