Nýjasti leikmaður Lakers fór meiddur af velli eftir að tánöglin rifnaði af Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2021 14:15 Andre Drummond í baráttunni gegn Giannis Antetokounmpo í nótt. Kevork Djansezian/Getty Images Fyrsti leikur Andre Drummond fyrir Los Angeles Lakers endaði vægast sagt illa. Lakers tapaði 112-97 fyrir Milwaukee Bucks og Drummond lék ekkert í síðari hálfleik vegna meiðsla. Drummond gekk nýverið í raðir Lakers og var mikil spenna fyrir fyrsta leik hans fyrir félagið. Meistararnir þurftu nauðsynlega á hjálp að halda þar sem stórstjörnur liðsins – þeir Anthony Davis og LeBron James – eru báðar meiddar. Einnig átti Drummond að gefa Lakers mikilvæga hæð sem og gæði undir körfunni. Hann hafði ekki spilað síðan 12. febrúar og því var hann aldrei að fara spila allan leikinn í nótt. Hins vegar spilaði hann aðeins 14 mínútur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrsta leikhluta. Þá steig Brook Lopez – fyrrum leikmaður Lakers – á stóru tá hægri fótar Drummond. Hann ákvað að harka af sér og halda leik áfram en eftir að hann kom inn í hálfleik tók hann eftir því að tánöglin var einfaldlega farin af. Hann gat því ekki haldið leik áfram. „Ég pældi ekkert í þessu og hélt áfram að spila í öðru leikhluta þrátt fyrir að vera frekar illt. Í hálfleik skoðaði ég tána og sá að tánöglin var dottin af. Eftir það versnaði þetta hratt og ég gat hvorki labbað né hlaupið svo ég bað um að vera tekinn af velli,“ sagði Drummond í viðtali eftir leik. Eins og áður sagði eru meistararnir nú þegar án Davis og LeBron. Nú er ljóst að liðið verður einnig án Drummond í næstu leikjum. Lakers hefur tapað fimm af síðustu tíu leikjum sínum og er dottið niður í 4. sæti Vesturdeildarinnar með 30 sigra og 18 töp. Bæði Denver Nuggets og Portland Trail Blazers eru aðeins einum sigri frá því að jafna sigurhlutfall meistaranna og því gæti varið svo að Lakers verði komið niður í 6. sæti áður en langt um líður. Körfubolti NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Drummond gekk nýverið í raðir Lakers og var mikil spenna fyrir fyrsta leik hans fyrir félagið. Meistararnir þurftu nauðsynlega á hjálp að halda þar sem stórstjörnur liðsins – þeir Anthony Davis og LeBron James – eru báðar meiddar. Einnig átti Drummond að gefa Lakers mikilvæga hæð sem og gæði undir körfunni. Hann hafði ekki spilað síðan 12. febrúar og því var hann aldrei að fara spila allan leikinn í nótt. Hins vegar spilaði hann aðeins 14 mínútur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrsta leikhluta. Þá steig Brook Lopez – fyrrum leikmaður Lakers – á stóru tá hægri fótar Drummond. Hann ákvað að harka af sér og halda leik áfram en eftir að hann kom inn í hálfleik tók hann eftir því að tánöglin var einfaldlega farin af. Hann gat því ekki haldið leik áfram. „Ég pældi ekkert í þessu og hélt áfram að spila í öðru leikhluta þrátt fyrir að vera frekar illt. Í hálfleik skoðaði ég tána og sá að tánöglin var dottin af. Eftir það versnaði þetta hratt og ég gat hvorki labbað né hlaupið svo ég bað um að vera tekinn af velli,“ sagði Drummond í viðtali eftir leik. Eins og áður sagði eru meistararnir nú þegar án Davis og LeBron. Nú er ljóst að liðið verður einnig án Drummond í næstu leikjum. Lakers hefur tapað fimm af síðustu tíu leikjum sínum og er dottið niður í 4. sæti Vesturdeildarinnar með 30 sigra og 18 töp. Bæði Denver Nuggets og Portland Trail Blazers eru aðeins einum sigri frá því að jafna sigurhlutfall meistaranna og því gæti varið svo að Lakers verði komið niður í 6. sæti áður en langt um líður.
Körfubolti NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira