Tugþúsundir heilbrigðisstarfsmanna þjást af langvarandi Covid Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2021 08:58 Um 122 þúsund heilbrigðisstarfsmenn innan opinberu heilbrigðisþjónustunnar segjast þjást af langvarandi Covid. epa/Andy Rain Að minnsta kosti 122 þúsund starfsmenn opinberu heilbrigðisþjónustunnar (NHS) þjást af langvarandi áhrifum Covid-19, samkvæmt hagstofu Bretlands. Stjórnendur NHS eru uggandi vegna áhrifa þessa á mönnun. Samkvæmt hagstofunni er talið að um 1,1 milljón Breta þjáist af langvarandi Covid. Ef fjöldanum er skipt eftir störfum kemur í ljós að heilbrigðisstarfsfólk er fjölmennasti hópurinn sem þjáist af eftirköstum sjúkdómsins en kennarar eru næststærsti hópurinn, um 114 þúsund talsins. Samkvæmt Guardian er ástandið að koma niður á heilbrigðisþjónustunni þar sem margir þeir sem þjást af langvarandi Covid geta aðeins unnið í hlutastarfi, líður ekki nógu vel til að geta sinnt hefðbundnum skyldustörfum og/eða þurfa að taka orlof þar sem þá verkjar, eru uppgefnir eða of óskýrir í hugsun til að geta unnið. Helena McKeown, hjá bresku læknasamtökunum, segir ástandið skapa mikið álag hjá opinberu heilbrigðisþjónustunni, sem var undirmönnuð áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Um 30 þúsund heilbrigðisstarfsmenn séu nú þegar í veikindaleyfi og ef þeim fjölgi muni það hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér. Tvær konur sem stofnuðu Facebook-hóp fyrir lækna sem þjást af langvarandi Covid segja þá upplifa skömm og sektarkennd yfir því að valda auknu álagi hjá kollegum og taka ekki virkan þátt í „baráttunni gegn Covid“. Þá upplifðu þeir einnig reiði yfir því að hafa líklegast smitast í vinnunni en fá takmarkaðan stuðning í kjölfarið. Sumum hefði til dæmis verið sagt upp störfum vegna langvarandi veikinda. Umfjöllun Guardian. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sjá meira
Samkvæmt hagstofunni er talið að um 1,1 milljón Breta þjáist af langvarandi Covid. Ef fjöldanum er skipt eftir störfum kemur í ljós að heilbrigðisstarfsfólk er fjölmennasti hópurinn sem þjáist af eftirköstum sjúkdómsins en kennarar eru næststærsti hópurinn, um 114 þúsund talsins. Samkvæmt Guardian er ástandið að koma niður á heilbrigðisþjónustunni þar sem margir þeir sem þjást af langvarandi Covid geta aðeins unnið í hlutastarfi, líður ekki nógu vel til að geta sinnt hefðbundnum skyldustörfum og/eða þurfa að taka orlof þar sem þá verkjar, eru uppgefnir eða of óskýrir í hugsun til að geta unnið. Helena McKeown, hjá bresku læknasamtökunum, segir ástandið skapa mikið álag hjá opinberu heilbrigðisþjónustunni, sem var undirmönnuð áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Um 30 þúsund heilbrigðisstarfsmenn séu nú þegar í veikindaleyfi og ef þeim fjölgi muni það hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér. Tvær konur sem stofnuðu Facebook-hóp fyrir lækna sem þjást af langvarandi Covid segja þá upplifa skömm og sektarkennd yfir því að valda auknu álagi hjá kollegum og taka ekki virkan þátt í „baráttunni gegn Covid“. Þá upplifðu þeir einnig reiði yfir því að hafa líklegast smitast í vinnunni en fá takmarkaðan stuðning í kjölfarið. Sumum hefði til dæmis verið sagt upp störfum vegna langvarandi veikinda. Umfjöllun Guardian.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sjá meira