Skorar á Alvogen að birta öll gögn: Segir Björgólf umsvifalaust hafa rekið Róbert fyrir ósæmilega hegðun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. apríl 2021 11:08 Björgólfur Thor og Róbert hafa löngum eldað grátt silfur saman en Halldór hefur verið náinn samstarfsmaður Róberts til margra ára. Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, skorar á fyrirtækin að deila öllum gögnum sem tengjast yfirheyrslum vegna athugunar á ásökunum í garð Róberts Wessman með fjölmiðlum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Halldór sendir á fjölmiðla. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Halldór hefði átt fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni athafnamanni í nóvember síðastliðnum og vitnaði í stefnu Alvogen á hendur Halldóri, þar sem segir meðal annars að umræddur fundur sé óásættanlegur. Þá segir að samskiptastjóranum fyrrverandi hafi verið sagt upp vegna trúnaðarbrests. Halldór segir hins vegar rangfærslur í stefnunni, sem hann muni gera grein fyrir þegar málið verður tekið fyrir. Hann segir umfjöllum um samskipti sín og Björgólfs ekki rétta og það sé hægt að staðfesta með upptökum af þeim fundum sem hann átti með „rannsóknarnefnd“ Alvogen. „Ég var spurður um það sérstaklega hvort ég hafi hitt Björgólf Thor. Ég greindi frá því að ég hafi spurt hann um ósæmilega hegðun Róberts, þegar hann var forstjóri Actavis. Hann hafi staðfest við mig ákveðna atburðarrás í ágúst 2008, sem ég taldi mikilvægt að upplýsa um. Á þessum tíma hafi Róbert hringt í Sigurð Óla Ólafsson, aðstoðarforstjóra Actavis og gert tilraun til að segja honum upp störfum undir áhrifum áfengis. Ég staðfesti við nefndina að Björgólfur Thor hafi umsvifalaust rekið Róbert frá Actavis fyrir þessa ósæmilegu hegðun. Ég taldi þessar upplýsingar mikilvægar fyrir rannsókn málsins og sýni að ósæmileg hegðun Róberts nái yfir að minnsta kosti 12 ára tímabil. Björgólfur Thor virðist því vera eini maðurinn sem hafi sýnt kjark til að stöðva ósæmilega hegðun Róberts,“ segir í yfirlýsingu Halldórs. Þar segir einnig að það sé ekki rétt að hann hafi neitað að mæta í þriðja sinn fyrir nefnd Alvogen, sem hafi jafnframt neitað honum um afrit af upptökum af fundunum og aðgang að vinnugögnum sínum. Í yfirlýsingunni segist Halldór hafa sett sig í samband við „óvildarmenn“ Róberts, þeirra á meðal tvo háttsetta embættismenn og íslenskan blaðamann. Hann sakar Róbert um „andstyggilega aðför“ að æru þeirra og mannorði og segir ekki óeðlilegt að hann hafi haft samband við þá til að bera undir þá ásakanir. Halldór segir ekki rétt að hann hafi gert fjárhagslega kröfu á Alvogen eða Alvotech en hann áskilji sér rétt til að sækja bætur til Róberts persónulega. Hann hafi þó ekki gert ákveðna kröfu hvað það varðar. „Tilgangur fundarins með Björgólfi Thor var ekki að knýja fram fjárhagslegt uppgjör og það kemur ekki fram í þeim gögnum, sem fyrirtækin hafa lagt fram í héraðsdómi. Ég ítreka áskorun mína um að fyrirtækin einfaldlega opinberi öll gögn úr yfirheyrslum lögmannstofunnar White & Case,“ segir Hallór um fréttir morgunsins. Hann sakar Fréttablaðið umað gera mikið úr því að hann hafi leitað til erlendrar lögmannsstofu en segir sig hafa ráðið einn íslenskan lögmann sem leitaði eftir stuðningi erlendis. Sex lögmannsstofur hafi hins vegar haft samband við sig eftir áramót eða unnið að málinu fyrir hönd Alvogen, Alvotech og Róberts. Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Halldór sendir á fjölmiðla. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Halldór hefði átt fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni athafnamanni í nóvember síðastliðnum og vitnaði í stefnu Alvogen á hendur Halldóri, þar sem segir meðal annars að umræddur fundur sé óásættanlegur. Þá segir að samskiptastjóranum fyrrverandi hafi verið sagt upp vegna trúnaðarbrests. Halldór segir hins vegar rangfærslur í stefnunni, sem hann muni gera grein fyrir þegar málið verður tekið fyrir. Hann segir umfjöllum um samskipti sín og Björgólfs ekki rétta og það sé hægt að staðfesta með upptökum af þeim fundum sem hann átti með „rannsóknarnefnd“ Alvogen. „Ég var spurður um það sérstaklega hvort ég hafi hitt Björgólf Thor. Ég greindi frá því að ég hafi spurt hann um ósæmilega hegðun Róberts, þegar hann var forstjóri Actavis. Hann hafi staðfest við mig ákveðna atburðarrás í ágúst 2008, sem ég taldi mikilvægt að upplýsa um. Á þessum tíma hafi Róbert hringt í Sigurð Óla Ólafsson, aðstoðarforstjóra Actavis og gert tilraun til að segja honum upp störfum undir áhrifum áfengis. Ég staðfesti við nefndina að Björgólfur Thor hafi umsvifalaust rekið Róbert frá Actavis fyrir þessa ósæmilegu hegðun. Ég taldi þessar upplýsingar mikilvægar fyrir rannsókn málsins og sýni að ósæmileg hegðun Róberts nái yfir að minnsta kosti 12 ára tímabil. Björgólfur Thor virðist því vera eini maðurinn sem hafi sýnt kjark til að stöðva ósæmilega hegðun Róberts,“ segir í yfirlýsingu Halldórs. Þar segir einnig að það sé ekki rétt að hann hafi neitað að mæta í þriðja sinn fyrir nefnd Alvogen, sem hafi jafnframt neitað honum um afrit af upptökum af fundunum og aðgang að vinnugögnum sínum. Í yfirlýsingunni segist Halldór hafa sett sig í samband við „óvildarmenn“ Róberts, þeirra á meðal tvo háttsetta embættismenn og íslenskan blaðamann. Hann sakar Róbert um „andstyggilega aðför“ að æru þeirra og mannorði og segir ekki óeðlilegt að hann hafi haft samband við þá til að bera undir þá ásakanir. Halldór segir ekki rétt að hann hafi gert fjárhagslega kröfu á Alvogen eða Alvotech en hann áskilji sér rétt til að sækja bætur til Róberts persónulega. Hann hafi þó ekki gert ákveðna kröfu hvað það varðar. „Tilgangur fundarins með Björgólfi Thor var ekki að knýja fram fjárhagslegt uppgjör og það kemur ekki fram í þeim gögnum, sem fyrirtækin hafa lagt fram í héraðsdómi. Ég ítreka áskorun mína um að fyrirtækin einfaldlega opinberi öll gögn úr yfirheyrslum lögmannstofunnar White & Case,“ segir Hallór um fréttir morgunsins. Hann sakar Fréttablaðið umað gera mikið úr því að hann hafi leitað til erlendrar lögmannsstofu en segir sig hafa ráðið einn íslenskan lögmann sem leitaði eftir stuðningi erlendis. Sex lögmannsstofur hafi hins vegar haft samband við sig eftir áramót eða unnið að málinu fyrir hönd Alvogen, Alvotech og Róberts.
Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira