Real í góðum málum eftir öruggan sigur á Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 21:00 Leikmenn Real fagna öðru marki sínu í kvöld. EPA-EFE/Juanjo Martin Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og er því í góðum málum fyrir síðari leik einvígisins sem fram fer á Anfield eftir viku. Segja má að bæði lið hafi mætt til leiks með vængbrotnar varnarlínur. Varnarvandræði Liverpool eru öllum kunn en Spánarmeistarar Real eru álíka slæmum ef ekki verri málum. Herra Real Madrid – Sergio Ramos – er frá vegna meiðsla líkt og hægri bakvörðurinn Dani Carvajal. Þá greindist Raphaël Varane með Covid-19 og varnarlína heimamanna því frekar skrautleg í leik dagsins. Það voru hins vegar heimamenn sem byrjuðu leikinn mun betur og komust á endanum yfir eftir frábæra sókn um miðbik fyrri hálfleiks. Toni Kroos fékk þá allan tímann á heiminum á boltann. Þjóðverjinn sendi gullfallega sendingu inn fyrir vörn Liverpool – sem var alltof hátt á vellinum miðað við að það var engin pressa á Kroos – þar sem Vinícius Júnior tók boltann á kassann og renndi honum í kjölfarið framhjá hjálparlausum Alisson í marki gestanna. Þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks tvöfaldaði Marco Asensio forystu heimamanna. Aftur fékk Toni Kroos alltof mikinn tíma á boltann. Hann lyfti honum upp vinstri vænginn þar sem Trent Alexander-Arnold náði til boltans og ætlaði að skalla hann til baka. Það heppnaðist ekki betur en svo að boltinn fór beint á Asensio sem rölti framhjá Alisson og þrumaði honum í kjölfarið í netið. Staðan orðin 2-0 og Real í frábærum málum þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Gestirnir voru hins vegar ekki lengi að koma sér inni í leikinn eftir að síðari hálfleikur hófst. Game on. Let's keep going #RMALIV | #UCL pic.twitter.com/cX7iHH4QD3— Liverpool FC (@LFC) April 6, 2021 Gini Wijnaldum átti gott hlaup af miðjunni áður en hann gaf boltann á Diogo Jota sem kom sér í gott færi en Portúgalinn hitti boltann einkar illa. Sem betur fer fyrir Jota – og Liverpool – rataði boltinn á einhvern ótrúlegan hátt fyrir fætur Mo Salah sem þrumaði að marki og minnkaði muninn í 2-1 þó Thibaut Courtois, markvörður Real, hafi verið í boltanum. Varnarleikur Liverpool varð liðinu svo að falli skömmu síðar þegar heimamenn komust í 3-1. Real átti þá innkast ofarlega á vellinum. Boltinn barst til Karim Benzema sem var upp við endalínu. Hann gaf boltann út á Luka Modric sem kom sér inn á teig og fann þar Vinicius Jr. sem átti skoraði með skoti milli fóta Nat Phillips. 3 - Luka Modric is the oldest player (35y 209d) to assist in three consecutive Champions League games since Ryan Giggs for Manchester United in April 2011, who did so aged 37. Vintage. pic.twitter.com/0fr7RDrR1E— OptaJoe (@OptaJoe) April 6, 2021 Leikmenn Liverpool gerðu hvað þeir gátu til að minnka muninn undir lok leiks en komust í raun aldrei nálægt því. Lokatölur því 3-1 Real í vil og liðið í mjög góðum málum fyrir síðari leik liðanna á Anfield í næstu viku. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu
Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og er því í góðum málum fyrir síðari leik einvígisins sem fram fer á Anfield eftir viku. Segja má að bæði lið hafi mætt til leiks með vængbrotnar varnarlínur. Varnarvandræði Liverpool eru öllum kunn en Spánarmeistarar Real eru álíka slæmum ef ekki verri málum. Herra Real Madrid – Sergio Ramos – er frá vegna meiðsla líkt og hægri bakvörðurinn Dani Carvajal. Þá greindist Raphaël Varane með Covid-19 og varnarlína heimamanna því frekar skrautleg í leik dagsins. Það voru hins vegar heimamenn sem byrjuðu leikinn mun betur og komust á endanum yfir eftir frábæra sókn um miðbik fyrri hálfleiks. Toni Kroos fékk þá allan tímann á heiminum á boltann. Þjóðverjinn sendi gullfallega sendingu inn fyrir vörn Liverpool – sem var alltof hátt á vellinum miðað við að það var engin pressa á Kroos – þar sem Vinícius Júnior tók boltann á kassann og renndi honum í kjölfarið framhjá hjálparlausum Alisson í marki gestanna. Þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks tvöfaldaði Marco Asensio forystu heimamanna. Aftur fékk Toni Kroos alltof mikinn tíma á boltann. Hann lyfti honum upp vinstri vænginn þar sem Trent Alexander-Arnold náði til boltans og ætlaði að skalla hann til baka. Það heppnaðist ekki betur en svo að boltinn fór beint á Asensio sem rölti framhjá Alisson og þrumaði honum í kjölfarið í netið. Staðan orðin 2-0 og Real í frábærum málum þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Gestirnir voru hins vegar ekki lengi að koma sér inni í leikinn eftir að síðari hálfleikur hófst. Game on. Let's keep going #RMALIV | #UCL pic.twitter.com/cX7iHH4QD3— Liverpool FC (@LFC) April 6, 2021 Gini Wijnaldum átti gott hlaup af miðjunni áður en hann gaf boltann á Diogo Jota sem kom sér í gott færi en Portúgalinn hitti boltann einkar illa. Sem betur fer fyrir Jota – og Liverpool – rataði boltinn á einhvern ótrúlegan hátt fyrir fætur Mo Salah sem þrumaði að marki og minnkaði muninn í 2-1 þó Thibaut Courtois, markvörður Real, hafi verið í boltanum. Varnarleikur Liverpool varð liðinu svo að falli skömmu síðar þegar heimamenn komust í 3-1. Real átti þá innkast ofarlega á vellinum. Boltinn barst til Karim Benzema sem var upp við endalínu. Hann gaf boltann út á Luka Modric sem kom sér inn á teig og fann þar Vinicius Jr. sem átti skoraði með skoti milli fóta Nat Phillips. 3 - Luka Modric is the oldest player (35y 209d) to assist in three consecutive Champions League games since Ryan Giggs for Manchester United in April 2011, who did so aged 37. Vintage. pic.twitter.com/0fr7RDrR1E— OptaJoe (@OptaJoe) April 6, 2021 Leikmenn Liverpool gerðu hvað þeir gátu til að minnka muninn undir lok leiks en komust í raun aldrei nálægt því. Lokatölur því 3-1 Real í vil og liðið í mjög góðum málum fyrir síðari leik liðanna á Anfield í næstu viku. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti