Segja leikstíl Ísaks Bergmanns svipa til Luka Modrić Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2021 07:00 Ísak Bergmann í leik gegn Ítalíu í undankeppni EM. Vísir/Vilhelm Ísak Bergmann Jóhannesson hóf 4-1 tap íslenska U-21 árs landsliðsins gegn Rússlandi á hægri vængnum í 4-3-3 leikkerfi en ef marka má sérfræðinga The Athletic myndu hæfileikar hans nýtast betur á miðri miðjunni. Vísir greindi frá því að knattspyrnusamband Evrópu hefði tekið saman lista yfir einn leikmann úr hverju liði sem vert væri að fylgjast með á mótinu. Ísak Bergmann Jóhannesson var sá Íslendingur sem var nefndur til sögunnar. Nú hefur íþróttamiðillinn The Athletic tekið í sama streng en íþróttavefmiðillinn birti tíu leikmenn sem áhorfendur ættu svo sannarlega ekki að láta fram hjá sér fara. Ísak Bergmann er þar á meðal ásamt tveimur öðrum úr riðli okkar Íslendinga. Fedor Chalov – fremherji Rússlands sem við fengum að kynnast aðeins of vel í 4-1 tapi Íslands í gær – og svo hinn ungi Wahid Faghir hjá Danmörku. Í greininni segir að Ísak Bergmann sé eftirsóttur af fjölda stórliða Evrópu, þar á meðal Juventus, Inter Milan og Manchester United. „Þess örvfætti leikmaður var byrjunarliðsmaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og er einkar fjölhæfur. Getur hann spilað annað hvort úti á væng eða miðsvæðis. Þrátt fyrir ungan aldur er hann mjög yfirvegaður á boltann og tekur reglulega þátt í sóknaruppbyggingu liðsins með stuttum, snöggum sendingum,“ segir í grein Athletic. Scamacca scores the first goal for Italy in the #U21EURO Championship!I looked in to his profile below, as a key player to look out for in the tournament https://t.co/jVm8cpWzIo— Mark Carey (@MarkCarey93) March 24, 2021 „Sköpunargetan helst í hendur við yfirvegun Ísaks á boltann en hann lagði alls upp níu mörk í deildinni á síðasta tímabili. Miðað við spilaðar mínútur þá var hann í sjöunda sæti yfir flestar stoðsendingar í sænsku úrvalsdeildinni.“ „Samkvæmt algrím smarterscout þá svipar leikstíll Ísaks Bergmanns til Luka Modrić hjá Real Madrid, miðjumaður sem tengir vörn og sókn vel saman – ekki slæmur leikmaður til að vera líkt við.“ Ísak Bergmann náði því miður lítið að sýna í slæmu tapi íslenska liðsins gegn Rússum í gær. Eins og áður kom fram hóf hann leik á hægri vængnum en hver veit nema hann fái tækifæri á miðjunni í næsta leik. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50 „Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi. 25. mars 2021 20:20 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira
Vísir greindi frá því að knattspyrnusamband Evrópu hefði tekið saman lista yfir einn leikmann úr hverju liði sem vert væri að fylgjast með á mótinu. Ísak Bergmann Jóhannesson var sá Íslendingur sem var nefndur til sögunnar. Nú hefur íþróttamiðillinn The Athletic tekið í sama streng en íþróttavefmiðillinn birti tíu leikmenn sem áhorfendur ættu svo sannarlega ekki að láta fram hjá sér fara. Ísak Bergmann er þar á meðal ásamt tveimur öðrum úr riðli okkar Íslendinga. Fedor Chalov – fremherji Rússlands sem við fengum að kynnast aðeins of vel í 4-1 tapi Íslands í gær – og svo hinn ungi Wahid Faghir hjá Danmörku. Í greininni segir að Ísak Bergmann sé eftirsóttur af fjölda stórliða Evrópu, þar á meðal Juventus, Inter Milan og Manchester United. „Þess örvfætti leikmaður var byrjunarliðsmaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og er einkar fjölhæfur. Getur hann spilað annað hvort úti á væng eða miðsvæðis. Þrátt fyrir ungan aldur er hann mjög yfirvegaður á boltann og tekur reglulega þátt í sóknaruppbyggingu liðsins með stuttum, snöggum sendingum,“ segir í grein Athletic. Scamacca scores the first goal for Italy in the #U21EURO Championship!I looked in to his profile below, as a key player to look out for in the tournament https://t.co/jVm8cpWzIo— Mark Carey (@MarkCarey93) March 24, 2021 „Sköpunargetan helst í hendur við yfirvegun Ísaks á boltann en hann lagði alls upp níu mörk í deildinni á síðasta tímabili. Miðað við spilaðar mínútur þá var hann í sjöunda sæti yfir flestar stoðsendingar í sænsku úrvalsdeildinni.“ „Samkvæmt algrím smarterscout þá svipar leikstíll Ísaks Bergmanns til Luka Modrić hjá Real Madrid, miðjumaður sem tengir vörn og sókn vel saman – ekki slæmur leikmaður til að vera líkt við.“ Ísak Bergmann náði því miður lítið að sýna í slæmu tapi íslenska liðsins gegn Rússum í gær. Eins og áður kom fram hóf hann leik á hægri vængnum en hver veit nema hann fái tækifæri á miðjunni í næsta leik.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50 „Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi. 25. mars 2021 20:20 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50
„Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi. 25. mars 2021 20:20