Ætlar í mál við Seltjarnarnesbæ og hugsanlega einstaka starfsmenn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2021 12:09 Margrét Lillý er ekki reið út í móður sína, hún segir hana veika og þurfa aðstoð. Kerfið hafi brugðist þeim báðum. vísir/villi Seltjarnarnesbær hefur hafnað bótaskyldu í máli Margrétar Lillýar Einarsdóttur, stúlku sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Margrét Lillý ætlar að höfða bótamál gegn bænum og hugsanlega einstaka starfsmönnum sem komu að máli hennar. Margrét Lillý sagði átakanlega sögu sína í Kompás haustið 2019, þá 17 ára gömul og nýflutt til föður síns. Hún sagðist hafa búið við vanrækslu og ofbeldi alla ævi af hendi móður sinnar, sem glímur við alvarleg andleg veikindi. Í þættinum kom fram að margar tilkynningar hefðu borist barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi án þess að brugðist hafi verið við með eðlilegum hætti. Móðirin hélt alltaf forsjá. Í skýrslu Barnarverndarstofu um málið, sem kom út í febrúar, kemur fram að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á máli Margrétar. Meðal annars kemur fram að tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Hvorki barnið né foreldrar þess hafi fengið nauðsynlegan stuðning. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, segir að eftir að skýrsluna hafi skaðabótakrafa verið lögð fram gegn Seltjarnarnesbæ. „Í kjölfarið af því að við sendum kröfu á lögmann bæjarins fáum við svar, sem er varla hálf blaðsíða, þar sem öllum kröfum umbjóðanda míns er hafnað. Og það finnst mér skjóta skökku við. Sérstaklega þegar bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar hefur beðist afsökunar, í sjónvarpsviðtali, á þeirra þætti í málinu,“ segir Sævar þór og bætir við að í bréfinu frá bænum sé bótaskyldu hafnað án frekari rökstuðnings. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, segir mikil vonbrigði að bærinn hafni bótaskyldu. „Það eru mikil vonbrigði í því að það sé verið að vinna málið með þessum hætti sérstaklega þegar það liggur fyrir að Barnaverndarstofa hafi talið að það hafi ekki verið unnið rétt í málinu.“ segir Sævar. Það sé alvarlegt að bærinn axli ekki ábyrgð í máli sem þessu. „Þetta er mikið „prinsipp" mál og umbjóðandi minn ætlar ekki að láta hér við sitja. Næsta skref í málinu er að skoða bótagrundvöll gegn einstaklingum sem eiga þátt í málinu og bænum. Og það er málshöfðun sem er næsta skref,“ segir Sævar Þór. Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. 8. febrúar 2021 20:01 Alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Seltjarnarnesbæjar á máli stúlkunnar Barnaverndarstofa telur verulega annmarka hafa verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi á máli stúlku, sem segist hafa búið við ofbeldi og vanrækslu á heimili í bænum um árabil. Lögmaður stúlkunnar telur yfirvöld hafa brotið gegn henni með alvarlegum hætti. 5. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Sjá meira
Margrét Lillý sagði átakanlega sögu sína í Kompás haustið 2019, þá 17 ára gömul og nýflutt til föður síns. Hún sagðist hafa búið við vanrækslu og ofbeldi alla ævi af hendi móður sinnar, sem glímur við alvarleg andleg veikindi. Í þættinum kom fram að margar tilkynningar hefðu borist barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi án þess að brugðist hafi verið við með eðlilegum hætti. Móðirin hélt alltaf forsjá. Í skýrslu Barnarverndarstofu um málið, sem kom út í febrúar, kemur fram að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á máli Margrétar. Meðal annars kemur fram að tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Hvorki barnið né foreldrar þess hafi fengið nauðsynlegan stuðning. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, segir að eftir að skýrsluna hafi skaðabótakrafa verið lögð fram gegn Seltjarnarnesbæ. „Í kjölfarið af því að við sendum kröfu á lögmann bæjarins fáum við svar, sem er varla hálf blaðsíða, þar sem öllum kröfum umbjóðanda míns er hafnað. Og það finnst mér skjóta skökku við. Sérstaklega þegar bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar hefur beðist afsökunar, í sjónvarpsviðtali, á þeirra þætti í málinu,“ segir Sævar þór og bætir við að í bréfinu frá bænum sé bótaskyldu hafnað án frekari rökstuðnings. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, segir mikil vonbrigði að bærinn hafni bótaskyldu. „Það eru mikil vonbrigði í því að það sé verið að vinna málið með þessum hætti sérstaklega þegar það liggur fyrir að Barnaverndarstofa hafi talið að það hafi ekki verið unnið rétt í málinu.“ segir Sævar. Það sé alvarlegt að bærinn axli ekki ábyrgð í máli sem þessu. „Þetta er mikið „prinsipp" mál og umbjóðandi minn ætlar ekki að láta hér við sitja. Næsta skref í málinu er að skoða bótagrundvöll gegn einstaklingum sem eiga þátt í málinu og bænum. Og það er málshöfðun sem er næsta skref,“ segir Sævar Þór.
Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. 8. febrúar 2021 20:01 Alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Seltjarnarnesbæjar á máli stúlkunnar Barnaverndarstofa telur verulega annmarka hafa verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi á máli stúlku, sem segist hafa búið við ofbeldi og vanrækslu á heimili í bænum um árabil. Lögmaður stúlkunnar telur yfirvöld hafa brotið gegn henni með alvarlegum hætti. 5. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Sjá meira
„Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. 8. febrúar 2021 20:01
Alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Seltjarnarnesbæjar á máli stúlkunnar Barnaverndarstofa telur verulega annmarka hafa verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi á máli stúlku, sem segist hafa búið við ofbeldi og vanrækslu á heimili í bænum um árabil. Lögmaður stúlkunnar telur yfirvöld hafa brotið gegn henni með alvarlegum hætti. 5. febrúar 2021 12:14