Gísli óttaðist um ferilinn en stuðningur mömmu hjálpaði Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2021 10:01 Þjáningin skein úr svip Gísla Þorgeirs Kristjánssonar þegar hann gekk af velli eftir að hafa meiðst í leik með Magdeburg gegn Füchse Berlín í mars. Getty/Peter Niedung Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, óttaðist að handboltaferlinum væri lokið þegar hann fór úr axlarlið í síðasta mánuði. Áfallið var mikið en Gísli fékk uppörvandi skilaboð frá lækninum sem sér um aðgerð á öxlinni. Gísli hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum ferli og meiddist alvarlega á vinstri öxlinni í leik með Magdeburg gegn Füchse Berlín um miðjan mars. Samkvæmt þýska miðlinum Sky ferðaðist Gísli til Zürich núna um páskahelgina til að fara í aðgerð og þó að ljóst sé að hann verði lengi frá keppni þá mun hann geta snúið aftur á völlinn. „Mér líður betur núna. Fyrstu fimm dagarnir voru erfiðir fyrir mig,“ sagði Gísli í samtali við Sky. Móðir hans, þingmaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, flaug til móts við Gísla til að styðja við bakið á honum. „Þetta eru þriðju axlarmeiðslin og í annað sinn sem ég fer í aðgerð á öxlinni. Það voru gríðarleg vonbrigði fyrir mig að vita að tímabilið væri búið og að ég gæti ekki hjálpað liðinu mínu. Það var mjög gott að mamma mín gat fengið hentugt flug frá Íslandi sama dag. Það hjálpaði mér mikið,“ sagði Gísli. View this post on Instagram A post shared by Gi sli Þorgeir Kristja nsson (@gislithorgeir) Aðspurður hvort hefði verið verra, sársaukinn við að meiðast eða tilhugsunin um að kannski myndi hann aldrei jafna sig til fulls, svaraði Gísli: „Ég man í raun ekki eftir neinum sársauka, bara áfallinu yfir því að kannski myndi öxlin aldrei geta haldið aftur. Það var eitt erfiðasta augnablikið á mínum ferli,“ sagði Gísli sem var ánægður með svör læknisins sem sér um aðgerðina: „Það var mjög gott að heyra það þegar hann sagði að ég myndi geta spilað aftur. Hann ætlar að sjá til þess að öxlin verði stöðug og fari ekki aftur úr lið. Það voru mjög góðar fréttir,“ sagði Gísli. Uppfært kl. 12.05: Ummæli Gísla eru frá því fyrir aðgerð en hann mun samkvæmt frétt á handbolti.is fara í aðgerðina í dag. Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Gísli hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum ferli og meiddist alvarlega á vinstri öxlinni í leik með Magdeburg gegn Füchse Berlín um miðjan mars. Samkvæmt þýska miðlinum Sky ferðaðist Gísli til Zürich núna um páskahelgina til að fara í aðgerð og þó að ljóst sé að hann verði lengi frá keppni þá mun hann geta snúið aftur á völlinn. „Mér líður betur núna. Fyrstu fimm dagarnir voru erfiðir fyrir mig,“ sagði Gísli í samtali við Sky. Móðir hans, þingmaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, flaug til móts við Gísla til að styðja við bakið á honum. „Þetta eru þriðju axlarmeiðslin og í annað sinn sem ég fer í aðgerð á öxlinni. Það voru gríðarleg vonbrigði fyrir mig að vita að tímabilið væri búið og að ég gæti ekki hjálpað liðinu mínu. Það var mjög gott að mamma mín gat fengið hentugt flug frá Íslandi sama dag. Það hjálpaði mér mikið,“ sagði Gísli. View this post on Instagram A post shared by Gi sli Þorgeir Kristja nsson (@gislithorgeir) Aðspurður hvort hefði verið verra, sársaukinn við að meiðast eða tilhugsunin um að kannski myndi hann aldrei jafna sig til fulls, svaraði Gísli: „Ég man í raun ekki eftir neinum sársauka, bara áfallinu yfir því að kannski myndi öxlin aldrei geta haldið aftur. Það var eitt erfiðasta augnablikið á mínum ferli,“ sagði Gísli sem var ánægður með svör læknisins sem sér um aðgerðina: „Það var mjög gott að heyra það þegar hann sagði að ég myndi geta spilað aftur. Hann ætlar að sjá til þess að öxlin verði stöðug og fari ekki aftur úr lið. Það voru mjög góðar fréttir,“ sagði Gísli. Uppfært kl. 12.05: Ummæli Gísla eru frá því fyrir aðgerð en hann mun samkvæmt frétt á handbolti.is fara í aðgerðina í dag.
Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira