Elísabet Rut kastaði 64,39 metra en gamla metið átti Vigdís Jónsdóttir. Metið var þá 63,44 metrar en Vigdís bætti metið fimm sinnum á síðasta ári.
Elísabet átti metið á undan köstum Vigdísar á síðasta ári en með Íslandsmet dagsins er Elísabet búin að tryggja sér lágmark á HM U20, EM U20 og EM U23.
„Það var mjög góður fílingur en ég var samt ekki með neinar svakalega væntingar fyrir fyrsta mót. Markmiðið var aðallega að ná lágmörkum fyrir mótin í sumar og sjá svo bara hvað kæmi,“ sagði Elísabet.
„Það sem er næst á dagskrá er bara að æfa meira og svo verða stóru mótin eins og HM u20 vonandi bara í sumar svo maður geti keppt þar.“