Innlent

Sterk tengsl milli sóttkvíarbrota ferðalanga og smita innanlands

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Frá því að aðgerðir voru hertar 25. mars hefur 21 greinst með virkt smit á landamærunum, allir með breska afbrigðið.
Frá því að aðgerðir voru hertar 25. mars hefur 21 greinst með virkt smit á landamærunum, allir með breska afbrigðið. Vísir/Vilhelm

Fimmtíu og einn greindist og hátt á þriðja þúsund manns fóru í sóttkví í tengslum við þrjár hópsýkingar sem urðu hér á landi nýlega. Allar komu þær til vegna einstaklinga sem komu til landsins og héldu ekki sóttkví.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi rétt í þessu. Hann ítrekaði að þegar hann talaði um ferðalanga ætti hann við alla á faraldsfæti, hvar svo sem þeir byggju.

Þórólfur sagði forvitnilegt að skoða samhengið milli smita á landamærunum og smita innlanlands á síðustu misserum. Á þeim tíma hefðu 105 smit greinst á landamærunum og 97 innanlands, þeim tengd.

Þrjár stórar hópsýkingar bæru uppi umrædd smit.

Ein hefði verið sökum afbrigðis sem ekki hefði tekist að „staðsetja“ á landamærunum en 48 hefðu greinst innanlands og á annað þúsund farið í sóttkví. Önnur hefði verið rakin til einstaklings sem hélt ekki sóttkví en tólf greindust innanlands og á fjórða hundrað fóru í sóttkví. Þá hefðu ellefu greinst í þriðju hópsýkingunni og um 50 farið í sóttkví.

Sóttvarnalæknir sagði ljóst að það nægði til að nokkrir einstaklingar kæmust í gegnum þær girðingar sem hefðu verið reistar á landamærunum til að hópsýkingar spryttu upp í samfélaginu, sem gætu svo komið nýrri bylgju af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×