Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2021 07:59 Skjáskot úr myndbandi úr búkmyndavél eins lögreglumannsins. Court TV/AP Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. Í myndböndum, sem höfðu ekki verið gerð opinber, sjást samskipti lögreglunnar og Floyds, meðal annars þegar sá síðarnefndi er kominn inn í lögreglubíl og segist ekki vera vondur maður. Myndskeið úr búkmyndavélum þriggja lögreglumanna, þeirra Thomas Lane, J Alexander Kueng og Tou Thao voru sýnd, en búkmyndavél Chauvins féll til jarðar við handtökuna og sýndi því ekkert myndefni, aðeins hljóð, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu. Í einu myndskeiðanna má sjá og heyra þegar Floyd, sem er á þeim tímapunkti kominn í handjárn, biður lögreglumennina um að skjóta sig ekki. Hann segist ekki vera að streitast á móti og kveðst vera tilbúinn að gera allt sem lögreglan segir honum að gera. Þá sést þegar lögreglumennirnir reyna að koma Floyd inn í lögreglubílinn og hann streitist á móti og kveðst vera með innilokunarkennd og kvíða. Floyd var síðar dreginn út úr lögreglubílnum og tekinn tökum þar sem hann lá á götunni. Þá heyrist þegar vegfarendur byrja að kalla eftir því við lögregluna að hætta að halda Floyd niðri og kanna hvort hann sé með hjartslátt. Ætla að sýna fram á aðra dánarorsök Réttarhöldin yfir Chauvin hófust í vikunni og hafa vakið mikla athygli, bæði í Bandaríkjunum og víðar. Dauði George Floyd olli mótmælaöldu víða um heim, þar sem mótmælendur kröfðust þess að lögregla hætti að drepa svart, óvopnað fólk og kölluðu eftir því að dregið yrði úr himinháum fjárútlátum til bandarískra lögreglusveita. Verjendur Chauvins virðast ætla að sýna fram á að dánarorsök Floyds, sem lést 25. maí á síðasta ári, hafi verið allt önnur en sú staðreynd að Chauvin kraup á hálsi hans í níu mínútur og 29 sekúndur. Hafa þeir haldið því fram við kviðdóminn að hjartasjúkdómur Floyds, í bland við meinta fíkniefnaneyslu, hafi valdið dauða hans. Þá byggja verjendur einnig á því að hegðun vitna að dauða Floyds hafi verið ógnandi við lögreglumenn á vettvangi. Því hafa vitni sem leidd hafa verið fyrir dóminn hafnað. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira
Í myndböndum, sem höfðu ekki verið gerð opinber, sjást samskipti lögreglunnar og Floyds, meðal annars þegar sá síðarnefndi er kominn inn í lögreglubíl og segist ekki vera vondur maður. Myndskeið úr búkmyndavélum þriggja lögreglumanna, þeirra Thomas Lane, J Alexander Kueng og Tou Thao voru sýnd, en búkmyndavél Chauvins féll til jarðar við handtökuna og sýndi því ekkert myndefni, aðeins hljóð, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu. Í einu myndskeiðanna má sjá og heyra þegar Floyd, sem er á þeim tímapunkti kominn í handjárn, biður lögreglumennina um að skjóta sig ekki. Hann segist ekki vera að streitast á móti og kveðst vera tilbúinn að gera allt sem lögreglan segir honum að gera. Þá sést þegar lögreglumennirnir reyna að koma Floyd inn í lögreglubílinn og hann streitist á móti og kveðst vera með innilokunarkennd og kvíða. Floyd var síðar dreginn út úr lögreglubílnum og tekinn tökum þar sem hann lá á götunni. Þá heyrist þegar vegfarendur byrja að kalla eftir því við lögregluna að hætta að halda Floyd niðri og kanna hvort hann sé með hjartslátt. Ætla að sýna fram á aðra dánarorsök Réttarhöldin yfir Chauvin hófust í vikunni og hafa vakið mikla athygli, bæði í Bandaríkjunum og víðar. Dauði George Floyd olli mótmælaöldu víða um heim, þar sem mótmælendur kröfðust þess að lögregla hætti að drepa svart, óvopnað fólk og kölluðu eftir því að dregið yrði úr himinháum fjárútlátum til bandarískra lögreglusveita. Verjendur Chauvins virðast ætla að sýna fram á að dánarorsök Floyds, sem lést 25. maí á síðasta ári, hafi verið allt önnur en sú staðreynd að Chauvin kraup á hálsi hans í níu mínútur og 29 sekúndur. Hafa þeir haldið því fram við kviðdóminn að hjartasjúkdómur Floyds, í bland við meinta fíkniefnaneyslu, hafi valdið dauða hans. Þá byggja verjendur einnig á því að hegðun vitna að dauða Floyds hafi verið ógnandi við lögreglumenn á vettvangi. Því hafa vitni sem leidd hafa verið fyrir dóminn hafnað.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira
Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55
„Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23