Galið að enn sé komið fram við íþróttakonur eins og þær séu litlir karlmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2021 09:30 Frá leik Hauka og Vals í Olís deildinni í vetur. Valskonan Auður Ester Gestsdóttir reynir hér að stöðva Elínu Klöru Þorkelsdóttur hjá Haukum. Vísir/Hulda Margrét Íslenskur dósent í íþróttafræði vinnur að því að koma upp rannsóknarsetri sem sérhæfir sig í íþróttaþjálfun kvenna. Aron Gauti Laxdal tekur þátt í brautryðjandastarfi í Noregi þessa dagana en hann er dósent í íþróttafræði við Háskólann í Agder í Noregi sem vinnur að verkefni sem hefur vakið mikla athygli og vakið gríðarlegan áhuga á meðal fremstu íþróttakvenna Noregs. Aron Gauti ræddi við Síðdegisútvarpið á Rás 2 um málið en hafði áður birt stuttan pistil um málið á Twitter síðu sinni. ...frammistöðugetan lækkar. Það er ekki að ástæðulausu að meiðsli eru svona tíð við blæðingar. Það er galið að það sé ennþá verið að koma fram við íþróttakonur eins og þær séu litlir karlmenn. Ef þú ert að þjálfa stelpur/konur þarftu að taka tillit til líkamlegrar sérstöðu þeirra— Aron Laxdal, PhD (@aronlaxdal) March 28, 2021 Aron bendir á að þær íþróttakonur sem hafa aðlagað æfingaálag að tíðahringnum séu að ná sínum besta árangri í íþróttum. Þær stundi þá erfiðar æfingar í kringum egglos, þegar framleiðsla estrógens og prógesteróns eru í hámarki og stundi svo auðveldari æfingar í kringum blæðingar þegar frammistöðugetan lækkar og Aron bendi á að meiðsli séu tíð hjá íþróttakonum á þeim tíma. Íslenski íþróttafræðingurinn segir meðal annars í Twitter-færslu sinni að það sé galið að komið sé fram við íþróttakonur eins og þær séu litlir karlar. Aron bendir á mikilvægi þess að taka tillit til líkamlegrar sérstöðu kvenna við æfingar. Besta dæmið um góðan árangur íþróttakvenna sem huga að þessu við æfingar sínar er Tiril Eckhoff, ríkjandi heimsmeistari í skíðaskotfimi. Eckhoff hefur náð sínu besta ári í skíðaskotfiminni eftir að hafa aðlagað æfingaálagið að tíðahringnum. „Það hefur komið ákall frá íþróttakonum hér í Noregi um að framkvæma fleiri rannsóknir á kvenkyns íþróttafólki,” segir Aron í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 og hann og deildin hans við Háskólann í Agder í Noregi ætla nú að taka þetta skref að setja upp rannsóknarsetur sem sérhæfir sig í íþróttaþjálfun kvenna. Aron Gauti segir að skólinn hafi fengið frábær viðbrögð við áætlunum sínum og það líti út fyrir að hægt verði að safna þeim pening sem þarf í slíkt rannsóknarsetur. Peningarnir eru jafnan til fyrir rannsóknir á körlum í íþróttaheiminum en íþróttakonurnar þurfi síðan að fylgja niðurstöðum um slíkum rannsóknum og aðlaga þær að sér. „Við erum ennþá bara að stíga okkur fyrstu skref í þessu en allir hafa tekið þessu hrikalega vel,” segir Aron. Hann segir deildina hreinlega vera að drukkna úr fyrirspurnum frá þekktum norskum íþróttakonum sem vilja vera með í rannsóknunum. „Norska íþróttasambandið og allskonar hagsmunasamtök hafa sýnt þessu mikinn áhuga og við erum mjög bjartsýn á að fá þá fjármuni sem þarf til að koma þessu í gang,” segir Aron í viðtalinu á Rás tvö í gær en það má finna meira um það með því að smella hér. Heilsa Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Sjá meira
Aron Gauti Laxdal tekur þátt í brautryðjandastarfi í Noregi þessa dagana en hann er dósent í íþróttafræði við Háskólann í Agder í Noregi sem vinnur að verkefni sem hefur vakið mikla athygli og vakið gríðarlegan áhuga á meðal fremstu íþróttakvenna Noregs. Aron Gauti ræddi við Síðdegisútvarpið á Rás 2 um málið en hafði áður birt stuttan pistil um málið á Twitter síðu sinni. ...frammistöðugetan lækkar. Það er ekki að ástæðulausu að meiðsli eru svona tíð við blæðingar. Það er galið að það sé ennþá verið að koma fram við íþróttakonur eins og þær séu litlir karlmenn. Ef þú ert að þjálfa stelpur/konur þarftu að taka tillit til líkamlegrar sérstöðu þeirra— Aron Laxdal, PhD (@aronlaxdal) March 28, 2021 Aron bendir á að þær íþróttakonur sem hafa aðlagað æfingaálag að tíðahringnum séu að ná sínum besta árangri í íþróttum. Þær stundi þá erfiðar æfingar í kringum egglos, þegar framleiðsla estrógens og prógesteróns eru í hámarki og stundi svo auðveldari æfingar í kringum blæðingar þegar frammistöðugetan lækkar og Aron bendi á að meiðsli séu tíð hjá íþróttakonum á þeim tíma. Íslenski íþróttafræðingurinn segir meðal annars í Twitter-færslu sinni að það sé galið að komið sé fram við íþróttakonur eins og þær séu litlir karlar. Aron bendir á mikilvægi þess að taka tillit til líkamlegrar sérstöðu kvenna við æfingar. Besta dæmið um góðan árangur íþróttakvenna sem huga að þessu við æfingar sínar er Tiril Eckhoff, ríkjandi heimsmeistari í skíðaskotfimi. Eckhoff hefur náð sínu besta ári í skíðaskotfiminni eftir að hafa aðlagað æfingaálagið að tíðahringnum. „Það hefur komið ákall frá íþróttakonum hér í Noregi um að framkvæma fleiri rannsóknir á kvenkyns íþróttafólki,” segir Aron í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 og hann og deildin hans við Háskólann í Agder í Noregi ætla nú að taka þetta skref að setja upp rannsóknarsetur sem sérhæfir sig í íþróttaþjálfun kvenna. Aron Gauti segir að skólinn hafi fengið frábær viðbrögð við áætlunum sínum og það líti út fyrir að hægt verði að safna þeim pening sem þarf í slíkt rannsóknarsetur. Peningarnir eru jafnan til fyrir rannsóknir á körlum í íþróttaheiminum en íþróttakonurnar þurfi síðan að fylgja niðurstöðum um slíkum rannsóknum og aðlaga þær að sér. „Við erum ennþá bara að stíga okkur fyrstu skref í þessu en allir hafa tekið þessu hrikalega vel,” segir Aron. Hann segir deildina hreinlega vera að drukkna úr fyrirspurnum frá þekktum norskum íþróttakonum sem vilja vera með í rannsóknunum. „Norska íþróttasambandið og allskonar hagsmunasamtök hafa sýnt þessu mikinn áhuga og við erum mjög bjartsýn á að fá þá fjármuni sem þarf til að koma þessu í gang,” segir Aron í viðtalinu á Rás tvö í gær en það má finna meira um það með því að smella hér.
Heilsa Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Sjá meira