Osbourne deilir örlögum Morgan og er látin taka pokann sinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 09:48 Sharon Osbourne og Piers Morgan eru gamlir vinir. Vísir/Getty/Epa Raunveruleikaþáttastjarnan Sharon Osbourne mun ekki snúa aftur í spjallþáttinn The Talk, eftir heita umræðu í þættinum um rasisma. Umræðan átti sér stað í kjölfar þess að Osbourne lýsti yfir stuðningi við sjónvarpsmanninn Piers Morgan. Morgan var látinn taka pokann sinn sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir að hann átti í orðaskiptum í þættinum um viðtal Opruh Winfrey við Harry Bretaprins og Meghan Markle. Sagði Morgan meðal annars að hann tryði ekki orði af því sem Meghan sagði í viðtalinu en hún hélt því meðal annars fram að húðlitur barns hjónanna hefði verið til umræðu innan konungsfjölskyldunnar. Þá sagðist hún hafa verið afar þunglynd og íhugað sjálfsvíg en ekki fengið stuðning. Morgan var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín og metfjöldi kvartana barst fjölmiðla- og samskiptaeftirlitsstofnuninni Ofcom. Osbourne kom sjónvarpsmanninum hins vegar til varnar og tísti meðal annars að fólk ætti til að gleyma því að hann fengi borgað fyrir að viðra skoðanir sínar. . @piersmorgan I am with you. I stand by you. People forget that you’re paid for your opinion and that you’re just speaking your truth.— Sharon Osbourne (@MrsSOsbourne) March 9, 2021 Þegar annar meðstjórnenda Osbourne kom inn á tístið í þætti af The Talk sagðist síðarnefnda hafa það á tilfinningunni að það ætti að „setja sig í rafmagnsstólinn“ af því að hún ætti vin sem sumum þætti rasískur og því hlyti hún að vera rasisti. Skoraði hún á Sheryl Underwood að benda sér á rasísk ummæli sem hún hefði látið falla. „Þetta snýst ekki um rasisma með beinum orðum, heldur hvað hann felur í sér og viðbrögðin við honum,“ svaraði Underwood. Osbourne baðst síðar afsökunar en gaf í kjölfarið í skyn að sér hefði verið „fórnað“ af framleiðendum þáttanna. Hún hefur ekki tjáð sig um ákvörðun CBS að láta sig fara. The Talk fór fyrst í loftið árið 2010 og Osbourne hefur verið einn þáttastjórnenda frá upphafi. Hún og Morgan voru um tíma bæði dómarar í þættinum America's Got Talent. Bandaríkin Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Fjölmiðlar Tengdar fréttir Aldrei fleiri kvartanir borist Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður. 17. mars 2021 18:41 Osbourne tekin af dagskrá vegna deilna um Morgan Spjallþátturinn The Talk fer ekki í loftið í dag og á morgun vegna deilna Sharon Osbourne og meðþáttastjórnanda hennar Sheryl Underwood um skoðanir Piers Morgan á Meghan Markle. 15. mars 2021 22:38 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Morgan stendur við orð sín um Meghan og bætir í Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan, sem hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni vegna ummæla sinna um Meghan Markle, segist standa við það sem hann sagði. 10. mars 2021 10:54 Enginn Morgan á morgnana í kjölfar ummæla um Meghan Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur ákveðið að hætta sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir uppákomu í þættingum í gærmorgun þegar viðtal hertogahjónanna Harry og Meghan við Oprah Winfrey bar á góma. 9. mars 2021 19:03 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Morgan var látinn taka pokann sinn sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir að hann átti í orðaskiptum í þættinum um viðtal Opruh Winfrey við Harry Bretaprins og Meghan Markle. Sagði Morgan meðal annars að hann tryði ekki orði af því sem Meghan sagði í viðtalinu en hún hélt því meðal annars fram að húðlitur barns hjónanna hefði verið til umræðu innan konungsfjölskyldunnar. Þá sagðist hún hafa verið afar þunglynd og íhugað sjálfsvíg en ekki fengið stuðning. Morgan var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín og metfjöldi kvartana barst fjölmiðla- og samskiptaeftirlitsstofnuninni Ofcom. Osbourne kom sjónvarpsmanninum hins vegar til varnar og tísti meðal annars að fólk ætti til að gleyma því að hann fengi borgað fyrir að viðra skoðanir sínar. . @piersmorgan I am with you. I stand by you. People forget that you’re paid for your opinion and that you’re just speaking your truth.— Sharon Osbourne (@MrsSOsbourne) March 9, 2021 Þegar annar meðstjórnenda Osbourne kom inn á tístið í þætti af The Talk sagðist síðarnefnda hafa það á tilfinningunni að það ætti að „setja sig í rafmagnsstólinn“ af því að hún ætti vin sem sumum þætti rasískur og því hlyti hún að vera rasisti. Skoraði hún á Sheryl Underwood að benda sér á rasísk ummæli sem hún hefði látið falla. „Þetta snýst ekki um rasisma með beinum orðum, heldur hvað hann felur í sér og viðbrögðin við honum,“ svaraði Underwood. Osbourne baðst síðar afsökunar en gaf í kjölfarið í skyn að sér hefði verið „fórnað“ af framleiðendum þáttanna. Hún hefur ekki tjáð sig um ákvörðun CBS að láta sig fara. The Talk fór fyrst í loftið árið 2010 og Osbourne hefur verið einn þáttastjórnenda frá upphafi. Hún og Morgan voru um tíma bæði dómarar í þættinum America's Got Talent.
Bandaríkin Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Fjölmiðlar Tengdar fréttir Aldrei fleiri kvartanir borist Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður. 17. mars 2021 18:41 Osbourne tekin af dagskrá vegna deilna um Morgan Spjallþátturinn The Talk fer ekki í loftið í dag og á morgun vegna deilna Sharon Osbourne og meðþáttastjórnanda hennar Sheryl Underwood um skoðanir Piers Morgan á Meghan Markle. 15. mars 2021 22:38 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Morgan stendur við orð sín um Meghan og bætir í Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan, sem hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni vegna ummæla sinna um Meghan Markle, segist standa við það sem hann sagði. 10. mars 2021 10:54 Enginn Morgan á morgnana í kjölfar ummæla um Meghan Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur ákveðið að hætta sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir uppákomu í þættingum í gærmorgun þegar viðtal hertogahjónanna Harry og Meghan við Oprah Winfrey bar á góma. 9. mars 2021 19:03 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Aldrei fleiri kvartanir borist Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður. 17. mars 2021 18:41
Osbourne tekin af dagskrá vegna deilna um Morgan Spjallþátturinn The Talk fer ekki í loftið í dag og á morgun vegna deilna Sharon Osbourne og meðþáttastjórnanda hennar Sheryl Underwood um skoðanir Piers Morgan á Meghan Markle. 15. mars 2021 22:38
Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09
Morgan stendur við orð sín um Meghan og bætir í Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan, sem hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni vegna ummæla sinna um Meghan Markle, segist standa við það sem hann sagði. 10. mars 2021 10:54
Enginn Morgan á morgnana í kjölfar ummæla um Meghan Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur ákveðið að hætta sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir uppákomu í þættingum í gærmorgun þegar viðtal hertogahjónanna Harry og Meghan við Oprah Winfrey bar á góma. 9. mars 2021 19:03