Páskaeggin við það að klárast Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2021 15:20 Það fer nú hver að verða síðastur að tryggja sér páskaegg en þau eru að klárast í flestum verslunum. Þetta staðfesta framkvæmdastjórar Hagkaup og Krónunnar og þá hefur Vísir fengið það staðfest að handgerð páskaegg Hafliða Ragnarssonar séu uppseld. „Við skiljum ekki alveg þessa aukningu sem er á milli ára því það var líka Covid-ástand á síðasta ári,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaup. Hann segir um að ræða að minnsta kosti 30 prósenta aukningu milli ára. „Það hefur verið mikill hamagangur í þessu og þetta eru síðustu eggin í öllum verslunum og ég á von á því undir lok dags í dag að það verði fá páskaegg til á Íslandi. Framleiðendur hafa verið sveittir við það síðustu daga að gera það sem hægt er og framleiða það sem þeir geta með þessum stutta fyrirvara. Þeir verða glaðir með lítil skil þetta árið,“ segir hann. Spurður að því hvort aukið úrval spili þarna inn í, svarar Sigurður játandi. „Fjölskyldur eru pottþétt að prófa að kaupa eitt aukaegg sem er öðruvísi og annað sem er hinsegin og þeir sem eru miklir nammigrísir kaupa tvö í staðinn fyrir eitt,“ segir hann. „Við erum voða miklir nammigrísir á svona dögum og þegar við erum til dæmis með danska eða ameríska daga og öðruvísi nammi þá er það voða spennandi. Og það að það sé komin fjölbreytni í þetta, það er okkur mjög að skapi.“ Meiri alvarleiki í samfélaginu síðustu páska Undir þetta tekur Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. „Þetta er algjör metsala í páskaeggjum frá upphafi Krónunnar og staðan er sú að framleiðendur hafa ekki haft undan; þeir eru bæði með fleiri vörutegundir og hafa daglega staðið í því að reyna að koma til móts við þá eftirspurn sem er í verslunum Krónunnar,“ segir hún. Unnið hafi verið að því að keyra með egg á milli verslana en í versluninni í Lindum, sem er ein af stærri Krónubúðunum, sé aðeins ein stæða eftir og hún muni örugglega klárast. Það séu helst litlu eggin sem enn eru fáanleg. Ásta segir neysluhegðunina hafa breyst vegna kórónuveirufaraldursins; fólk sé að leyfa sér að smakka fleiri en eitt egg og þá rýkur CocoPuffs úr hillunum eftir að tilkynnt var að það yrði ófánlegt innan tíðar vegna nýrrar uppskriftar sem brýtur í bága við Evrópulög. „Það er súkkulaðistemning í samfélaginu, sem gerir það að verkum að þetta er alveg einstök staða hjá okkur,“ segir Ásta. Hún segir muninn á páskunum í ár og í fyrra mögulega þann að þá hafi andrúmsloftið í samfélaginu almennt verið alvarlegra, þegar menn stóðu fyrst frammi fyrir nýrri farsótt. „Ég held persónulega að það hafi verið meira panikkástand í samfélaginu þá. Fólk var meira að hugsa um að kaupa klósettpappír og þurrvöru, og fiskibollur seldust upp. Það var öðruvísi stemning og meiri alvarleiki. Núna þekkjum við þetta og keyrum bara ferlið í gang og höfum svo kósý heima.“ Páskar Neytendur Verslun Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
„Við skiljum ekki alveg þessa aukningu sem er á milli ára því það var líka Covid-ástand á síðasta ári,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaup. Hann segir um að ræða að minnsta kosti 30 prósenta aukningu milli ára. „Það hefur verið mikill hamagangur í þessu og þetta eru síðustu eggin í öllum verslunum og ég á von á því undir lok dags í dag að það verði fá páskaegg til á Íslandi. Framleiðendur hafa verið sveittir við það síðustu daga að gera það sem hægt er og framleiða það sem þeir geta með þessum stutta fyrirvara. Þeir verða glaðir með lítil skil þetta árið,“ segir hann. Spurður að því hvort aukið úrval spili þarna inn í, svarar Sigurður játandi. „Fjölskyldur eru pottþétt að prófa að kaupa eitt aukaegg sem er öðruvísi og annað sem er hinsegin og þeir sem eru miklir nammigrísir kaupa tvö í staðinn fyrir eitt,“ segir hann. „Við erum voða miklir nammigrísir á svona dögum og þegar við erum til dæmis með danska eða ameríska daga og öðruvísi nammi þá er það voða spennandi. Og það að það sé komin fjölbreytni í þetta, það er okkur mjög að skapi.“ Meiri alvarleiki í samfélaginu síðustu páska Undir þetta tekur Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. „Þetta er algjör metsala í páskaeggjum frá upphafi Krónunnar og staðan er sú að framleiðendur hafa ekki haft undan; þeir eru bæði með fleiri vörutegundir og hafa daglega staðið í því að reyna að koma til móts við þá eftirspurn sem er í verslunum Krónunnar,“ segir hún. Unnið hafi verið að því að keyra með egg á milli verslana en í versluninni í Lindum, sem er ein af stærri Krónubúðunum, sé aðeins ein stæða eftir og hún muni örugglega klárast. Það séu helst litlu eggin sem enn eru fáanleg. Ásta segir neysluhegðunina hafa breyst vegna kórónuveirufaraldursins; fólk sé að leyfa sér að smakka fleiri en eitt egg og þá rýkur CocoPuffs úr hillunum eftir að tilkynnt var að það yrði ófánlegt innan tíðar vegna nýrrar uppskriftar sem brýtur í bága við Evrópulög. „Það er súkkulaðistemning í samfélaginu, sem gerir það að verkum að þetta er alveg einstök staða hjá okkur,“ segir Ásta. Hún segir muninn á páskunum í ár og í fyrra mögulega þann að þá hafi andrúmsloftið í samfélaginu almennt verið alvarlegra, þegar menn stóðu fyrst frammi fyrir nýrri farsótt. „Ég held persónulega að það hafi verið meira panikkástand í samfélaginu þá. Fólk var meira að hugsa um að kaupa klósettpappír og þurrvöru, og fiskibollur seldust upp. Það var öðruvísi stemning og meiri alvarleiki. Núna þekkjum við þetta og keyrum bara ferlið í gang og höfum svo kósý heima.“
Páskar Neytendur Verslun Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira