Von á kröfugerð sóttvarnalæknis í kvöld vegna kærumála Eiður Þór Árnason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 3. apríl 2021 17:42 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna. Lögreglan Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld en þrír hafa nú lagt fram kröfu til dómsins um að ekki sé heimilt að halda þeim í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Þetta staðfestir Lárentsínus Kristjánsson dómari í skriflegu svari til fréttastofu og segir að ákvörðun verði tekin um framhaldið þegar kröfugerðin hefur borist. Að sögn Lárentsínusar er um að ræða sömu þrjár kröfur og áður höfðu borist dómnum en þær komi nú frá sóttvarnalækni líkt og sóttvarnalög ráðgeri. Aðspurður um það hvort hann geti staðfest að unnið sé að undirbúningi kröfugerðar til héraðsdóms segir sóttvarnalæknir að málið sé í ferli. RÚV greindi frá því fyrr í dag að Þórólfur hafi boðað umrædda kröfugerð. Fyrstu kröfurnar sem tengdust sóttkvíarhótelinu bárust Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en líkt og Fréttablaðið greindi frá segir í sóttvarnalögum að það sé sóttvarnalæknis eða fulltrúa landlæknis að bera lögmæti frelsissviptingar í sóttvarnaskyni undir dóm en ekki einstaklings sem er ósáttur við þá tilhögun. Þannig er það sóttvarnalæknir sem setur fram skriflega kröfu um staðfestingu á gildi slíkrar ákvörðunar hafi henni verið mótmælt. Fastlega má gera ráð fyrir því að Þórólfur muni í kröfu sinni verja þá ákvörðun að ferðamönnum sem koma frá hááhættusvæðum sé gert að dvelja á sóttkvíarhóteli. Ekki einangrunarvist Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að það væri ekki hans að taka afstöðu til þess hvort lög nái utan um úrræðið. „Það er ábyrgð heilbrigðisráðuneytisins sem setur þessar reglugerðir og ber ábyrgð á því að allt sé innan ramma laganna.“ Hann vildi jafnframt meina að ekki væri um einangrunarvist að ræða og verið væri að fylgja lögum um sóttkví. „Ég bendi á að þarna greindust einstaklingar með smit sem voru í sóttkví á hótelinu. Við erum að þessu til að reyna að koma í veg fyrir að fólk sem er í sóttkví fari að smita út frá sér. Við höfum verið með útbreiðsluna hér innanlands vegna þess, bæði í þriðju bylgjunni og svo núna undanfarið, verið aðallega vegna þess að fólk sem er í sóttkví heldur ekki sóttkvína. Það umgengst aðra, hittir aðra, gerir það sem leiðbeiningar segja til um. Og á þeim grunni þá var ákveðið að fara þessa leið,“ sagði Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fund velferðarnefndar vegna efasemda nokkurra þingmanna um lögmæti sóttkvíarhótelsins. Þórólfur sagði fyrr í dag það ekki nýtt af nálinni að fólk velti fyrir sér lögmæti sóttvarnaaðgerða. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Liðstjórinn lætur fara vel um sig á sóttkvíarhóteli með skyrbúst og enska boltann Liðstjóri U21 karlalandsliðsins í knattspyrnu er meðal þeirra sem gistir á sóttkvíarhótelinu um páskanna. Hann heldur úti stuttri dagbók um veru sína á Facebook og ætlar að njóta Enska boltans í dag. 3. apríl 2021 14:21 Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta staðfestir Lárentsínus Kristjánsson dómari í skriflegu svari til fréttastofu og segir að ákvörðun verði tekin um framhaldið þegar kröfugerðin hefur borist. Að sögn Lárentsínusar er um að ræða sömu þrjár kröfur og áður höfðu borist dómnum en þær komi nú frá sóttvarnalækni líkt og sóttvarnalög ráðgeri. Aðspurður um það hvort hann geti staðfest að unnið sé að undirbúningi kröfugerðar til héraðsdóms segir sóttvarnalæknir að málið sé í ferli. RÚV greindi frá því fyrr í dag að Þórólfur hafi boðað umrædda kröfugerð. Fyrstu kröfurnar sem tengdust sóttkvíarhótelinu bárust Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en líkt og Fréttablaðið greindi frá segir í sóttvarnalögum að það sé sóttvarnalæknis eða fulltrúa landlæknis að bera lögmæti frelsissviptingar í sóttvarnaskyni undir dóm en ekki einstaklings sem er ósáttur við þá tilhögun. Þannig er það sóttvarnalæknir sem setur fram skriflega kröfu um staðfestingu á gildi slíkrar ákvörðunar hafi henni verið mótmælt. Fastlega má gera ráð fyrir því að Þórólfur muni í kröfu sinni verja þá ákvörðun að ferðamönnum sem koma frá hááhættusvæðum sé gert að dvelja á sóttkvíarhóteli. Ekki einangrunarvist Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að það væri ekki hans að taka afstöðu til þess hvort lög nái utan um úrræðið. „Það er ábyrgð heilbrigðisráðuneytisins sem setur þessar reglugerðir og ber ábyrgð á því að allt sé innan ramma laganna.“ Hann vildi jafnframt meina að ekki væri um einangrunarvist að ræða og verið væri að fylgja lögum um sóttkví. „Ég bendi á að þarna greindust einstaklingar með smit sem voru í sóttkví á hótelinu. Við erum að þessu til að reyna að koma í veg fyrir að fólk sem er í sóttkví fari að smita út frá sér. Við höfum verið með útbreiðsluna hér innanlands vegna þess, bæði í þriðju bylgjunni og svo núna undanfarið, verið aðallega vegna þess að fólk sem er í sóttkví heldur ekki sóttkvína. Það umgengst aðra, hittir aðra, gerir það sem leiðbeiningar segja til um. Og á þeim grunni þá var ákveðið að fara þessa leið,“ sagði Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fund velferðarnefndar vegna efasemda nokkurra þingmanna um lögmæti sóttkvíarhótelsins. Þórólfur sagði fyrr í dag það ekki nýtt af nálinni að fólk velti fyrir sér lögmæti sóttvarnaaðgerða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Liðstjórinn lætur fara vel um sig á sóttkvíarhóteli með skyrbúst og enska boltann Liðstjóri U21 karlalandsliðsins í knattspyrnu er meðal þeirra sem gistir á sóttkvíarhótelinu um páskanna. Hann heldur úti stuttri dagbók um veru sína á Facebook og ætlar að njóta Enska boltans í dag. 3. apríl 2021 14:21 Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Liðstjórinn lætur fara vel um sig á sóttkvíarhóteli með skyrbúst og enska boltann Liðstjóri U21 karlalandsliðsins í knattspyrnu er meðal þeirra sem gistir á sóttkvíarhótelinu um páskanna. Hann heldur úti stuttri dagbók um veru sína á Facebook og ætlar að njóta Enska boltans í dag. 3. apríl 2021 14:21
Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16