Sky News segir frá því að Ritter hafi látist á heimili sínu og af völdum heilaæxlis.
Leikarinn fór með hlutverk föðursins Martin Goodman í gamanþáttunum Friday Night Dinner sem voru í framleiðslu á árunum 2011 til 2020.
Á ferli sínum fór Ritter með hlutverk Anatoly Dyatlov í Chernobyl-þáttunum og Eldred Worple í Harry Potter and the Half-Blood Prince. Þá fór hann með hlutverk Guy Haines í James Bond-myndinni Quantum of Solace.