Erlent

For­sætis­ráð­herra Slóvakíu segir af sér

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 47 ára Igor Matovictók við embætti forsætisráðherra Slóvakíu í mars á síðasta ári.
Hinn 47 ára Igor Matovictók við embætti forsætisráðherra Slóvakíu í mars á síðasta ári. EPA

Igor Matovic, forsærisráðherra Slóvakíu, sagði af sér embætti í dag. Afsögnin kemur í kjölfar deilna milli samstarfsflokka í ríkisstjórninni um pöntun á bóluefni.

Deilurnar sneru að ákvörðun Matovic að panta sendingu af rússneska bóluefninu Sputnik V, alls tvær milljónir skammta, án þess að hafa rætt málið við leiðtoga samstarfsflokkanna.

Igor Matovic tilkynnti um helgina að hann væri reiðubúinn að segja af sér embætti vegna málsins og að fjármálaráðherranum Eduard Heger yrði falið að mynda nýja stjórn. Og þá að Matovic tæki sjálfur við embætti fjármálaráðherra í nýrri stjórn.

Leiðtogar samstarfsflokka OLANO, flokks Matovic og Heger, hafa þegar tilkynnt að þeir séu samþykkir því að Heger myndi nýja stjórn og taki við embætti forsætisráðherra.

Hinn 47 ára Igor Matovictók við embætti forsætisráðherra Slóvakíu í mars á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×