Kostnaður vegna reglna á landamærum íþyngjandi fyrir námsmenn: „Þetta getur hlaupið á hundrað þúsund kalli“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2021 12:00 Frá og með deginum í dag verður þeim sem koma frá tilgreindum ríkjum gert að dvelja í sóttvarnahúsi. Til stendur að rukka fyrir hverja nótt í sóttvarnahúsi sem Ragnar Auðun Árnason, stjórnarmaður hjá SÍNE, segir vera verulega íþyngjandi fyrir námsmenn. Vísir/aðsend Kostnaður vegna sóttvarnaaðgerða á landamærum getur verið verulega íþyngjandi fyrir íslenska námsmenn erlendis sem hyggjast koma heim að mati Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Samtökin vonast til að eiga samtal við heilbrigðisráðuneytið um leiðir til að draga úr kostnaði fyrir þá sem standa verr fjárhagslega. Námsmenn líkt og aðrir sem koma til landsins frá ríkjum þar sem nýgengi smita af völdum kórónuveirunnar er yfir ákveðnum mörkum þurfa frá og með deginum í dag að dvelja í sóttvarnahúsi í minnst fimm daga. Þetta á til að mynda við um þá sem koma frá Svíþjóð, Frakklandi og Belgíu auk fleiri ríkja sem eru dökkrauð eða grá samkvæmt upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópu. Sóttvarnalæknir mun jafnframt reglulega birta lista yfir þau svæði sem falla undir ákvæðið. Heilbrigðisráðherra greindi frá því á þriðjudaginn að frá og með 11. apríl muni þeir sem dvelja í sóttvarnahúsi þurfa að greiða tíu þúsund krónur fyrir hverja nótt á hvert herbergi. Kostnaður á við heilan mánuð af framfærslu námsmanns „Við tókum þetta fyrir um leið og þetta gerðist og síðan höfum við heyrt í námsmönnum, sérstaklega frá Svíþjóð, sem er náttúrlega eitt af vinsælli námslöndunum fyrir íslenska námsmenn. Þetta náttúrlega getur orðið talsvert kostnaðarsamt,“ segir Ragnar Auðun Árnason, stjórnarmaður og fulltrúi SÍNE í stjórn Menntasjóðs námsmanna. „Þó að það sé búið að stilla kostnaði í hóf og fimmtíu þúsund kall sé nú ekkert það mikið en þá kosta PCR-prófin líka og þetta getur hlaupið á hundrað þúsund kalli, bara kostnaður vegna PCR-prófa og sóttvarnahúsið og síðan leggst fluggjaldið ofan á það. Þetta getur orðið mánaðarframfærsla hjá Menntasjóði námsmanna sem fólk þarf að borga til þess að komast heim,“ segir Ragnar en ætla má að kostnaður vegna dvalar í sóttvarnahúsi verði enn hærri ef viðkomandi greinist með veiruna og þarf að vera lengur í einangrun. Hefur hinn almenni námsmaður efni á þessu? „Mér finnst það ólíklegt, ef hann fær ekki einhvern styrk til þess þá finnst mér það ólíklegt. En það fer bara eftir stöðu námsmann en ég held það lendi mjög margir í vandræðum með þetta ef þeir fá ekki hjálp frá einhverjum sem getur þá kannski borgað þetta niður á lengri tíma,“ svarar Ragnar. Ætlar SÍNE að beita sér fyrir því að námsmenn fái einhvern afslátt eða eitthvað slíkt? „Já við höfum hugsað okkur það að reyna að opna á samtal við heilbrigðisráðuneytið um að fólk sem er erfiðlega fjárhagslega statt muni mögulega fá að borga minna fyrir farsóttarhúsin heldur en þeir sem kannski eru að koma hérna í frí á meðan aðrir þurfa að koma hingað í vinnu yfir sumarið af því þeir eru ekki með greiðslur frá námslánasjóðnum yfir sumarið og þurfa þar af leiðandi að koma heim og vinna.“ Vantar varnagla í úthlutunarreglur Ragnar skrifaði grein ásamt Bjarka Þór Grönfeldt, sem einnig situr í stjórn SÍNE, í Fréttablaðið fyrr í vikunni um stöðu námsmanna erlendis í ljósi kórónuveirufaraldursins. „Greinin snérist um það að stjórnvöld kæmu til móts við íslenska námsmenn erlendis sem væru að reyna að komast heim útaf heimsfaraldrinum og sama dag þá kemur þessi ákvörðun um að það muni kosta að vera í sóttvarnarhúsum, svona frekar óheppilegt,“ segir Ragnar. „En hún snéri líka að því að Menntasjóðurinn myndi setja varnagla við þessar úthlutunarreglur sem að komu út í gær um að ef að krónan veikist talsvert þá þurfi að endurskoða það hverjir eiga rétt á staðaruppbót og við hörmuðum það og sendum frá okkur yfirlýsingu um það að það hafi verið dapurlegt að ráðherra hafi ekki séð sér fært að setja svona auðveldan varnagla inn í úthlutunarreglurnar sem og að hún hækkaði ekki hámark skólagjaldalána sem hefur verið baráttumál okkar í vetur,“ segir Ragnar. Námslán Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Námsmenn líkt og aðrir sem koma til landsins frá ríkjum þar sem nýgengi smita af völdum kórónuveirunnar er yfir ákveðnum mörkum þurfa frá og með deginum í dag að dvelja í sóttvarnahúsi í minnst fimm daga. Þetta á til að mynda við um þá sem koma frá Svíþjóð, Frakklandi og Belgíu auk fleiri ríkja sem eru dökkrauð eða grá samkvæmt upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópu. Sóttvarnalæknir mun jafnframt reglulega birta lista yfir þau svæði sem falla undir ákvæðið. Heilbrigðisráðherra greindi frá því á þriðjudaginn að frá og með 11. apríl muni þeir sem dvelja í sóttvarnahúsi þurfa að greiða tíu þúsund krónur fyrir hverja nótt á hvert herbergi. Kostnaður á við heilan mánuð af framfærslu námsmanns „Við tókum þetta fyrir um leið og þetta gerðist og síðan höfum við heyrt í námsmönnum, sérstaklega frá Svíþjóð, sem er náttúrlega eitt af vinsælli námslöndunum fyrir íslenska námsmenn. Þetta náttúrlega getur orðið talsvert kostnaðarsamt,“ segir Ragnar Auðun Árnason, stjórnarmaður og fulltrúi SÍNE í stjórn Menntasjóðs námsmanna. „Þó að það sé búið að stilla kostnaði í hóf og fimmtíu þúsund kall sé nú ekkert það mikið en þá kosta PCR-prófin líka og þetta getur hlaupið á hundrað þúsund kalli, bara kostnaður vegna PCR-prófa og sóttvarnahúsið og síðan leggst fluggjaldið ofan á það. Þetta getur orðið mánaðarframfærsla hjá Menntasjóði námsmanna sem fólk þarf að borga til þess að komast heim,“ segir Ragnar en ætla má að kostnaður vegna dvalar í sóttvarnahúsi verði enn hærri ef viðkomandi greinist með veiruna og þarf að vera lengur í einangrun. Hefur hinn almenni námsmaður efni á þessu? „Mér finnst það ólíklegt, ef hann fær ekki einhvern styrk til þess þá finnst mér það ólíklegt. En það fer bara eftir stöðu námsmann en ég held það lendi mjög margir í vandræðum með þetta ef þeir fá ekki hjálp frá einhverjum sem getur þá kannski borgað þetta niður á lengri tíma,“ svarar Ragnar. Ætlar SÍNE að beita sér fyrir því að námsmenn fái einhvern afslátt eða eitthvað slíkt? „Já við höfum hugsað okkur það að reyna að opna á samtal við heilbrigðisráðuneytið um að fólk sem er erfiðlega fjárhagslega statt muni mögulega fá að borga minna fyrir farsóttarhúsin heldur en þeir sem kannski eru að koma hérna í frí á meðan aðrir þurfa að koma hingað í vinnu yfir sumarið af því þeir eru ekki með greiðslur frá námslánasjóðnum yfir sumarið og þurfa þar af leiðandi að koma heim og vinna.“ Vantar varnagla í úthlutunarreglur Ragnar skrifaði grein ásamt Bjarka Þór Grönfeldt, sem einnig situr í stjórn SÍNE, í Fréttablaðið fyrr í vikunni um stöðu námsmanna erlendis í ljósi kórónuveirufaraldursins. „Greinin snérist um það að stjórnvöld kæmu til móts við íslenska námsmenn erlendis sem væru að reyna að komast heim útaf heimsfaraldrinum og sama dag þá kemur þessi ákvörðun um að það muni kosta að vera í sóttvarnarhúsum, svona frekar óheppilegt,“ segir Ragnar. „En hún snéri líka að því að Menntasjóðurinn myndi setja varnagla við þessar úthlutunarreglur sem að komu út í gær um að ef að krónan veikist talsvert þá þurfi að endurskoða það hverjir eiga rétt á staðaruppbót og við hörmuðum það og sendum frá okkur yfirlýsingu um það að það hafi verið dapurlegt að ráðherra hafi ekki séð sér fært að setja svona auðveldan varnagla inn í úthlutunarreglurnar sem og að hún hækkaði ekki hámark skólagjaldalána sem hefur verið baráttumál okkar í vetur,“ segir Ragnar.
Námslán Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira