Handbolti

Tíu ís­lensk mörk er Kristian­stad tryggði sér sæti í undan­úr­slitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Andrés Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad og fór fyrir sínum mönnum í dag.
Ólafur Andrés Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad og fór fyrir sínum mönnum í dag. Kristianstad

Alls litu tíu íslensk mörk dagsins ljós í sex marka sigri Kristianstad á Malmö er Íslendingaliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar, lokatölur 34-28.

Malmö heimsótti Kristianstad í leik sem gestirnir urðu að vinna en Íslendingaliðið var 2-1 yfir í einvíginu fyrir leik dagsins. Það var aldrei í kortunum að gestirnir væru að fara knýja fram oddaleik en heimamenn leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, staðan þá 19-15.

Kristanstad hélt dampi í síðari hálfleik þó það hafði hægst á sóknarleik beggja liða. Heimamenn unnu á endanum sex marka sigur, 34-28, og einvígið þar með 3-1.

Ólafur Andrés Guðmundsson var markahæstur í liði Kristianstad með sjö mörk og Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×