Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2021 07:45 Stuðningsmenn Inuit Ataqatigiit fögnuðu í gærkvöldi. EPA Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. Siumut, sem hefur sögulega séð verið stærsti flokkurinn á grænlenska, bætti einnig við sig fylgi og fékk nú um 29 prósent atkvæða. Sextán þingmenn þarf til að mynda stjórn. Egede sagði í morgun að hann muni nú ráðast í að mynda nýja stjórn, en fyrst ætli hann þó að fá sér kaffi. Allt stefnir í að hinn 34 ára Múte B. Egede verði næsti forsætisráðherra Grænlands.EPA Valdabarátta hefur staðið innan Siumut síðustu mánuði þar sem Erik Jensen bolaði Kielsen úr stóli formanns á síðasta ári, þó að Jensen hafi ekki tekist að tryggja sér sjálft forsætisráðherraembættið. Þeir voru báðir í framboði nú og vekur athygli að Kielsen tryggði sér fleiri persónuleg atkvæði en Jensen, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq.AG. Líklegt má telja að þetta verði einungis í annað sinn frá áinu 1979 sem Siumut muni ekki leiða stjórn á Grænlandi. Kielsen hefur gefnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2014. Naleraq tryggði sér tólf prósent atkvæða, en Demókratar einungis níu prósent og minnkar þingflokkur þeirra um helming. Nunatta Qitornai og Samarbejdspartiet náðu ekki að halda þingmönnum sínum á grænlenska þinginu og hlutu einungs tvö og eitt prósent atkvæða. Atassut hlaut sjö prósent atkvæða, álíka mikið og í síðustu kosningum árið 2018. Einnig var kosið til sveitastjórna í gær, en sveitarfélögin eru fimm á Grænlandi. Sjónir beindust sérstaklega að Narsaq á Suður-Grænlandi þar sem IA vinnur mikinn sigur bæði í kosningunum til þings og sveitastjórnar. Mikið hefur verið deilt um áætlanir um vinnslu á sjaldgæfum málmum í Kvanefjeldsnámunni í grennd við bæinn. Siumut er fylgjandi verkefninu, en hið ástralska Greenland Minerals vill vinna þar þrjár milljónir tonna af málmi á ári. IA hefur lagst gegn áætlunum og segjast óttast gríðarleg umhverfisspjöll og hafa farið fram á að vinnsla verði stöðvuð tafarlaust. Um tveir þriðju kjósenda í Narsaq kaus IA í þingkosningunum í gær, og um 73 prósent í sveitarstjórnarkosningnum. Stine Egede frá IA verður því nýr bæjarstjóri í sveitarfélaginu Kujalleq, þar sem Narsaq er að finna. Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent. Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Siumut, sem hefur sögulega séð verið stærsti flokkurinn á grænlenska, bætti einnig við sig fylgi og fékk nú um 29 prósent atkvæða. Sextán þingmenn þarf til að mynda stjórn. Egede sagði í morgun að hann muni nú ráðast í að mynda nýja stjórn, en fyrst ætli hann þó að fá sér kaffi. Allt stefnir í að hinn 34 ára Múte B. Egede verði næsti forsætisráðherra Grænlands.EPA Valdabarátta hefur staðið innan Siumut síðustu mánuði þar sem Erik Jensen bolaði Kielsen úr stóli formanns á síðasta ári, þó að Jensen hafi ekki tekist að tryggja sér sjálft forsætisráðherraembættið. Þeir voru báðir í framboði nú og vekur athygli að Kielsen tryggði sér fleiri persónuleg atkvæði en Jensen, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq.AG. Líklegt má telja að þetta verði einungis í annað sinn frá áinu 1979 sem Siumut muni ekki leiða stjórn á Grænlandi. Kielsen hefur gefnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2014. Naleraq tryggði sér tólf prósent atkvæða, en Demókratar einungis níu prósent og minnkar þingflokkur þeirra um helming. Nunatta Qitornai og Samarbejdspartiet náðu ekki að halda þingmönnum sínum á grænlenska þinginu og hlutu einungs tvö og eitt prósent atkvæða. Atassut hlaut sjö prósent atkvæða, álíka mikið og í síðustu kosningum árið 2018. Einnig var kosið til sveitastjórna í gær, en sveitarfélögin eru fimm á Grænlandi. Sjónir beindust sérstaklega að Narsaq á Suður-Grænlandi þar sem IA vinnur mikinn sigur bæði í kosningunum til þings og sveitastjórnar. Mikið hefur verið deilt um áætlanir um vinnslu á sjaldgæfum málmum í Kvanefjeldsnámunni í grennd við bæinn. Siumut er fylgjandi verkefninu, en hið ástralska Greenland Minerals vill vinna þar þrjár milljónir tonna af málmi á ári. IA hefur lagst gegn áætlunum og segjast óttast gríðarleg umhverfisspjöll og hafa farið fram á að vinnsla verði stöðvuð tafarlaust. Um tveir þriðju kjósenda í Narsaq kaus IA í þingkosningunum í gær, og um 73 prósent í sveitarstjórnarkosningnum. Stine Egede frá IA verður því nýr bæjarstjóri í sveitarfélaginu Kujalleq, þar sem Narsaq er að finna. Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent.
Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent.
Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06
Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00