SMS Róberts Wessman: „Bottomlænið er að þú ert dauður ég lofa“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. mars 2021 17:39 Róbert Wessman er borinn þungum sökum í yfirlýsingu frá kollega sínum. Ari Magg Róbert Wessman, stofnandi Alvotech, sendi tveimur samstarfsmönnum sínum líflátshótanir í SMS-skilaboðum þegar þeir báru vitni í skaðabótamáli Björgólfs Thors Björgólfssonar á hendur honum árið 2014. Hann baðst afsökunar á framkomu sinni símleiðis og bréfleiðis í beinu framhaldi, að sögn upplýsingafulltrúa hans. Stundin birtir skilaboðin og greinir frá því að Róbert hafi sent fyrrverandi samstarfsmönnum sínum, Mark Keatly og Claudio Albrecht, samtals 33 skilaboð á innan við sólarhring og hótað bæði þeim og fjölskyldum þeirra. Þar segir meðal annars: „Segðu halló til claudio ég mun ganga frá ykkur lygara skíthællinn þinn“ og „Bottomlænið er að þú ert dauður ég lofa.“ Hönd í hönd með hundruð milljóna í laun Skilaboðin eru birt í kjölfar ásakana sem hafa gengið á víxl milli Róberts og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, sem nýverið var sagt upp störfum í kjölfar ágreinings þeirra á milli. Róbert og Halldór hafa starfað hönd í hönd hjá stórfyrirtækjunum Alvotech og Alvogen í átján ár með hundruð milljóna í árslaun. Halldór Kristmannson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech.Aðsend Róbert hefur ekki viljað tjá sig þegar eftir því hefur verið leitað en nýr upplýsingafulltrúi hans, Lára Ómarsdóttir, segir Róbert hafa beðist afsökunar á umræddum skilaboðum. „Hann var í flugvél þegar hann sendi þessi skilaboð út af þessu dómsmáli, dómsmáli sem Róbert vann svo. Þessir menn höfðu borið vitni í málinu og Róbert reiddist yfir því og sendi skilaboðin – sem eru ósæmileg í alla staði – en hann hafði strax samband símleiðis og baðst strax afsökunar, og baðst svo aftur afsökunar bréfleiðis með formlegu afsökunarbréfi,“ segir Lára í samtali við fréttastofu. Aðspurð um deilurnar á milli Róberts og Halldórs sagðist hún ekki geta tjáð sig um það. Munnhöggvast með yfirlýsingum Í yfirlýsingu sem Halldór sendi frá sér í morgun er Róbert borinn þungum sökum. Þar lýsir Halldór líflátshótunum, líkamsmeiðingum og ógnunum um árabil á hendur sér og „óvildarmönnum“ Róberts sem Halldór segir að séu meðal annars háttsettir embættismenn, blaðamaður og alþjóðlegur fjárfestir. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að blaðamaðurinn sé Björn Ingi Hrafnsson sem gaf út DV, Pressuna og Eyjuna sem var í eigu Róberts, og að fjárfestirinn sé Björgólfur Thor Björgólfsson, en Björgólfur og Róbert hafa eldað grátt silfur um langt skeið. Halldór hefur engar upplýsingar viljað gefa, hvorki upplýsa um nöfn meintra óvildarmanna né hvers eðlis hótanirnar voru eða hvort þær hafi verið kærðar til lögreglu. Róbert Wessman sendi tveimur samstarfsmönnum sínum líflátshótanir eftir að þeir báru vitni í dómsmáli á hendur honum.Alvotech Róbert svaraði ásökunum kollega síns með yfirlýsingu um að Halldór sé með ásökununum að reyna að hafa af sér fé. Róbert hefur hins vegar ekki svarað síma það sem af er degi en upplýsingafulltrúi hans, Lára, veitir engar upplýsingar um málið að öðru leyti en að hafna öllum ásökunum. Fer fram á endurráðningu Í samtali við fréttastofu sagðist Halldór ekki vilja tjá sig en tók það fram að hann hefði enga fjárkröfu gert á fyrirtækin. Hann hafi hins vegar áskilið sér rétt að gera það á hendur Róberti persónulega í ljósi framkomu hans gagnvart sér í starfi – þó engar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann vísaði í framhaldinu alfarið á yfirlýsingu sína síðan í morgun. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að Halldór hafi lagt fram tillögu til stjórna fyrirtækjanna að hann yrði endurráðinn til fyrirtækisins og að Róbert verði látinn víkja. Í skiptum muni hann ekki leggja fram fjárkröfu líkt og hann hafi áskilið sér að gera. Tillögunni var hafnað. Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Róbert segir miður að átján ára samstarfi við Halldór ljúki svona Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02 Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. 29. mars 2021 08:44 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Stundin birtir skilaboðin og greinir frá því að Róbert hafi sent fyrrverandi samstarfsmönnum sínum, Mark Keatly og Claudio Albrecht, samtals 33 skilaboð á innan við sólarhring og hótað bæði þeim og fjölskyldum þeirra. Þar segir meðal annars: „Segðu halló til claudio ég mun ganga frá ykkur lygara skíthællinn þinn“ og „Bottomlænið er að þú ert dauður ég lofa.“ Hönd í hönd með hundruð milljóna í laun Skilaboðin eru birt í kjölfar ásakana sem hafa gengið á víxl milli Róberts og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, sem nýverið var sagt upp störfum í kjölfar ágreinings þeirra á milli. Róbert og Halldór hafa starfað hönd í hönd hjá stórfyrirtækjunum Alvotech og Alvogen í átján ár með hundruð milljóna í árslaun. Halldór Kristmannson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech.Aðsend Róbert hefur ekki viljað tjá sig þegar eftir því hefur verið leitað en nýr upplýsingafulltrúi hans, Lára Ómarsdóttir, segir Róbert hafa beðist afsökunar á umræddum skilaboðum. „Hann var í flugvél þegar hann sendi þessi skilaboð út af þessu dómsmáli, dómsmáli sem Róbert vann svo. Þessir menn höfðu borið vitni í málinu og Róbert reiddist yfir því og sendi skilaboðin – sem eru ósæmileg í alla staði – en hann hafði strax samband símleiðis og baðst strax afsökunar, og baðst svo aftur afsökunar bréfleiðis með formlegu afsökunarbréfi,“ segir Lára í samtali við fréttastofu. Aðspurð um deilurnar á milli Róberts og Halldórs sagðist hún ekki geta tjáð sig um það. Munnhöggvast með yfirlýsingum Í yfirlýsingu sem Halldór sendi frá sér í morgun er Róbert borinn þungum sökum. Þar lýsir Halldór líflátshótunum, líkamsmeiðingum og ógnunum um árabil á hendur sér og „óvildarmönnum“ Róberts sem Halldór segir að séu meðal annars háttsettir embættismenn, blaðamaður og alþjóðlegur fjárfestir. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að blaðamaðurinn sé Björn Ingi Hrafnsson sem gaf út DV, Pressuna og Eyjuna sem var í eigu Róberts, og að fjárfestirinn sé Björgólfur Thor Björgólfsson, en Björgólfur og Róbert hafa eldað grátt silfur um langt skeið. Halldór hefur engar upplýsingar viljað gefa, hvorki upplýsa um nöfn meintra óvildarmanna né hvers eðlis hótanirnar voru eða hvort þær hafi verið kærðar til lögreglu. Róbert Wessman sendi tveimur samstarfsmönnum sínum líflátshótanir eftir að þeir báru vitni í dómsmáli á hendur honum.Alvotech Róbert svaraði ásökunum kollega síns með yfirlýsingu um að Halldór sé með ásökununum að reyna að hafa af sér fé. Róbert hefur hins vegar ekki svarað síma það sem af er degi en upplýsingafulltrúi hans, Lára, veitir engar upplýsingar um málið að öðru leyti en að hafna öllum ásökunum. Fer fram á endurráðningu Í samtali við fréttastofu sagðist Halldór ekki vilja tjá sig en tók það fram að hann hefði enga fjárkröfu gert á fyrirtækin. Hann hafi hins vegar áskilið sér rétt að gera það á hendur Róberti persónulega í ljósi framkomu hans gagnvart sér í starfi – þó engar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann vísaði í framhaldinu alfarið á yfirlýsingu sína síðan í morgun. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að Halldór hafi lagt fram tillögu til stjórna fyrirtækjanna að hann yrði endurráðinn til fyrirtækisins og að Róbert verði látinn víkja. Í skiptum muni hann ekki leggja fram fjárkröfu líkt og hann hafi áskilið sér að gera. Tillögunni var hafnað.
Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Róbert segir miður að átján ára samstarfi við Halldór ljúki svona Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02 Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. 29. mars 2021 08:44 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Róbert segir miður að átján ára samstarfi við Halldór ljúki svona Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02
Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. 29. mars 2021 08:44