Velja seðlabankastjóra Hagfræðing ársins Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2021 09:28 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. FVH Ásgeir Jónsson hefur verið valinn hagfræðingur ársins 2021 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 2000, og verða að þessu sinni afhent á Þekkingardaginn 2021 sem verður streymt beint á Vísi þann 13. apríl. Í mati dómnefndar segir að á liðnu ári hafi mikið mætt á Ásgeiri og Seðlabanka Íslands sem hafi leikið lykilhlutverk í viðbrögðum og viðspyrnu efnahagslífsins í heimsfaraldri COVID-19. „Snör viðbrögð Seðlabankans meðal annars með lækkun stýrivaxta, afnámi sveiflujöfnunarauka, sölu á gjaldeyrisvaraforða til að vinna gegn gengissveiflum og verðbólgu á fordæmalausum tímum skiptu sköpum í baráttunni við efnahagslegu afleiðingar veirunnar. Það er mat dómnefndar að Ásgeir hafi í starfi sínu sem seðlabankastjóri sýnt mikla stillingu og beitt viðeigandi aðgerðum á krefjandi tímum. Félagi viðskipta- og hagfræðinga er mikil ánægja að verðlauna Ásgeir fyrir hans frábæru störf,“ segir í mati dómnefndar. Ásgeir var skipaður seðlabankastjóri árið 2019. Hann lauk meistaraprófi í hagfræði frá Indianaháskóla í Bandaríkjunum árið 1997 og doktorsprófi árið 2001 frá sama skóla með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið. „Í doktorsritgerð sinni fjallaði Ásgeir um peningastefnu í litlum opnum hagkerfum. Ásgeir hefur starfaði við hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dósent. Hann var deildarforseti við hagfræðideild frá árinu 2015 til2019. Ásgeir var aðalhagfræðingur og forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings og síðar Arion banka 2004-2011 og síðar efnahagsráðgjafi Virðingar og GAMMA. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgðarstörfum, meðal annars sem formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og formaður yfirfasteignamatsnefndar. Hann er einnig höfundur margra bóka og greina um hagfræði og söguleg efni,“ segir í tilkynningunni frá félaginu. Í dómnefnd sátu Telma Eir Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri FVH ásamt stjórn FVH en hana skipa Lilja Gylfadóttir formaður, Lára Hrafnsdóttir varaformaður, Brynja Jónbjarnardóttir, Hálfdán Steinþórsson, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, Tryggvi Másson og Þórarinn Hjálmarsson. Seðlabankinn Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Í mati dómnefndar segir að á liðnu ári hafi mikið mætt á Ásgeiri og Seðlabanka Íslands sem hafi leikið lykilhlutverk í viðbrögðum og viðspyrnu efnahagslífsins í heimsfaraldri COVID-19. „Snör viðbrögð Seðlabankans meðal annars með lækkun stýrivaxta, afnámi sveiflujöfnunarauka, sölu á gjaldeyrisvaraforða til að vinna gegn gengissveiflum og verðbólgu á fordæmalausum tímum skiptu sköpum í baráttunni við efnahagslegu afleiðingar veirunnar. Það er mat dómnefndar að Ásgeir hafi í starfi sínu sem seðlabankastjóri sýnt mikla stillingu og beitt viðeigandi aðgerðum á krefjandi tímum. Félagi viðskipta- og hagfræðinga er mikil ánægja að verðlauna Ásgeir fyrir hans frábæru störf,“ segir í mati dómnefndar. Ásgeir var skipaður seðlabankastjóri árið 2019. Hann lauk meistaraprófi í hagfræði frá Indianaháskóla í Bandaríkjunum árið 1997 og doktorsprófi árið 2001 frá sama skóla með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið. „Í doktorsritgerð sinni fjallaði Ásgeir um peningastefnu í litlum opnum hagkerfum. Ásgeir hefur starfaði við hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dósent. Hann var deildarforseti við hagfræðideild frá árinu 2015 til2019. Ásgeir var aðalhagfræðingur og forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings og síðar Arion banka 2004-2011 og síðar efnahagsráðgjafi Virðingar og GAMMA. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgðarstörfum, meðal annars sem formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og formaður yfirfasteignamatsnefndar. Hann er einnig höfundur margra bóka og greina um hagfræði og söguleg efni,“ segir í tilkynningunni frá félaginu. Í dómnefnd sátu Telma Eir Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri FVH ásamt stjórn FVH en hana skipa Lilja Gylfadóttir formaður, Lára Hrafnsdóttir varaformaður, Brynja Jónbjarnardóttir, Hálfdán Steinþórsson, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, Tryggvi Másson og Þórarinn Hjálmarsson.
Seðlabankinn Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira