500 milljónir í gosslóðir Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. apríl 2021 10:01 Þegar eldgos brjótast út verða Íslendingar eins og börn. Auðvitað höfum við fyrst áhyggjur af lífi og limum fólks þegar byrjar að gjósa, en þegar öryggi manna og dýra virðist tryggt fyllist hvert mannsbarn spenningi og við verðum öll sérfræðingar í kvikuhólfum, þroskaðri eða vanþroskaðri kviku og setjum fram okkar eigin kenningar um hvert hraunelfurinn muni streyma næst. Vefmyndavélar frá gosstöðvum skjóta jafnvel áramótaskaupum eða Helga Björns á föstudagskvöldum ref fyrir rass. Það er magnað sjónarspil sem við höfum fyrir augunum á Reykjanesskaga þessa dagana og jarðvísindamenn telja líklegt að það gæti staðið um langa hríð. Áhugi þjóðarinnar er ósvikinn og fólk streymir á gosstöðvarnar. Þeir fáu ferðamenn sem hér eru nú láta sig heldur ekki vanta. Eftir því sem þeim fjölgar verður straumurinn stríðari. Vegna þess hve erfitt er að spá fyrir um framhaldið, hvort gosið verði skammvinnt eða með hvaða hætti það kann að þróast, er ekki skrítið þótt margir vilji bíða átekta og sjá hvað setur áður en farið væri í umfangsmiklar framkvæmdir í grennd við gosstöðvarnar. Því er ég hins vegar ósammála. Ég tel að við eigum og þurfum að vinna hratt. Og það sem skiptir ekki síður máli, þá tel ég að með kraftmikilli innspýtingu á svæðinu getum við ekki aðeins greitt fyrir ábatasamri ferðamennsku heldur hreinlega sparað ríkinu stórútgjöld. Þjóðin fylgist af aðdáun með óeigingjörnu starfi björgunarsveitarfólks í grennd við eldstöðvarnar. Þrátt fyrir eljulaust sjálfboðaliðastarf er ljóst að daglegur kostnaður ríkisins af eftirliti við gosstöðvarnar hleypur á milljónum. Eins er ljóst að ef eldsumbrotin dragast á langinn verður afar erfitt að viðhalda núverandi gæslustigi til lengdar. Slíkt myndi reyna um of á orku gæsluliðsins og bitna á öryggismálum annars staðar. Tillaga mín er því sú að stjórnvöld ákveði nú þegar að verja vænni upphæð, segjum 500 milljónum króna, til að efla innviði á gosslóðunum. Hluti þeirrar tölu, t.d. 150 milljónir, færu í bráðaaðgerðir sem ráðast mætti í hratt og örugglega að höfðu samráði við landeigendur og athugun á bestu útfærslum. Afgangurinn yrði til flóknari verkefna sem kölluðu á meiri undirbúning og skipulagningu. Með bráðaaðgerðunum yrði lagt höfuðkapp á að uppræta augljósar slysagildrur og minnka þörfina fyrir fjölmennt eftirlitslið. Það má t.d. gera með því að útbúa tröppur í þeim brekkum sem eru nú verstu farartálmarnir, með öflugu neti sjálfvirkra gasmæla í lægðum og hvilftum, með aðgengilegum og merktum útsýnisstöðum á öruggum hæðum til að minnka líkurnar á því að fólk álpist of nærri hraunjaðrinum o.s.frv. Það er sannfæring mín að með tiltölulega einföldum og ekki sérlega dýrum en hnitmiðuðum aðgerðum mætti spara háar fjárhæðir. Hver skyldi samfélagslegi kostnaðurinn af því að þurfa að sækja einn fótbrotinn göngugarp vera, t.d. þegar kalla þarf til þyrlu og björgunarsveitarflokk? Ætli það sé nokkur staður á Íslandi í dag sem býður upp á jafn augljós og borðleggjandi dæmi um fyrirbyggjandi slysavarnir? Við þurfum ekki alltaf að finna upp hjólið. Á Hawaii er starfræktur eldfjallaþjóðgarður sem 2,5 milljónir manna heimsækja á ári hverju, til að berja augum nokkur virk eldgos. Öllum þessum fjölda á miklu stærra svæði er stýrt af öryggisvörðum með mun umfangsminni viðveru en nýja eldgosið okkar kallar á. Spýtum í lófana, tryggjum fjármagn og byrjum að skapa innviði ekki seinna en í sumar! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðun: Kosningar 2021 Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar eldgos brjótast út verða Íslendingar eins og börn. Auðvitað höfum við fyrst áhyggjur af lífi og limum fólks þegar byrjar að gjósa, en þegar öryggi manna og dýra virðist tryggt fyllist hvert mannsbarn spenningi og við verðum öll sérfræðingar í kvikuhólfum, þroskaðri eða vanþroskaðri kviku og setjum fram okkar eigin kenningar um hvert hraunelfurinn muni streyma næst. Vefmyndavélar frá gosstöðvum skjóta jafnvel áramótaskaupum eða Helga Björns á föstudagskvöldum ref fyrir rass. Það er magnað sjónarspil sem við höfum fyrir augunum á Reykjanesskaga þessa dagana og jarðvísindamenn telja líklegt að það gæti staðið um langa hríð. Áhugi þjóðarinnar er ósvikinn og fólk streymir á gosstöðvarnar. Þeir fáu ferðamenn sem hér eru nú láta sig heldur ekki vanta. Eftir því sem þeim fjölgar verður straumurinn stríðari. Vegna þess hve erfitt er að spá fyrir um framhaldið, hvort gosið verði skammvinnt eða með hvaða hætti það kann að þróast, er ekki skrítið þótt margir vilji bíða átekta og sjá hvað setur áður en farið væri í umfangsmiklar framkvæmdir í grennd við gosstöðvarnar. Því er ég hins vegar ósammála. Ég tel að við eigum og þurfum að vinna hratt. Og það sem skiptir ekki síður máli, þá tel ég að með kraftmikilli innspýtingu á svæðinu getum við ekki aðeins greitt fyrir ábatasamri ferðamennsku heldur hreinlega sparað ríkinu stórútgjöld. Þjóðin fylgist af aðdáun með óeigingjörnu starfi björgunarsveitarfólks í grennd við eldstöðvarnar. Þrátt fyrir eljulaust sjálfboðaliðastarf er ljóst að daglegur kostnaður ríkisins af eftirliti við gosstöðvarnar hleypur á milljónum. Eins er ljóst að ef eldsumbrotin dragast á langinn verður afar erfitt að viðhalda núverandi gæslustigi til lengdar. Slíkt myndi reyna um of á orku gæsluliðsins og bitna á öryggismálum annars staðar. Tillaga mín er því sú að stjórnvöld ákveði nú þegar að verja vænni upphæð, segjum 500 milljónum króna, til að efla innviði á gosslóðunum. Hluti þeirrar tölu, t.d. 150 milljónir, færu í bráðaaðgerðir sem ráðast mætti í hratt og örugglega að höfðu samráði við landeigendur og athugun á bestu útfærslum. Afgangurinn yrði til flóknari verkefna sem kölluðu á meiri undirbúning og skipulagningu. Með bráðaaðgerðunum yrði lagt höfuðkapp á að uppræta augljósar slysagildrur og minnka þörfina fyrir fjölmennt eftirlitslið. Það má t.d. gera með því að útbúa tröppur í þeim brekkum sem eru nú verstu farartálmarnir, með öflugu neti sjálfvirkra gasmæla í lægðum og hvilftum, með aðgengilegum og merktum útsýnisstöðum á öruggum hæðum til að minnka líkurnar á því að fólk álpist of nærri hraunjaðrinum o.s.frv. Það er sannfæring mín að með tiltölulega einföldum og ekki sérlega dýrum en hnitmiðuðum aðgerðum mætti spara háar fjárhæðir. Hver skyldi samfélagslegi kostnaðurinn af því að þurfa að sækja einn fótbrotinn göngugarp vera, t.d. þegar kalla þarf til þyrlu og björgunarsveitarflokk? Ætli það sé nokkur staður á Íslandi í dag sem býður upp á jafn augljós og borðleggjandi dæmi um fyrirbyggjandi slysavarnir? Við þurfum ekki alltaf að finna upp hjólið. Á Hawaii er starfræktur eldfjallaþjóðgarður sem 2,5 milljónir manna heimsækja á ári hverju, til að berja augum nokkur virk eldgos. Öllum þessum fjölda á miklu stærra svæði er stýrt af öryggisvörðum með mun umfangsminni viðveru en nýja eldgosið okkar kallar á. Spýtum í lófana, tryggjum fjármagn og byrjum að skapa innviði ekki seinna en í sumar! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun