Lífið

Vetrar­mein í tíunda sæti á met­sölu­lista í Banda­ríkjunum

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Ragnar Jónasson
Ragnar Jónasson Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Bók Ragnars Jónassonar, Vetarmein, situr í tíunda sæti metsölulista Wall Street Journal yfir Skáldverk á rafbókarformi. 

Fyrir ofan Ragnar á metsölulistanum eru höfundar á borð við nóbelsskáldið Jodi Picoult, Kazuo Ishiguro og Stephen King.

Bókin ber erlenda heitið Winterkill.AÐSEND

Vetrarmein kom út samtímis á Íslandi og í Frakklandi í fyrrahaust og skömmu síðar í Bretlandi. Bókin var á meðal söluhæstu bóka fyrir liðin jól hér á landi.

Vetrarmein er lokabindi Siglufjarðarseríu Ragnars sem hófst með Snjóblindu en hún hefur farið í efsta sæti metsölulista víða um heim. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×