Geðheilsa Íslendinga Héðinn Unnsteinsson, Elín Ebba Ásmundsdóttir og Grímur Atlason skrifa 30. mars 2021 10:01 Það er þrennt sem við þurfum að vita um huga okkar: Í fyrsta lagi þurfum við í vöku ávallt að hafa eitthvað að hugsa um, í öðru lagi þá getum við bara hugsaðu um eitt í einu og að síðustu, og kannski það mikilvægasta nú á tímum, þá vex það sem við hugsum um. Frá því að fyrstu fréttir bárust af Covid-19 veirunni eru um 14 mánuðir liðnir og þann tíma hefur samfélag okkar og annarra verið ofurselt umfjöllun og viðbrögðum vegna hennar. Á Íslandi var gripið til fyrstu takmarkanna þann 16. mars 2020 og frá þeim tíma höfum við búið við einhverjar takmarkanir á daglegu lífi okkar. Kaflarnir hafa verið mislangir og miserfiðir – stundum litlar skorður og stundum miklar. Nú þegar frelsi okkar hefur verið takmarkað enn á ný til að hámarka almannaheill þá er ekki óeðlilegt að við ræðum geðheilsu og andlega líðan okkar sem þjóðar. Fjölmargar rannsóknir benda til þess að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í baráttunni við veiruna hafi áhrif á geðheilsu okkar og líðan. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) sendi strax í upphafi faraldursins frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við áhrifum faraldursins á geðheilsu til skemmri og lengri tíma. Kreppur sl. 100 ára voru fyrst og fremst efnahagslegar og því er erfitt að leita í söguna til að spá fyrir um afleiðingar. Einangrun, ótti, samfélagsmiðlar, falsfréttir o.fl. gera þessa kreppu flóknari en aðrar kreppur í sögunni. Líkindi er helst að finna í löndum þar sem einstaklingar hafa búið við skert frelsi vegna stjórnmálaskoðana eða stríðsástands. Þrátt fyrir að okkur hafi gengið betur í sóttvörnum en flestum þjóðum er ljóst að faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á samfélagið og valdið miklu tjóni. Atvinnuleysi er meira en það hefur áður verið á lýðveldistímanum og eru á þriðja tug þúsunda án atvinnu á Íslandi og langtíma atvinnuleysi í sögulegu hámarki. Slíkt ástand, þar sem mjög hæft fólk er án vinnu, hefur mikil áhrif á þá sem eru að koma út á vinnumarkaðinn í fyrsta sinn eða þá sem lengi hafa verið án vinnu. Hætt er við að þessir hópar verði undir í baráttunni um störfin. Við finnum öll fyrir þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til en mismikið. Börn og ungmenni eru þannig talsvert berskjölduð fyrir geðrænum fylgikvillum þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í baráttunni. Á mikilvægum mótunartíma í þroska þeirra snýst tilvera þeirra á hvolf. Skóli, tómstundir, samvera, nánd, hreyfing, rútína o.s.frv. Mánuður getur verið langur tími í lífi þeirra sem eru að ljúka grunnskóla eða byrja í framhaldsskóla. Þegar langir kaflar í lífi þessara einstaklinga eru undirlagðir skerðingu lífsgæða í formi fjöldatakmarkana og lokana þá hefur það áhrif á geðheilsu þeirra. Við þurfum því að vera á varðbergi og huga með markvissum hætti sérstaklega að geðheilsu ungs fólks. Geðheilbrigðismál eru þannig talsvert til umræðu þessi misserin og stjórnvöld hafa gefið það út að þau séu í forgangi og er það vel. Það hefur hins vegar skort á aðgerðir og hafa landssamtökin Geðhjálp bent á hvar skóinn kreppir helst. Nú þegar rofa tekur í heimsfaraldrinum og afleiðingar til lengri tíma fara að koma í ljós viljum við árétta eftirfarandi aðgerðir til þess að setja geðheilsu í forgang. Það er ljóst að við munum glíma við afleiðingar faraldursins í mörg ár og þess vegna er mikilvægt að bregðast við og setja eftirfarandi á oddinn: Gera heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi Efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri Stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra Hefja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu Gera geðrækt að hluta af aðalnámskrá grunnskóla Fjölga atvinnutækifærum fyrir ungmenni og fólk með geðrænar áskoranir Byggja nýtt húsnæði geðsviðs LSH og SAK og endurskoða hugmyndafræði og innihald meðferðar Útiloka nauðung og þvingun við meðferð Koma á fót Geðráði, breiðum samráðsvettvangi um geðheilbrigðismál Það að bregðast við núna og setja geðheilsu í forgang er skynsamlegt í alla staði. Með því tökumst við á við áskoranir dagsins í dag og nánustu framtíðar en ekki síður þegar til lengri tíma litið. Við búum öll við geð rétt eins og við erum öll með hjarta. Hlúum að því og setjum geðheilsu í forgang þá vex það sem við hugsum um. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður GeðhjálparGrímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Grímur Atlason Héðinn Unnsteinsson Elín Ebba Ásmundsdóttir Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það er þrennt sem við þurfum að vita um huga okkar: Í fyrsta lagi þurfum við í vöku ávallt að hafa eitthvað að hugsa um, í öðru lagi þá getum við bara hugsaðu um eitt í einu og að síðustu, og kannski það mikilvægasta nú á tímum, þá vex það sem við hugsum um. Frá því að fyrstu fréttir bárust af Covid-19 veirunni eru um 14 mánuðir liðnir og þann tíma hefur samfélag okkar og annarra verið ofurselt umfjöllun og viðbrögðum vegna hennar. Á Íslandi var gripið til fyrstu takmarkanna þann 16. mars 2020 og frá þeim tíma höfum við búið við einhverjar takmarkanir á daglegu lífi okkar. Kaflarnir hafa verið mislangir og miserfiðir – stundum litlar skorður og stundum miklar. Nú þegar frelsi okkar hefur verið takmarkað enn á ný til að hámarka almannaheill þá er ekki óeðlilegt að við ræðum geðheilsu og andlega líðan okkar sem þjóðar. Fjölmargar rannsóknir benda til þess að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í baráttunni við veiruna hafi áhrif á geðheilsu okkar og líðan. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) sendi strax í upphafi faraldursins frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við áhrifum faraldursins á geðheilsu til skemmri og lengri tíma. Kreppur sl. 100 ára voru fyrst og fremst efnahagslegar og því er erfitt að leita í söguna til að spá fyrir um afleiðingar. Einangrun, ótti, samfélagsmiðlar, falsfréttir o.fl. gera þessa kreppu flóknari en aðrar kreppur í sögunni. Líkindi er helst að finna í löndum þar sem einstaklingar hafa búið við skert frelsi vegna stjórnmálaskoðana eða stríðsástands. Þrátt fyrir að okkur hafi gengið betur í sóttvörnum en flestum þjóðum er ljóst að faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á samfélagið og valdið miklu tjóni. Atvinnuleysi er meira en það hefur áður verið á lýðveldistímanum og eru á þriðja tug þúsunda án atvinnu á Íslandi og langtíma atvinnuleysi í sögulegu hámarki. Slíkt ástand, þar sem mjög hæft fólk er án vinnu, hefur mikil áhrif á þá sem eru að koma út á vinnumarkaðinn í fyrsta sinn eða þá sem lengi hafa verið án vinnu. Hætt er við að þessir hópar verði undir í baráttunni um störfin. Við finnum öll fyrir þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til en mismikið. Börn og ungmenni eru þannig talsvert berskjölduð fyrir geðrænum fylgikvillum þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í baráttunni. Á mikilvægum mótunartíma í þroska þeirra snýst tilvera þeirra á hvolf. Skóli, tómstundir, samvera, nánd, hreyfing, rútína o.s.frv. Mánuður getur verið langur tími í lífi þeirra sem eru að ljúka grunnskóla eða byrja í framhaldsskóla. Þegar langir kaflar í lífi þessara einstaklinga eru undirlagðir skerðingu lífsgæða í formi fjöldatakmarkana og lokana þá hefur það áhrif á geðheilsu þeirra. Við þurfum því að vera á varðbergi og huga með markvissum hætti sérstaklega að geðheilsu ungs fólks. Geðheilbrigðismál eru þannig talsvert til umræðu þessi misserin og stjórnvöld hafa gefið það út að þau séu í forgangi og er það vel. Það hefur hins vegar skort á aðgerðir og hafa landssamtökin Geðhjálp bent á hvar skóinn kreppir helst. Nú þegar rofa tekur í heimsfaraldrinum og afleiðingar til lengri tíma fara að koma í ljós viljum við árétta eftirfarandi aðgerðir til þess að setja geðheilsu í forgang. Það er ljóst að við munum glíma við afleiðingar faraldursins í mörg ár og þess vegna er mikilvægt að bregðast við og setja eftirfarandi á oddinn: Gera heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi Efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri Stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra Hefja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu Gera geðrækt að hluta af aðalnámskrá grunnskóla Fjölga atvinnutækifærum fyrir ungmenni og fólk með geðrænar áskoranir Byggja nýtt húsnæði geðsviðs LSH og SAK og endurskoða hugmyndafræði og innihald meðferðar Útiloka nauðung og þvingun við meðferð Koma á fót Geðráði, breiðum samráðsvettvangi um geðheilbrigðismál Það að bregðast við núna og setja geðheilsu í forgang er skynsamlegt í alla staði. Með því tökumst við á við áskoranir dagsins í dag og nánustu framtíðar en ekki síður þegar til lengri tíma litið. Við búum öll við geð rétt eins og við erum öll með hjarta. Hlúum að því og setjum geðheilsu í forgang þá vex það sem við hugsum um. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður GeðhjálparGrímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun