Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2021 19:57 Gestum sóttkvíarhótelsins er nú frjálst að ljúka sóttkví annars staðar. Vísir/Vilhelm Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. „Engu að síður biðla sóttvarnayfirvöld til gesta að ljúka sóttkví á sóttkvíarhótelinu, enda er það besta leiðin til að draga úr útbreiðslu Covid-19 sjúkdómsins,“ segir í tilkynningunni. Í framhaldinu mun heilbrigðisráðherra í samráði við sóttvarnalækni skoða hvaða leið verður farin til að lágmarka áhættu á að smit berist inn í landið. „Þetta er alvarleg staða“ Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis, segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um lögmæti sóttkvíarhúsa ekki koma á óvart. „Ég hef frá því að heilbrigðisráðherra tilkynnti um fyrirhugaða skyldudvöl í sóttkvíarhúsi spurt bæði í ræðu og riti hvort hún teldi að það væri lagaheimild fyrir þessu af því að ég taldi að svo væri ekki. Hún fullyrti að svo væri,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Velferðarnefnd hefur boðað til fundar á morgun sem Helga segir að fari líklega fram eftir ríkisstjórnarfund. Allir nefndarmeðlimir hafa samþykkt fundarboðið og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fundinn. Nefndinni hefur enn ekki borist svar við fundarboði frá ráðherra. Á fundinum stendur til að ræða nýjar sóttvarnareglur á landamærunum og sérstaklega það að ferðamenn séu skikkaðir á sóttkvíarhótel. Treystir Þórólfi í einu og öllu en lagastoð vantar „Ég bara beið spennt eftir því að sjá hvað dómstólar myndu segja. Af því að þó að ég aðhyllist mjög þessar nauðsynlegu sóttvarnaráðstafanir og treysti Þórólfi í einu og öllu í hans mati þá verður að vera lagastoð fyrir þeim aðgerðum sem farið er í,“ segir Helga Vala. „Okkur er skylt að passa að lögin séu þannig að við getum farið í nauðsynlegar aðgerðir.“ Helga segir ljóst að lagastoð vanti fyrir viðlíka aðgerðum og sóttkvíarhótelið er. Þegar breytingar á sóttvarnalögum voru samþykktar á þingi í desember voru ýmis ákvæði felld úr frumvarpinu, þar á meðal heimildir til að setja á útgöngubann og að skylda fólk til að halda sóttkví á tilteknum stað. „Þess vegna var farin þessi millileið, það kom tillaga að breytingum frá stjórnarliðum í nefndinni, sem vildi ekki fara þá leið að setja þetta skýra ákvæði inn í lögin,“ segir Helga. „Ekki síst fólk sem er búsett hér sem heldur ekki sóttkví“ Ómar Valdimarsson, lögmaður eins þeirra sem höfðaði mál eftir að hafa verið gert að sitja sóttkví á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að í úrskurði dómara hafi komið fram að ein ástæða þess að ákvörðun sóttvarnalæknis hafi verið felld úr gildi sé þar sem hann hafi haft aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu. Helga Vala segir óvíst hvort úrskurðinn megi einnig heimfæra á fólk sem ekki er búsett hér á landi og geti því ekki setið sóttkví á heimili sínu. „Nú er það þannig að þetta er ekki síst sett á vegna þess að fólk búsett hér er ekki að halda sóttkví. Þá spyr maður, ef Þórólfur lítur svo á að það þurfi að hafa þetta, verðum við ekki að setja slíka heimild í lögin?“ spyr Helga. „Ég tel að það sé mikilvægt vegna þess að ég til mikilvægt að frelsi alls almennings á Íslandi verði ekki skert út af einstaka aðilum sem ekki halda sóttkví þrátt fyrir skylduna um það. Við búum við mjög mikla frelsisskerðingu, skólar lokuðu, vinnustaðir, íþróttir og menning lokuðu. Ég held að við séum að fórna þarna meiri hagsmunum fyrir minn með því að gera þetta svona.“ Heilbrigðisráðherra sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að hún hyggðist ekki tjá sig um úrskurðinn að svo stöddu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Dómsmál Tengdar fréttir Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. 5. apríl 2021 18:08 Von á niðurstöðu í málinu í dag: Mótfallinn lokuðu þinghaldi enda mál sem á „erindi til þjóðarinnar“ Jón Magnússon, lögmaður var mjög mótfallinn lokuðu þinghaldi í máli um sóttkvíarhótel. Hann telur málefnið eiga erindi til þjóðarinnar og segir það mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu. 5. apríl 2021 12:36 Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
„Engu að síður biðla sóttvarnayfirvöld til gesta að ljúka sóttkví á sóttkvíarhótelinu, enda er það besta leiðin til að draga úr útbreiðslu Covid-19 sjúkdómsins,“ segir í tilkynningunni. Í framhaldinu mun heilbrigðisráðherra í samráði við sóttvarnalækni skoða hvaða leið verður farin til að lágmarka áhættu á að smit berist inn í landið. „Þetta er alvarleg staða“ Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis, segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um lögmæti sóttkvíarhúsa ekki koma á óvart. „Ég hef frá því að heilbrigðisráðherra tilkynnti um fyrirhugaða skyldudvöl í sóttkvíarhúsi spurt bæði í ræðu og riti hvort hún teldi að það væri lagaheimild fyrir þessu af því að ég taldi að svo væri ekki. Hún fullyrti að svo væri,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Velferðarnefnd hefur boðað til fundar á morgun sem Helga segir að fari líklega fram eftir ríkisstjórnarfund. Allir nefndarmeðlimir hafa samþykkt fundarboðið og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fundinn. Nefndinni hefur enn ekki borist svar við fundarboði frá ráðherra. Á fundinum stendur til að ræða nýjar sóttvarnareglur á landamærunum og sérstaklega það að ferðamenn séu skikkaðir á sóttkvíarhótel. Treystir Þórólfi í einu og öllu en lagastoð vantar „Ég bara beið spennt eftir því að sjá hvað dómstólar myndu segja. Af því að þó að ég aðhyllist mjög þessar nauðsynlegu sóttvarnaráðstafanir og treysti Þórólfi í einu og öllu í hans mati þá verður að vera lagastoð fyrir þeim aðgerðum sem farið er í,“ segir Helga Vala. „Okkur er skylt að passa að lögin séu þannig að við getum farið í nauðsynlegar aðgerðir.“ Helga segir ljóst að lagastoð vanti fyrir viðlíka aðgerðum og sóttkvíarhótelið er. Þegar breytingar á sóttvarnalögum voru samþykktar á þingi í desember voru ýmis ákvæði felld úr frumvarpinu, þar á meðal heimildir til að setja á útgöngubann og að skylda fólk til að halda sóttkví á tilteknum stað. „Þess vegna var farin þessi millileið, það kom tillaga að breytingum frá stjórnarliðum í nefndinni, sem vildi ekki fara þá leið að setja þetta skýra ákvæði inn í lögin,“ segir Helga. „Ekki síst fólk sem er búsett hér sem heldur ekki sóttkví“ Ómar Valdimarsson, lögmaður eins þeirra sem höfðaði mál eftir að hafa verið gert að sitja sóttkví á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að í úrskurði dómara hafi komið fram að ein ástæða þess að ákvörðun sóttvarnalæknis hafi verið felld úr gildi sé þar sem hann hafi haft aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu. Helga Vala segir óvíst hvort úrskurðinn megi einnig heimfæra á fólk sem ekki er búsett hér á landi og geti því ekki setið sóttkví á heimili sínu. „Nú er það þannig að þetta er ekki síst sett á vegna þess að fólk búsett hér er ekki að halda sóttkví. Þá spyr maður, ef Þórólfur lítur svo á að það þurfi að hafa þetta, verðum við ekki að setja slíka heimild í lögin?“ spyr Helga. „Ég tel að það sé mikilvægt vegna þess að ég til mikilvægt að frelsi alls almennings á Íslandi verði ekki skert út af einstaka aðilum sem ekki halda sóttkví þrátt fyrir skylduna um það. Við búum við mjög mikla frelsisskerðingu, skólar lokuðu, vinnustaðir, íþróttir og menning lokuðu. Ég held að við séum að fórna þarna meiri hagsmunum fyrir minn með því að gera þetta svona.“ Heilbrigðisráðherra sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að hún hyggðist ekki tjá sig um úrskurðinn að svo stöddu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Dómsmál Tengdar fréttir Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. 5. apríl 2021 18:08 Von á niðurstöðu í málinu í dag: Mótfallinn lokuðu þinghaldi enda mál sem á „erindi til þjóðarinnar“ Jón Magnússon, lögmaður var mjög mótfallinn lokuðu þinghaldi í máli um sóttkvíarhótel. Hann telur málefnið eiga erindi til þjóðarinnar og segir það mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu. 5. apríl 2021 12:36 Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. 5. apríl 2021 18:08
Von á niðurstöðu í málinu í dag: Mótfallinn lokuðu þinghaldi enda mál sem á „erindi til þjóðarinnar“ Jón Magnússon, lögmaður var mjög mótfallinn lokuðu þinghaldi í máli um sóttkvíarhótel. Hann telur málefnið eiga erindi til þjóðarinnar og segir það mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu. 5. apríl 2021 12:36
Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05