Innlent

Loka fyrir um­ferð klukkan níu og rýma á mið­nætti

Sylvía Hall skrifar
Aðstæður á gossvæðinu eru mjög góðar í kvöld, að sögn fréttamanns á staðnum. Svona leit gosið út þegar tekið var að dimma.
Aðstæður á gossvæðinu eru mjög góðar í kvöld, að sögn fréttamanns á staðnum. Svona leit gosið út þegar tekið var að dimma. Vísir/Vilhelm

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan 21 í kvöld. Er þetta gert af öryggisástæðum þar sem þörf er á að hvíla björgunarlið sem hefur staðið vaktina í rúma viku.

Geldingadalir verða rýmdir á miðnætti þar sem ekki er sjálfgefið að hægt verði að tryggja öryggi fólks seint um kvöld og að næturlagi í því margmenni sem hefur verið undanfarna daga, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. 

Fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að missa af þar sem ekkert bendi til þess að gosið sé á undanhaldi.

„[Því] ætti að gefast nægur tími til að berja það augum en ágætlega lítur út með veður á næstu dögum.“

Lögregla stýrir nú umferð um Suðurstrandarveg og hleypir inn eftir því sem bílastæði losna. Til lokana getur komið fyrirvaralaust ef stefnir í óefni með bílastæði og ef upp koma aðstæður sem krefjast tafarlausra aðgerða af hálfu viðbragðsaðila.

Ákvörðun um opnun verður tekin í fyrramálið klukkan sjö, en tekið er fram að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til þess að vera heima og bíða með að heimsækja gosstöðvarnar vegna smithættu.


Tengdar fréttir

„Við munum lenda í vand­ræðum á eftir“

Fjöldi fólks hefur ákveðið að nýta daginn í að ganga að gosstöðvunum í Geldingadölum, enda veðrið fínt á svæðinu þrátt fyrir snjó og smá frost. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri og lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir ný bílastæði nærri gönguleiðinni hafa nýst vel í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×