Lakers tapaði enn og aftur, Harden lagði gömlu félagana, Booker og Doncic sjóðandi heitir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2021 10:00 Luka Dončić lét ekkert stöðva sig í nótt. EPA-EFE/CJ GUNTHER Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar ber helst að nefna að Los Angeles Lakers tapaði 112-97 gegn Milwaukee Bucks, Brooklyn Nets lagði Houston Rockets 120-108 og Dallas Mavericks vann Boston Celtics 113-108. Þá var Devin Booker sjóðandi heitur í enn einum sigri Phoenix Suns en liðið vann fimm stiga sigur á Chicago Bulls, 121-116. Það var vitað að ríkjandi meistarar í Los Angeles Lakers ættu erfiðan leik fyrir höndum gegn Giannis Antetokounmpo og félögum í Milwaukee Bucks þar sem LeBron James og Anthony Davis eru enn frá. Lakers byrjaði þó frábærlega og skoruðu 30 stig í fyrsta leikhluta, þar af voru átta úr þriggja stiga skotum. Sóknarleikur liðsins hrundi hins vegar í öðrum leikhluta, liðið skoraði aðeins 19 stig og var átta stigum undir í hálfleik, staðan þá 57-49. Bucks reyndust sterkari aðilinn í síðari hálfleik og unnu á endanum 15 stiga sigur, 112-97. Jrue Holiday var stigaæstur í liði Bucks með 28 stig, þar á eftir kom Giannis með 25 stig ásamt því að hann tók 10 fráköst. Hjá Lakers var Montrezl Harrell stigahæstur með 19 stig á meðan Dennis Schröder skoraði 17 stig og gaf átta stoðsendingar. Nýi maðurinn Andre Drummond lék aðeins 14 mínútur, skoraði fjögur stig, gaf tvær stoðsendingar og tók eitt frákast. Jrue & Giannis come through on both ends in the @Bucks road win! #FearTheDeer @Jrue_Holiday11: 28 PTS, 4 STL@Giannis_An34: 25 PTS, 3 BLK pic.twitter.com/0YkDSqi3UJ— NBA (@NBA) April 1, 2021 Hoston Rockets byrjaði leikinn gegn Brooklyn Nets frábærlega, skoruðu 42 stig í fyrsta leikhluta og voru 11 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 68-57. Leikmenn Nets stigu heldur betur upp í síðari hálfleik á meðan sóknarleikur Houston einfaldlega hrundi. Liðið skoraði aðeins 40 stig í öllum síðari hálfleik á meðan Nets skoruðu 63 og unnu leikinn 120-108. James Harden var heldur rólegur gegn sínum gömlu félögum en hann skoraði 17 stig, gaf sex stoðsendingar og tók átta fráköst á þeim 27 mínútum sem hann spilaði. Kyrie Irving spilaði 39 mínútur og nýtti þær til hins ítrasta, hann skoraði 31 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók sex fráköst. Þá skoraði Joe Harris 28 stig. Hjá Rockets var Kevin Porter Jr. með 20 stig. 31 points & a season-high 12 dimes for @KyrieIrving as the @BrooklynNets move into 1st place out East! pic.twitter.com/vufIzOq7cb— NBA (@NBA) April 1, 2021 Leikur Boston Celtics og Dallas Mavericks var vægast sagt tvískiptur. Dallas voru 19 stigum yfir í hálfleik, 64-45. Boston gáfu allt sem þeir áttu í síðari hálfleikinn og þá aðallega fjórða leikhlut asem þeir unnu með 12 stiga mun en allt kom fyrir ekki, lokatölur 113-108 Dallas í vil. Luka Dončić var að venju frábær í liði Dallas en hann skoraði 36 stig ásamt því að taka átta fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Jalen Brunson kom þar á eftir með 21 stig. Hjá Celtics skoruðu þrír leikmenn yfir 20 stig. Jayson Tatum var stigahæstur með 25 stig, Jaylen Brown skoraði 24 og Kemba Walker skoraði 22 stig. 36 PTS 11-15 FGM 7 3PM@luka7doncic had the stepback stuck on automatic tonight. #MFFL pic.twitter.com/M6zqqIXluK— NBA (@NBA) April 1, 2021 Devin Booker skoraði 45 stig í fimm stiga sigri Suns á Chicago Bulls. Ótrúlegur leikur og Suns eru komnir upp í 2. sæti Vesturdeildar eftir fjóra sigra í röð. Chris Paul skoraði 19 stig og gaf 14 stoðsendingar í liði Suns í nótt. 45 points. 17-24 shooting.@DevinBook CATCHES in @Suns W! pic.twitter.com/LpBUio3SeP— NBA (@NBA) April 1, 2021 Önnur úrslit Detroit Pistons 101 – 124 Portland Trail Blazers Indiana Pacers 87 – 92 Miami Heat Memphis Grizzlies 107 – 111 Utah JazzOklahoma City Thunder 113 – 103 Toronto RaptorsMinnesota Timberwolves 102 - 101 New York KnicksSan Antonio Spurs 120 – 106 Sacramento Kings Staðan Í Austurdeildinni er Brooklyn Nets á toppnum með 33 sigra og 15 töp. Þar á eftir koma Philadelphia 76ers [32-15] og Milwaukee Bucks [30-17]. Charlotte Hornets er svo óvænt í 4. sæti [24-22]. Í Vesturdeildinni er Utah Jazz sem fyrr á toppnum [36-11], Phoenix Suns er komið upp í annað sætið [33-14] á meðan Los Angeles Clippers [32-17] og Lakers [30-18] koma þar á eftir. Denver Nuggets og Portland eru svo aðeins sigri frá því að jafna Lakers í sigurfjölda og meistararnir gætu hrapað mjög hratt niður ef þeir fara ekki að vinna leiki. Körfubolti NBA Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira
Þá var Devin Booker sjóðandi heitur í enn einum sigri Phoenix Suns en liðið vann fimm stiga sigur á Chicago Bulls, 121-116. Það var vitað að ríkjandi meistarar í Los Angeles Lakers ættu erfiðan leik fyrir höndum gegn Giannis Antetokounmpo og félögum í Milwaukee Bucks þar sem LeBron James og Anthony Davis eru enn frá. Lakers byrjaði þó frábærlega og skoruðu 30 stig í fyrsta leikhluta, þar af voru átta úr þriggja stiga skotum. Sóknarleikur liðsins hrundi hins vegar í öðrum leikhluta, liðið skoraði aðeins 19 stig og var átta stigum undir í hálfleik, staðan þá 57-49. Bucks reyndust sterkari aðilinn í síðari hálfleik og unnu á endanum 15 stiga sigur, 112-97. Jrue Holiday var stigaæstur í liði Bucks með 28 stig, þar á eftir kom Giannis með 25 stig ásamt því að hann tók 10 fráköst. Hjá Lakers var Montrezl Harrell stigahæstur með 19 stig á meðan Dennis Schröder skoraði 17 stig og gaf átta stoðsendingar. Nýi maðurinn Andre Drummond lék aðeins 14 mínútur, skoraði fjögur stig, gaf tvær stoðsendingar og tók eitt frákast. Jrue & Giannis come through on both ends in the @Bucks road win! #FearTheDeer @Jrue_Holiday11: 28 PTS, 4 STL@Giannis_An34: 25 PTS, 3 BLK pic.twitter.com/0YkDSqi3UJ— NBA (@NBA) April 1, 2021 Hoston Rockets byrjaði leikinn gegn Brooklyn Nets frábærlega, skoruðu 42 stig í fyrsta leikhluta og voru 11 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 68-57. Leikmenn Nets stigu heldur betur upp í síðari hálfleik á meðan sóknarleikur Houston einfaldlega hrundi. Liðið skoraði aðeins 40 stig í öllum síðari hálfleik á meðan Nets skoruðu 63 og unnu leikinn 120-108. James Harden var heldur rólegur gegn sínum gömlu félögum en hann skoraði 17 stig, gaf sex stoðsendingar og tók átta fráköst á þeim 27 mínútum sem hann spilaði. Kyrie Irving spilaði 39 mínútur og nýtti þær til hins ítrasta, hann skoraði 31 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók sex fráköst. Þá skoraði Joe Harris 28 stig. Hjá Rockets var Kevin Porter Jr. með 20 stig. 31 points & a season-high 12 dimes for @KyrieIrving as the @BrooklynNets move into 1st place out East! pic.twitter.com/vufIzOq7cb— NBA (@NBA) April 1, 2021 Leikur Boston Celtics og Dallas Mavericks var vægast sagt tvískiptur. Dallas voru 19 stigum yfir í hálfleik, 64-45. Boston gáfu allt sem þeir áttu í síðari hálfleikinn og þá aðallega fjórða leikhlut asem þeir unnu með 12 stiga mun en allt kom fyrir ekki, lokatölur 113-108 Dallas í vil. Luka Dončić var að venju frábær í liði Dallas en hann skoraði 36 stig ásamt því að taka átta fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Jalen Brunson kom þar á eftir með 21 stig. Hjá Celtics skoruðu þrír leikmenn yfir 20 stig. Jayson Tatum var stigahæstur með 25 stig, Jaylen Brown skoraði 24 og Kemba Walker skoraði 22 stig. 36 PTS 11-15 FGM 7 3PM@luka7doncic had the stepback stuck on automatic tonight. #MFFL pic.twitter.com/M6zqqIXluK— NBA (@NBA) April 1, 2021 Devin Booker skoraði 45 stig í fimm stiga sigri Suns á Chicago Bulls. Ótrúlegur leikur og Suns eru komnir upp í 2. sæti Vesturdeildar eftir fjóra sigra í röð. Chris Paul skoraði 19 stig og gaf 14 stoðsendingar í liði Suns í nótt. 45 points. 17-24 shooting.@DevinBook CATCHES in @Suns W! pic.twitter.com/LpBUio3SeP— NBA (@NBA) April 1, 2021 Önnur úrslit Detroit Pistons 101 – 124 Portland Trail Blazers Indiana Pacers 87 – 92 Miami Heat Memphis Grizzlies 107 – 111 Utah JazzOklahoma City Thunder 113 – 103 Toronto RaptorsMinnesota Timberwolves 102 - 101 New York KnicksSan Antonio Spurs 120 – 106 Sacramento Kings Staðan Í Austurdeildinni er Brooklyn Nets á toppnum með 33 sigra og 15 töp. Þar á eftir koma Philadelphia 76ers [32-15] og Milwaukee Bucks [30-17]. Charlotte Hornets er svo óvænt í 4. sæti [24-22]. Í Vesturdeildinni er Utah Jazz sem fyrr á toppnum [36-11], Phoenix Suns er komið upp í annað sætið [33-14] á meðan Los Angeles Clippers [32-17] og Lakers [30-18] koma þar á eftir. Denver Nuggets og Portland eru svo aðeins sigri frá því að jafna Lakers í sigurfjölda og meistararnir gætu hrapað mjög hratt niður ef þeir fara ekki að vinna leiki.
Körfubolti NBA Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum