Harður heimur CrossFit Open: Varð heimsmeistari í 21.1 en endar í 1557. sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2021 08:31 Jóhanna Júlía Júlíusdóttir var gríðarlega vonsvikin eftir að hún kláraði 21.4 og gerði sér grein fyrir að sá árangur var ekki að fara að skila henni miklu. Instagram/@johannajuliusdottir Jóhanna Júlía Júlíusdóttir var sú besta í heiminum eftir fyrstu vikuna í opna hluta heimsleikanna í CrossFit en endaði síðan í tuttugasta sæti meðal íslensku stelpnanna. Erfiðar og krefjandi æfingar í lokavikunni breyttu miklu fyrir íslensku spútnikstjörnuna í The Open í ár. Allar æfingar í opna hluta heimsleikanna í CrossFit hafa nú skilað sér inn til CrossFit samtakanna og nú á aðeins eftir að staðfesta endanlega úrslitin. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir voru efstar af Íslendingum í Open í ár en þau sem voru efst íslensku keppendanna eftir tvær fyrstu vikurnar féllu aftur á móti niður um mörg sæti. Þriðji hluti CrossFit Open 2021 var ekki ein æfing heldur tvær. Keppendur áttu að taka æfingu 21.3 og svo æfingu 21.4 strax á eftir. Þetta bauð upp á miklar sviptingar í lokavikunni. Það varð líka raunin. Björgvin Karl Guðmundsson og Jóhanna Júlía Júlíusdóttir voru bæði ofarlega eftir 21.1 og 21.2 en féllu niður listann eftir 21.3. og 21.4. Björgvin Karl er áfram efstur íslenskra karla en fall Jóhönnu Júlíu var gríðarlegt í síðustu vikunni. Jóhanna Júlía varð heimsmeistari í 21.1 og var í áttunda sæti eftir tvær fyrstu vikurnar. Hún endar í 1557. sæti og féll því niður um 1549 sæti í lokavikunni. Jóhanna Júlía var með 826. besta árangurinn í 21.3 á heimsvísu en í 21.4 endaði hún í 10.944. sæti. Þetta þýðir ekki aðeins að Jóhanna Júlía datt niður úr hópi þeirra bestu heldur endaði hún bara í tuttugasta sæti meðal íslensku stelpnanna. Jóhanna Júlía tjáði sig um vonbrigðin eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jóhanna Júlía Júlíusdóttir (@johannajuliusdottir) Þarna kemur meðal annars fram að hún hafi ekki getað lyft þungu í marga mánuði þar sem hún hefur verið slæm í bakinu. „Þegar þessi æfing var opinberuð þá vissi ég að þetta yrði mín stærsta áskorun. Ég veit að ég er ekki ein af sterkustu stelpunum og verð það líklega aldrei. Ég veit um leið að ég hef aðra styrkleika sem vonandi geta unnið upp veikleika mína,“ skrifaði Jóhanna Júlía á Instagram. „Þessi lokastaða eru engin endalok fyrir mig. Ég þarf bara að vera með hökuna uppi og halda áfram að vinna með jákvæðni og af ákveðni. Það er einmitt það sem ég ætla að gera,“ skrifaði Jóhanna Júlía. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð í fjórtánda sæti á heimsvísu og efst íslensku stelpnanna. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 29. sæti og Anníe Mist Þórisdóttir varð í 118. sæti. Fjórða af íslensku stelpunum varð Sólveig Sigurðardóttir og Hallgerður María Friðriksdóttir varð síðan í fimmta sætinu með Íslendinga. Björgvin Karl náði bestum árangri íslensku karlanna en í lokavikunni fór hann samt úr sjötta sætinu niður í 73. sæti eftir æfingarnar tvær í lokavikunni. Annar Íslendinganna var Haraldur Holgeirsson sem endaði í 85. sæti á heimsvísu og þriðji varð síðan Sigurður Jónsson sem varð í 152. sæti í heildarkeppninni. Þröstur Ólason varð fjórði hæstur íslensku strákanna og Fannar Hafsteinsson varð síðan fimmti. Ástralinn Tia-Clair Toomey-Orr vann The Open hjá konunum þar sem hin sautján ára Emma Cary varð önnur og Kara Saunders tók síðan þriðja sætið. Kanadamaðurinn Jeffrey Adler vann The Open hjá körlunum en Scott Panchik varð annar og Travis Mead þriðji. Besti árangur íslensku stelpnanna er hér. Besti árangur íslensku strákanna er hér. CrossFit Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Allar æfingar í opna hluta heimsleikanna í CrossFit hafa nú skilað sér inn til CrossFit samtakanna og nú á aðeins eftir að staðfesta endanlega úrslitin. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir voru efstar af Íslendingum í Open í ár en þau sem voru efst íslensku keppendanna eftir tvær fyrstu vikurnar féllu aftur á móti niður um mörg sæti. Þriðji hluti CrossFit Open 2021 var ekki ein æfing heldur tvær. Keppendur áttu að taka æfingu 21.3 og svo æfingu 21.4 strax á eftir. Þetta bauð upp á miklar sviptingar í lokavikunni. Það varð líka raunin. Björgvin Karl Guðmundsson og Jóhanna Júlía Júlíusdóttir voru bæði ofarlega eftir 21.1 og 21.2 en féllu niður listann eftir 21.3. og 21.4. Björgvin Karl er áfram efstur íslenskra karla en fall Jóhönnu Júlíu var gríðarlegt í síðustu vikunni. Jóhanna Júlía varð heimsmeistari í 21.1 og var í áttunda sæti eftir tvær fyrstu vikurnar. Hún endar í 1557. sæti og féll því niður um 1549 sæti í lokavikunni. Jóhanna Júlía var með 826. besta árangurinn í 21.3 á heimsvísu en í 21.4 endaði hún í 10.944. sæti. Þetta þýðir ekki aðeins að Jóhanna Júlía datt niður úr hópi þeirra bestu heldur endaði hún bara í tuttugasta sæti meðal íslensku stelpnanna. Jóhanna Júlía tjáði sig um vonbrigðin eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jóhanna Júlía Júlíusdóttir (@johannajuliusdottir) Þarna kemur meðal annars fram að hún hafi ekki getað lyft þungu í marga mánuði þar sem hún hefur verið slæm í bakinu. „Þegar þessi æfing var opinberuð þá vissi ég að þetta yrði mín stærsta áskorun. Ég veit að ég er ekki ein af sterkustu stelpunum og verð það líklega aldrei. Ég veit um leið að ég hef aðra styrkleika sem vonandi geta unnið upp veikleika mína,“ skrifaði Jóhanna Júlía á Instagram. „Þessi lokastaða eru engin endalok fyrir mig. Ég þarf bara að vera með hökuna uppi og halda áfram að vinna með jákvæðni og af ákveðni. Það er einmitt það sem ég ætla að gera,“ skrifaði Jóhanna Júlía. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð í fjórtánda sæti á heimsvísu og efst íslensku stelpnanna. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 29. sæti og Anníe Mist Þórisdóttir varð í 118. sæti. Fjórða af íslensku stelpunum varð Sólveig Sigurðardóttir og Hallgerður María Friðriksdóttir varð síðan í fimmta sætinu með Íslendinga. Björgvin Karl náði bestum árangri íslensku karlanna en í lokavikunni fór hann samt úr sjötta sætinu niður í 73. sæti eftir æfingarnar tvær í lokavikunni. Annar Íslendinganna var Haraldur Holgeirsson sem endaði í 85. sæti á heimsvísu og þriðji varð síðan Sigurður Jónsson sem varð í 152. sæti í heildarkeppninni. Þröstur Ólason varð fjórði hæstur íslensku strákanna og Fannar Hafsteinsson varð síðan fimmti. Ástralinn Tia-Clair Toomey-Orr vann The Open hjá konunum þar sem hin sautján ára Emma Cary varð önnur og Kara Saunders tók síðan þriðja sætið. Kanadamaðurinn Jeffrey Adler vann The Open hjá körlunum en Scott Panchik varð annar og Travis Mead þriðji. Besti árangur íslensku stelpnanna er hér. Besti árangur íslensku strákanna er hér.
CrossFit Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira