Þjálfari Dana spenntur fyrir undrabarninu Faghir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. mars 2021 07:01 Wahid Faghir [t.v.] fagnar marki sínu fyrir Vejle gegn SønderjyskE í febrúar á þessu ári. Lars Ronbog/Getty Images Kasper Hjulmand. þjálfari danska A-landsliðsins í knattspyrnu, er mjög spenntur að sjá hinn 17 ára Wahid Faghir í treyju danska landsliðsins og vonast til að þessi ungi leikmaður ákveði að spila fyrir Dani um ókomna tíð. Faghir – sem er yngsti leikmaðurinn á EM U-21 árs landsliða sem nú fer fram – skráði sig í sögubækurnar er Danir gerðu sér lítið fyrir og unnu Frakka 1-0 í fyrsta leik liðanna á mótinu. Faghir byrjaði leikinn og varð þar með yngsti leikmaður til að byrja leik á EM U-21 árs landsliða frá upphafi. Faghir var á sama lista og Ísak Bergmann Jóhannesson hjá The Athletic. Íþróttavefurinn nefndi þar tíu áhugaverða leikmenn sem vert væri að fylgjast með á mótinu. Hjulmand vonar að Faghir velji danska landsliðið en leikmaðurinn á rætur að rekja til Afganistan en foreldrar hans flúðu harðstjórn Talíbana skömmu eftir aldamót og enduðu í Danmörku þar sem Faghir er fæddur. Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, er spenntur að sjá hvað hinn ungi og efnilegi Faghir gerir á næstu árum.EPA-EFE/Liselotte Sabroe „Auðvitað vonast ég til þess að Faghir velji danska landsliðið. Ég hef fylgst með uppgangi hans í yngri landsliðunum þar sem ég hef einnig starfað svo ég hef séð mikið af Wahid,“ sagði Hjulmand í viðtali sem birtist á Bold.dk. „Ég tel hann vera frábæran framherja sem getur gert smá af öllu. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum. Auðvitað trúi ég sem og vona að hann haldi áfram þróun sinni og að hann haldi áfram að bæta sig innan okkar kerfis. Það er enn langur vegur frá því stigi sem hann er á nú og upp í næsta [frá U-21 upp í A-landsliðið] en hann er svo sannarlega spennandi leikmaður.“ Þá hrósaði Hjulmand einnig U-21 árs landsliði Dana fyrir sigurinn á Frökkum og þá sérstaklega fyrir sigurmark leiksins en það var einnig eina mark leiksins. Danir léku boltanum vel sín á milli frá aftasta manni sem endaði með einkar laglegu marki. França favorita no sub-21? A Dinamarca não acha! Deu duro: Dreyer fez o gol da vitória pic.twitter.com/Mk4B2H5Ylo— Leonardo Bertozzi (@lbertozzi) March 25, 2021 Danmörk og Ísland mætast á EM U-21 árs landsliða á morgun, sunnudag, klukkan 13.00. Danmörk vann Frakkland 1-0 í fyrstu umferð riðlakeppninnar á meðan Ísland steinlá 4-1 gegn Rússlandi. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Sjá meira
Faghir – sem er yngsti leikmaðurinn á EM U-21 árs landsliða sem nú fer fram – skráði sig í sögubækurnar er Danir gerðu sér lítið fyrir og unnu Frakka 1-0 í fyrsta leik liðanna á mótinu. Faghir byrjaði leikinn og varð þar með yngsti leikmaður til að byrja leik á EM U-21 árs landsliða frá upphafi. Faghir var á sama lista og Ísak Bergmann Jóhannesson hjá The Athletic. Íþróttavefurinn nefndi þar tíu áhugaverða leikmenn sem vert væri að fylgjast með á mótinu. Hjulmand vonar að Faghir velji danska landsliðið en leikmaðurinn á rætur að rekja til Afganistan en foreldrar hans flúðu harðstjórn Talíbana skömmu eftir aldamót og enduðu í Danmörku þar sem Faghir er fæddur. Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, er spenntur að sjá hvað hinn ungi og efnilegi Faghir gerir á næstu árum.EPA-EFE/Liselotte Sabroe „Auðvitað vonast ég til þess að Faghir velji danska landsliðið. Ég hef fylgst með uppgangi hans í yngri landsliðunum þar sem ég hef einnig starfað svo ég hef séð mikið af Wahid,“ sagði Hjulmand í viðtali sem birtist á Bold.dk. „Ég tel hann vera frábæran framherja sem getur gert smá af öllu. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum. Auðvitað trúi ég sem og vona að hann haldi áfram þróun sinni og að hann haldi áfram að bæta sig innan okkar kerfis. Það er enn langur vegur frá því stigi sem hann er á nú og upp í næsta [frá U-21 upp í A-landsliðið] en hann er svo sannarlega spennandi leikmaður.“ Þá hrósaði Hjulmand einnig U-21 árs landsliði Dana fyrir sigurinn á Frökkum og þá sérstaklega fyrir sigurmark leiksins en það var einnig eina mark leiksins. Danir léku boltanum vel sín á milli frá aftasta manni sem endaði með einkar laglegu marki. França favorita no sub-21? A Dinamarca não acha! Deu duro: Dreyer fez o gol da vitória pic.twitter.com/Mk4B2H5Ylo— Leonardo Bertozzi (@lbertozzi) March 25, 2021 Danmörk og Ísland mætast á EM U-21 árs landsliða á morgun, sunnudag, klukkan 13.00. Danmörk vann Frakkland 1-0 í fyrstu umferð riðlakeppninnar á meðan Ísland steinlá 4-1 gegn Rússlandi.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Sjá meira