Víða pottur brotinn í lögreglunáminu fyrir norðan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2021 13:28 Nám í lögreglufræðum var flutt til Akureyrar árið 2016. Háskólinn á Akureyri Gæðaráð íslenskra háskóla segir lítið traust hægt að bera til Háskólans á Akureyri um að tryggja gæði lögreglunáms á háskólastigi og góða upplifun nemenda af náminu. Ráðið gerði úttekt á náminu sem var komið á fót við skólann haustið 2016 og er úttektin unnin samkvæmt samningi milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og HA um námið. Margt virðist betur mega fara norðan heiða. Það vakti athygli haustið 2016 þegar nám í lögreglufræðum hófst hjá háskólanum. Háskóli Íslands hafði verið metinn hæfari til að halda náminu úti af matsnefnd. Þá var lögreglunámið dýrara á Akrueyri en í Reykjavík. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sagði ákvörðun Illuga Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra um að flytja námið norður athyglisverða. Mættu ekki í útskrift Í framhaldinu fór að bera á gagnrýni frá nemendum sem báru náminu ekki vel söguna. Óánægju gætti á meðal margra nemenda, ýmist vegna námsins sjálfs eða staðsetningu þess. Svo ósáttir voru þeir með að brautskráningarathöfnin færi fram á Akureyri, þegar þau vildu flest fagna með fjölskyldu og vinum í höfuðborginni, að þau mættu ekki á útskriftina. Fjallað er um nýútkomna skýrslu á vef Stjórnarráðsins. Hún er á ensku, 107 blaðsíður að lengd, en niðurstöður í styttri útgáfu, einnig á ensku. Í samantekt á vef Stjórnarráðsins segir: „Meðal helstu niðurstaðna úttektarinnar um styrkleika námsins er aðlögun þess að háskólakerfinu og viðleitni innan þess til að nútímavæða starfsemi lögreglunnar, fjarkennsluform veiti fjölbreyttari nemendahóp aðgang að náminu og staða upplýsingatækni í náminu sé sterk. Þá hefur nýstofnað ráð um lögreglunám nú tækifæri til að fylgja eftir og endurskoða námið og tryggja að það samræmist kröfum sem gerðar eru til þess af hagaðilum.“ Í skýrslunni er bent á nokkuð ósamræmi milli þess sem námið snýst um og þess sem bíður útskrifaðra nemenda þegar við tekur vinna hjá lögreglu.Vísir/Vilhelm Í úttekt gæðaráðsins séu gerðar athugasemdir við þætti sem nauðsynlegt sé vinna að úrbótum á, þar á meðal að bæta þurfi gagnsæi þeirra fjárveitinga sem veittar séu til námsins, skýra þurfi verkaskiptingu, gera samning við mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar og koma á skýrari ferlum um samskipti ráðuneyta og stofnana sem að náminu koma. Þá skuli stuðla að bættu samræmi í náminu hvað varðar markmið þess, vinnuframlag og samspil bóklegra faga og faglegrar þjálfunar. Hvatt er til þess að skýrar sé kveðið á um hæfnikröfur lögreglumanna og að háskólinn móti sér stefnu um raunfærnimat. Harðar að orði kveðið í skýrslunni Í skýrslunni er harðar að orði kveðið. Þar segir einfaldlega í ljósi þessara atriða sé aðeins að takmörkuðu leyti hægt að treysta á getu háskólans, nú og til framtíðar, til að tryggja gæði námsins og góða upplifun stúdenta af því. Endurskoða þurfi einingakerfið, fylgjast vel með fjölgun klukkustunda í starfsþjálfun, halda betur utan um starfsþjálfun, stórauka þurfi gæðaeftirlit með náminu og margt fleira. Háskólar Lögreglan Akureyri Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir viðmið í lögreglunáminu frjálslegri en víða þegar kemur að veikindum eða kvillum Viðmið í lögreglunám á Íslandi eru byggð á viðmiðum Norðurlandanna en eru þó nokkuð frjálslegri, að því marki að hér á landi er einstaklingsbundið mat framkvæmt í stað þess að beita algjörri útilokun þegar kemur að ákveðnum veikindum eða kvillum. 19. desember 2019 16:00 Lyfjanotkun ekki lengur frágangssök í lögreglunáminu Notkun lyfseðilsskyldra lyfja verður ekki lengur útilokandi þáttur við inntöku í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem hefur tvívegis verið neitað um námið sökum þess að hún tekur kvíða- og þunglyndislyfið Sertral. 6. janúar 2021 09:02 HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. 11. október 2019 17:31 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Ráðið gerði úttekt á náminu sem var komið á fót við skólann haustið 2016 og er úttektin unnin samkvæmt samningi milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og HA um námið. Margt virðist betur mega fara norðan heiða. Það vakti athygli haustið 2016 þegar nám í lögreglufræðum hófst hjá háskólanum. Háskóli Íslands hafði verið metinn hæfari til að halda náminu úti af matsnefnd. Þá var lögreglunámið dýrara á Akrueyri en í Reykjavík. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sagði ákvörðun Illuga Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra um að flytja námið norður athyglisverða. Mættu ekki í útskrift Í framhaldinu fór að bera á gagnrýni frá nemendum sem báru náminu ekki vel söguna. Óánægju gætti á meðal margra nemenda, ýmist vegna námsins sjálfs eða staðsetningu þess. Svo ósáttir voru þeir með að brautskráningarathöfnin færi fram á Akureyri, þegar þau vildu flest fagna með fjölskyldu og vinum í höfuðborginni, að þau mættu ekki á útskriftina. Fjallað er um nýútkomna skýrslu á vef Stjórnarráðsins. Hún er á ensku, 107 blaðsíður að lengd, en niðurstöður í styttri útgáfu, einnig á ensku. Í samantekt á vef Stjórnarráðsins segir: „Meðal helstu niðurstaðna úttektarinnar um styrkleika námsins er aðlögun þess að háskólakerfinu og viðleitni innan þess til að nútímavæða starfsemi lögreglunnar, fjarkennsluform veiti fjölbreyttari nemendahóp aðgang að náminu og staða upplýsingatækni í náminu sé sterk. Þá hefur nýstofnað ráð um lögreglunám nú tækifæri til að fylgja eftir og endurskoða námið og tryggja að það samræmist kröfum sem gerðar eru til þess af hagaðilum.“ Í skýrslunni er bent á nokkuð ósamræmi milli þess sem námið snýst um og þess sem bíður útskrifaðra nemenda þegar við tekur vinna hjá lögreglu.Vísir/Vilhelm Í úttekt gæðaráðsins séu gerðar athugasemdir við þætti sem nauðsynlegt sé vinna að úrbótum á, þar á meðal að bæta þurfi gagnsæi þeirra fjárveitinga sem veittar séu til námsins, skýra þurfi verkaskiptingu, gera samning við mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar og koma á skýrari ferlum um samskipti ráðuneyta og stofnana sem að náminu koma. Þá skuli stuðla að bættu samræmi í náminu hvað varðar markmið þess, vinnuframlag og samspil bóklegra faga og faglegrar þjálfunar. Hvatt er til þess að skýrar sé kveðið á um hæfnikröfur lögreglumanna og að háskólinn móti sér stefnu um raunfærnimat. Harðar að orði kveðið í skýrslunni Í skýrslunni er harðar að orði kveðið. Þar segir einfaldlega í ljósi þessara atriða sé aðeins að takmörkuðu leyti hægt að treysta á getu háskólans, nú og til framtíðar, til að tryggja gæði námsins og góða upplifun stúdenta af því. Endurskoða þurfi einingakerfið, fylgjast vel með fjölgun klukkustunda í starfsþjálfun, halda betur utan um starfsþjálfun, stórauka þurfi gæðaeftirlit með náminu og margt fleira.
Háskólar Lögreglan Akureyri Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir viðmið í lögreglunáminu frjálslegri en víða þegar kemur að veikindum eða kvillum Viðmið í lögreglunám á Íslandi eru byggð á viðmiðum Norðurlandanna en eru þó nokkuð frjálslegri, að því marki að hér á landi er einstaklingsbundið mat framkvæmt í stað þess að beita algjörri útilokun þegar kemur að ákveðnum veikindum eða kvillum. 19. desember 2019 16:00 Lyfjanotkun ekki lengur frágangssök í lögreglunáminu Notkun lyfseðilsskyldra lyfja verður ekki lengur útilokandi þáttur við inntöku í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem hefur tvívegis verið neitað um námið sökum þess að hún tekur kvíða- og þunglyndislyfið Sertral. 6. janúar 2021 09:02 HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. 11. október 2019 17:31 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Segir viðmið í lögreglunáminu frjálslegri en víða þegar kemur að veikindum eða kvillum Viðmið í lögreglunám á Íslandi eru byggð á viðmiðum Norðurlandanna en eru þó nokkuð frjálslegri, að því marki að hér á landi er einstaklingsbundið mat framkvæmt í stað þess að beita algjörri útilokun þegar kemur að ákveðnum veikindum eða kvillum. 19. desember 2019 16:00
Lyfjanotkun ekki lengur frágangssök í lögreglunáminu Notkun lyfseðilsskyldra lyfja verður ekki lengur útilokandi þáttur við inntöku í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem hefur tvívegis verið neitað um námið sökum þess að hún tekur kvíða- og þunglyndislyfið Sertral. 6. janúar 2021 09:02
HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. 11. október 2019 17:31