Íslenski boltinn

Sigurvin aðstoðar Rúnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigurvin kemur inn í þjálfarteymið með Rúnari Kristinssyni og Kristjáni Finnbogasyni.
Sigurvin kemur inn í þjálfarteymið með Rúnari Kristinssyni og Kristjáni Finnbogasyni. Andrew Milligan/Getty

Sigurvin Ólafsson mun taka við af Bjarna Guðjónssyni og aðstoða Rúnar Kristinsson með að þjálfa lið KR í Pepsi Max deild karla.

Bjarni er tekinn við U19 ára liði Norrköping í Svíþjóð en sonur hans Jóhannes Kristinn Bjarnason gekk í raðir félagsins á dögunum.

Sigurvin er goðsögn í íslenskum fótbolta. Hann varð Íslandsmeistari fimm sinnum; með ÍBV í tvígang, KR í tvígang og FH einu sinni.

Einnig lék hann í Þýskalandi en hann á að baki sjö A-landsleiki. Undanfarin ár hefur hann þjálfað KV í þriðju deildinni og stýrði þeim upp um deild í sumar.

Auk þess að vera aðstoðarþjálfari KR, mun hann áfram þjálfa KV, sem og að vera yfirþjálfari karlaflokka hjá KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×