Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2021 07:45 Stuðningsmenn Inuit Ataqatigiit fögnuðu í gærkvöldi. EPA Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. Siumut, sem hefur sögulega séð verið stærsti flokkurinn á grænlenska, bætti einnig við sig fylgi og fékk nú um 29 prósent atkvæða. Sextán þingmenn þarf til að mynda stjórn. Egede sagði í morgun að hann muni nú ráðast í að mynda nýja stjórn, en fyrst ætli hann þó að fá sér kaffi. Allt stefnir í að hinn 34 ára Múte B. Egede verði næsti forsætisráðherra Grænlands.EPA Valdabarátta hefur staðið innan Siumut síðustu mánuði þar sem Erik Jensen bolaði Kielsen úr stóli formanns á síðasta ári, þó að Jensen hafi ekki tekist að tryggja sér sjálft forsætisráðherraembættið. Þeir voru báðir í framboði nú og vekur athygli að Kielsen tryggði sér fleiri persónuleg atkvæði en Jensen, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq.AG. Líklegt má telja að þetta verði einungis í annað sinn frá áinu 1979 sem Siumut muni ekki leiða stjórn á Grænlandi. Kielsen hefur gefnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2014. Naleraq tryggði sér tólf prósent atkvæða, en Demókratar einungis níu prósent og minnkar þingflokkur þeirra um helming. Nunatta Qitornai og Samarbejdspartiet náðu ekki að halda þingmönnum sínum á grænlenska þinginu og hlutu einungs tvö og eitt prósent atkvæða. Atassut hlaut sjö prósent atkvæða, álíka mikið og í síðustu kosningum árið 2018. Einnig var kosið til sveitastjórna í gær, en sveitarfélögin eru fimm á Grænlandi. Sjónir beindust sérstaklega að Narsaq á Suður-Grænlandi þar sem IA vinnur mikinn sigur bæði í kosningunum til þings og sveitastjórnar. Mikið hefur verið deilt um áætlanir um vinnslu á sjaldgæfum málmum í Kvanefjeldsnámunni í grennd við bæinn. Siumut er fylgjandi verkefninu, en hið ástralska Greenland Minerals vill vinna þar þrjár milljónir tonna af málmi á ári. IA hefur lagst gegn áætlunum og segjast óttast gríðarleg umhverfisspjöll og hafa farið fram á að vinnsla verði stöðvuð tafarlaust. Um tveir þriðju kjósenda í Narsaq kaus IA í þingkosningunum í gær, og um 73 prósent í sveitarstjórnarkosningnum. Stine Egede frá IA verður því nýr bæjarstjóri í sveitarfélaginu Kujalleq, þar sem Narsaq er að finna. Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent. Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Siumut, sem hefur sögulega séð verið stærsti flokkurinn á grænlenska, bætti einnig við sig fylgi og fékk nú um 29 prósent atkvæða. Sextán þingmenn þarf til að mynda stjórn. Egede sagði í morgun að hann muni nú ráðast í að mynda nýja stjórn, en fyrst ætli hann þó að fá sér kaffi. Allt stefnir í að hinn 34 ára Múte B. Egede verði næsti forsætisráðherra Grænlands.EPA Valdabarátta hefur staðið innan Siumut síðustu mánuði þar sem Erik Jensen bolaði Kielsen úr stóli formanns á síðasta ári, þó að Jensen hafi ekki tekist að tryggja sér sjálft forsætisráðherraembættið. Þeir voru báðir í framboði nú og vekur athygli að Kielsen tryggði sér fleiri persónuleg atkvæði en Jensen, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq.AG. Líklegt má telja að þetta verði einungis í annað sinn frá áinu 1979 sem Siumut muni ekki leiða stjórn á Grænlandi. Kielsen hefur gefnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2014. Naleraq tryggði sér tólf prósent atkvæða, en Demókratar einungis níu prósent og minnkar þingflokkur þeirra um helming. Nunatta Qitornai og Samarbejdspartiet náðu ekki að halda þingmönnum sínum á grænlenska þinginu og hlutu einungs tvö og eitt prósent atkvæða. Atassut hlaut sjö prósent atkvæða, álíka mikið og í síðustu kosningum árið 2018. Einnig var kosið til sveitastjórna í gær, en sveitarfélögin eru fimm á Grænlandi. Sjónir beindust sérstaklega að Narsaq á Suður-Grænlandi þar sem IA vinnur mikinn sigur bæði í kosningunum til þings og sveitastjórnar. Mikið hefur verið deilt um áætlanir um vinnslu á sjaldgæfum málmum í Kvanefjeldsnámunni í grennd við bæinn. Siumut er fylgjandi verkefninu, en hið ástralska Greenland Minerals vill vinna þar þrjár milljónir tonna af málmi á ári. IA hefur lagst gegn áætlunum og segjast óttast gríðarleg umhverfisspjöll og hafa farið fram á að vinnsla verði stöðvuð tafarlaust. Um tveir þriðju kjósenda í Narsaq kaus IA í þingkosningunum í gær, og um 73 prósent í sveitarstjórnarkosningnum. Stine Egede frá IA verður því nýr bæjarstjóri í sveitarfélaginu Kujalleq, þar sem Narsaq er að finna. Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent.
Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent.
Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06
Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00