Lífið

Leikarinn Paul Ritter er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Paul Ritter varð 54 ára.
Paul Ritter varð 54 ára. Getty

Enski leikarinn Paul Ritter er látinn, 54 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum Friday Night Dinner og Chernobyl, sem og kvikmyndum um Harry Potter og James Bond.

Sky News segir frá því að Ritter hafi látist á heimili sínu og af völdum heilaæxlis.

Leikarinn fór með hlutverk föðursins Martin Goodman í gamanþáttunum Friday Night Dinner sem voru í framleiðslu á árunum 2011 til 2020.

Á ferli sínum fór Ritter með hlutverk Anatoly Dyatlov í Chernobyl-þáttunum og Eldred Worple í Harry Potter and the Half-Blood Prince. Þá fór hann með hlutverk Guy Haines í James Bond-myndinni Quantum of Solace.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×