Ekki á því að loka landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2021 22:49 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi um sóttvarnaráðstafanir fyrir komufarþega sem stjórnvöld voru gerð afturreka með í gær í Kastljósviðtali í kvöld. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segist ekki hafa sannfæringu fyrir því að loka landamærunum þar til tekist hefur að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Breyta þurfi reglugerð um sóttkvíarhótel svo að hún standist lög. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að reglugerð sem skikkar fólk sem kemur til Íslands frá svonefndum áhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til dvalar á sóttkvíarhóteli fram yfir seinni skimun stæðist ekki lög. Í viðtali í Kastljósi í Ríkisútvarpinu í kvöld sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að úrskurðurinn væri vonbrigði. Staðfesti Landsréttur hann kæmi tvennt til greina: að skoða lögin og gera þau skýrari eða fara yfir framkvæmd sóttvarna innan gildandi lagaramma og gera betur. Sóttkvíarhótelinu var meðal annars komið á fót vegna þess að brögð voru að því að fólk sem átti að vera í sóttkví eftir komu til landsins virti hana ekki sem skyldi. Katrín sagði í viðtalinu að hún væri sannfærð um ágæti núverandi fyrirkomulags á landamærunum þar sem ferðalangar þurfa að framvísa neikvæðu PCR-rpófi og gangast undir tvær skimanir. Það hafi komið í veg fyrir mikinn fjölda smita. „Við höfum séð góðar heimtur en því miður eru heimturnar ekki hundrað prósent. Af því að eðli þessarar veiru er það sem það er, af því að hún er svo bráðsmitandi þá þarf ekki sérlega mörg tilfelli til þess að valda töluverðum usla,“ sagði forsætisráðherra. Engu að síður sagðist hún ekki hafa sannfæringu fyrir því að skella í lás á landamærunum verði sóttkvíarhótelið endanlega úrskurðað ólöglegt. Sum ríki, þar á meðal eyríkið Nýja-Sjáland, hafa grípið til slíkra aðgerða til þess að halda veirunni fjarri. Katrín sagði það mun róttækari aðgerð en að skikka ferðalanga sem koma frá svonefndum hárauðum ríkjum á sóttkvíarhótel. „Ég hef ekki haft fyrir því sannfæringu endilega að ganga svo langt,“ sagði forsætisráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36 Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að reglugerð sem skikkar fólk sem kemur til Íslands frá svonefndum áhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til dvalar á sóttkvíarhóteli fram yfir seinni skimun stæðist ekki lög. Í viðtali í Kastljósi í Ríkisútvarpinu í kvöld sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að úrskurðurinn væri vonbrigði. Staðfesti Landsréttur hann kæmi tvennt til greina: að skoða lögin og gera þau skýrari eða fara yfir framkvæmd sóttvarna innan gildandi lagaramma og gera betur. Sóttkvíarhótelinu var meðal annars komið á fót vegna þess að brögð voru að því að fólk sem átti að vera í sóttkví eftir komu til landsins virti hana ekki sem skyldi. Katrín sagði í viðtalinu að hún væri sannfærð um ágæti núverandi fyrirkomulags á landamærunum þar sem ferðalangar þurfa að framvísa neikvæðu PCR-rpófi og gangast undir tvær skimanir. Það hafi komið í veg fyrir mikinn fjölda smita. „Við höfum séð góðar heimtur en því miður eru heimturnar ekki hundrað prósent. Af því að eðli þessarar veiru er það sem það er, af því að hún er svo bráðsmitandi þá þarf ekki sérlega mörg tilfelli til þess að valda töluverðum usla,“ sagði forsætisráðherra. Engu að síður sagðist hún ekki hafa sannfæringu fyrir því að skella í lás á landamærunum verði sóttkvíarhótelið endanlega úrskurðað ólöglegt. Sum ríki, þar á meðal eyríkið Nýja-Sjáland, hafa grípið til slíkra aðgerða til þess að halda veirunni fjarri. Katrín sagði það mun róttækari aðgerð en að skikka ferðalanga sem koma frá svonefndum hárauðum ríkjum á sóttkvíarhótel. „Ég hef ekki haft fyrir því sannfæringu endilega að ganga svo langt,“ sagði forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36 Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36
Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23