Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2021 07:59 Skjáskot úr myndbandi úr búkmyndavél eins lögreglumannsins. Court TV/AP Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. Í myndböndum, sem höfðu ekki verið gerð opinber, sjást samskipti lögreglunnar og Floyds, meðal annars þegar sá síðarnefndi er kominn inn í lögreglubíl og segist ekki vera vondur maður. Myndskeið úr búkmyndavélum þriggja lögreglumanna, þeirra Thomas Lane, J Alexander Kueng og Tou Thao voru sýnd, en búkmyndavél Chauvins féll til jarðar við handtökuna og sýndi því ekkert myndefni, aðeins hljóð, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu. Í einu myndskeiðanna má sjá og heyra þegar Floyd, sem er á þeim tímapunkti kominn í handjárn, biður lögreglumennina um að skjóta sig ekki. Hann segist ekki vera að streitast á móti og kveðst vera tilbúinn að gera allt sem lögreglan segir honum að gera. Þá sést þegar lögreglumennirnir reyna að koma Floyd inn í lögreglubílinn og hann streitist á móti og kveðst vera með innilokunarkennd og kvíða. Floyd var síðar dreginn út úr lögreglubílnum og tekinn tökum þar sem hann lá á götunni. Þá heyrist þegar vegfarendur byrja að kalla eftir því við lögregluna að hætta að halda Floyd niðri og kanna hvort hann sé með hjartslátt. Ætla að sýna fram á aðra dánarorsök Réttarhöldin yfir Chauvin hófust í vikunni og hafa vakið mikla athygli, bæði í Bandaríkjunum og víðar. Dauði George Floyd olli mótmælaöldu víða um heim, þar sem mótmælendur kröfðust þess að lögregla hætti að drepa svart, óvopnað fólk og kölluðu eftir því að dregið yrði úr himinháum fjárútlátum til bandarískra lögreglusveita. Verjendur Chauvins virðast ætla að sýna fram á að dánarorsök Floyds, sem lést 25. maí á síðasta ári, hafi verið allt önnur en sú staðreynd að Chauvin kraup á hálsi hans í níu mínútur og 29 sekúndur. Hafa þeir haldið því fram við kviðdóminn að hjartasjúkdómur Floyds, í bland við meinta fíkniefnaneyslu, hafi valdið dauða hans. Þá byggja verjendur einnig á því að hegðun vitna að dauða Floyds hafi verið ógnandi við lögreglumenn á vettvangi. Því hafa vitni sem leidd hafa verið fyrir dóminn hafnað. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Í myndböndum, sem höfðu ekki verið gerð opinber, sjást samskipti lögreglunnar og Floyds, meðal annars þegar sá síðarnefndi er kominn inn í lögreglubíl og segist ekki vera vondur maður. Myndskeið úr búkmyndavélum þriggja lögreglumanna, þeirra Thomas Lane, J Alexander Kueng og Tou Thao voru sýnd, en búkmyndavél Chauvins féll til jarðar við handtökuna og sýndi því ekkert myndefni, aðeins hljóð, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu. Í einu myndskeiðanna má sjá og heyra þegar Floyd, sem er á þeim tímapunkti kominn í handjárn, biður lögreglumennina um að skjóta sig ekki. Hann segist ekki vera að streitast á móti og kveðst vera tilbúinn að gera allt sem lögreglan segir honum að gera. Þá sést þegar lögreglumennirnir reyna að koma Floyd inn í lögreglubílinn og hann streitist á móti og kveðst vera með innilokunarkennd og kvíða. Floyd var síðar dreginn út úr lögreglubílnum og tekinn tökum þar sem hann lá á götunni. Þá heyrist þegar vegfarendur byrja að kalla eftir því við lögregluna að hætta að halda Floyd niðri og kanna hvort hann sé með hjartslátt. Ætla að sýna fram á aðra dánarorsök Réttarhöldin yfir Chauvin hófust í vikunni og hafa vakið mikla athygli, bæði í Bandaríkjunum og víðar. Dauði George Floyd olli mótmælaöldu víða um heim, þar sem mótmælendur kröfðust þess að lögregla hætti að drepa svart, óvopnað fólk og kölluðu eftir því að dregið yrði úr himinháum fjárútlátum til bandarískra lögreglusveita. Verjendur Chauvins virðast ætla að sýna fram á að dánarorsök Floyds, sem lést 25. maí á síðasta ári, hafi verið allt önnur en sú staðreynd að Chauvin kraup á hálsi hans í níu mínútur og 29 sekúndur. Hafa þeir haldið því fram við kviðdóminn að hjartasjúkdómur Floyds, í bland við meinta fíkniefnaneyslu, hafi valdið dauða hans. Þá byggja verjendur einnig á því að hegðun vitna að dauða Floyds hafi verið ógnandi við lögreglumenn á vettvangi. Því hafa vitni sem leidd hafa verið fyrir dóminn hafnað.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55
„Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23