Sögulegur sigur Toronto Raptors Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2021 09:46 Pascal Siakam skoraði 36 stig í sögulegum sigri Toronto í nótt. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Toronto Raptors vann í nótt sinn stærsta sigur frá upphafi í NBA-deildinni í körfubolta. Liðið lagði Golden State Warriors með 53 stiga mun hvorki meira né minna, lokatölur 130-77. Golden State hefur nú tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum. Golden State voru án Steph Curry og Draymond Green í nótt, það var því alltaf að vitað að leikurinn yrði brekka. Raptors voru hins vegar án Kyle Lowry og svo afsakar ekkert að tapa með 53 stiga mun. Ekkert lið í deildinni hefur unnið – eða tapað – lið með jafn miklum mun á þessari leiktíð. Þarf að fara aftur til desember ársins 2018 til að finna leik þar sem munurinn var meiri þegar flautað var til leiksloka. Þá vann Boston Celtics 76 stiga sigur á Chicago Bulls, 133-57. Um er að ræða stærsta sigur í sögu Toronto Raptors. Þó það hafi vantað tvær af skærustu stjörnum Golden State þá kemur þetta verulega á óvart þar sem Raptors hafa verið slakir það sem af er tímabili. Var þetta aðeins 19. sigurleikur þeirra í 49 leikjum á leiktíðinni. Þá var þetta stærsta tap Golden State síðan liðið tapaði með 63 stiga mun gegn Los Angeles Lakers árið 1972. Hvað varðar leikinn sjálfan þá var Toronto aðeins stigi yfir eftir fyrsta leikhluta, 27-26. Í öðrum leikhluta stungu Kanadabúarnir hins vegar af og var munurinn komin upp í 30 stig í hálfleik, 62-42. Toronto skoraði síðan 46 stig gegn 14 í þriðja leikhluta en vann fjórða leikhluta aðeins með einu stigi og leikinn eins og áður sagði með 53 stiga mun, lokatölur 130-77. SPICY-P 36 PTS / 7 REB / 5 AST / 2 STL per @pskills43 che trascina i @Raptors alla vittoria 77-130 sui Golden State Warriors!#NBA | #WeTheNorth pic.twitter.com/6o5Gte7kml— NBA Italia (@NBAItalia) April 3, 2021 Pascal Siakam var stigahæstur hjá Toronto með 36 stig. Þar á eftir kom Gary Trent Jr. með 24 stig og OG Anunoby með 21 stig. Hjá Golden State var Andrew Wiggins stigahæstur með 15 stig. Golden State eru sem stendur í 10. sæti Vesturdeildarinnar með 23 sigra og 26 töp. Raptors eru í 11. sæti Austurdeildarinnar með 19 sigra og 30 töp. Körfubolti NBA Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Golden State voru án Steph Curry og Draymond Green í nótt, það var því alltaf að vitað að leikurinn yrði brekka. Raptors voru hins vegar án Kyle Lowry og svo afsakar ekkert að tapa með 53 stiga mun. Ekkert lið í deildinni hefur unnið – eða tapað – lið með jafn miklum mun á þessari leiktíð. Þarf að fara aftur til desember ársins 2018 til að finna leik þar sem munurinn var meiri þegar flautað var til leiksloka. Þá vann Boston Celtics 76 stiga sigur á Chicago Bulls, 133-57. Um er að ræða stærsta sigur í sögu Toronto Raptors. Þó það hafi vantað tvær af skærustu stjörnum Golden State þá kemur þetta verulega á óvart þar sem Raptors hafa verið slakir það sem af er tímabili. Var þetta aðeins 19. sigurleikur þeirra í 49 leikjum á leiktíðinni. Þá var þetta stærsta tap Golden State síðan liðið tapaði með 63 stiga mun gegn Los Angeles Lakers árið 1972. Hvað varðar leikinn sjálfan þá var Toronto aðeins stigi yfir eftir fyrsta leikhluta, 27-26. Í öðrum leikhluta stungu Kanadabúarnir hins vegar af og var munurinn komin upp í 30 stig í hálfleik, 62-42. Toronto skoraði síðan 46 stig gegn 14 í þriðja leikhluta en vann fjórða leikhluta aðeins með einu stigi og leikinn eins og áður sagði með 53 stiga mun, lokatölur 130-77. SPICY-P 36 PTS / 7 REB / 5 AST / 2 STL per @pskills43 che trascina i @Raptors alla vittoria 77-130 sui Golden State Warriors!#NBA | #WeTheNorth pic.twitter.com/6o5Gte7kml— NBA Italia (@NBAItalia) April 3, 2021 Pascal Siakam var stigahæstur hjá Toronto með 36 stig. Þar á eftir kom Gary Trent Jr. með 24 stig og OG Anunoby með 21 stig. Hjá Golden State var Andrew Wiggins stigahæstur með 15 stig. Golden State eru sem stendur í 10. sæti Vesturdeildarinnar með 23 sigra og 26 töp. Raptors eru í 11. sæti Austurdeildarinnar með 19 sigra og 30 töp.
Körfubolti NBA Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira