Bíða svara UEFA en ef að Þjóðverjar hafa fjórtán menn ætti leikurinn að fara fram Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2021 11:06 Það var létt yfir íslensku strákunum á æfingu í Duisburg í gær. Þjóðverjar æfðu ekki í morgun eftir að kórónuveirusmit greindist í hópnum. @footballiceland Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að það sé í höndum UEFA að ákveða hvort að leikur Íslands og Þýskalands fari fram í Duisburg í kvöld, eftir að smit greindist í þýska landsliðshópnum. Samkvæmt þýska blaðinu Bild er það Jonas Hofmann sem greindist með kórónuveiruna. Liðsfélagar hans í þýska liðinu halda nú kyrru fyrir á herbergjum og fara í smitpróf. Leikurinn á að hefjast kl. 19.45 að íslenskum tíma. „Við vitum ekki mikið meira en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Við vitum að það er smit, að UEFA er að afla sér frekari upplýsinga um málið, og að okkur verður svo tilkynnt einhver niðurstaða,“ segir Klara. Samkvæmt Covid-reglum FIFA er nóg að lið hafi 14 leikmenn tiltæka til að leikur geti farið fram. Úr Covid-reglugerð FIFA, sem á heimsmeistaramótið, um lágmarksfjölda leikmanna til að leikur geti farið fram. Einn af fjórtán leikmönnum þarf að vera markvörður. Joachim Löw valdi 26 leikmenn í sinn hóp og þó að Toni Kroos hafi farið heim vegna meiðsla og Hofmann sé sýktur standa því 24 menn eftir. Spurningin er hvort fleiri séu sýktir og hvort og þá hve margir þurfi að fara í sóttkví vegna smits Hofmanns: „Ég á erfitt með að svara til um þýskar sóttvarnareglur en út frá reglum FIFA tel ég að ef að Þjóðverjarnir eru með 14 leikhæfa leikmenn þá fari leikurinn fram,“ segir Klara. Engar forsendur til að mótmæla ákvörðun UEFA „Út af svona málum erum við til dæmis með tvær liðsrútur í svona verkefnum, svo að leikmenn geti haldið tveggja metra fjarlægð í rútunum. Sætaskipan í matsal er ákveðin og ljósmynduð svo að hægt sé að leggja fram gögn ef leikmaður greinist jákvæður. Svona er hægt að sjá hverjum leikmaður hefur setið hjá eða verið nálægt. Leikmenn eru líka einir í herbergi. Ef þetta er gert eins og UEFA leggur upp þá veit maður ekki hvort það dugi til að þetta sé einangrað tilfelli,“ segir Klara. Aðspurð hvort að KSÍ myndi setja sig á móti því að leikurinn færi fram í kvöld, ákveði UEFA svo, segir Klara: „Ég sé ekki hvaða forsendur við höfum til þess. Ef að aðrir leikmenn greinast neikvæðir og það er metið sem svo að þeir séu spilhæfir og ekki smitandi, þá veit ég ekki hvaða forsendur við höfum til þess. UEFA er ábyrgðaraðili mótsins og er að vinna í málinu. Á þessu stigi vitum við ekki meira en höldum okkar einbeitingu á leiknum, og leikjunum í dag. Svona hefur þetta verið síðasta árið. Ekki bara keppni í fótbolta heldur kapphlaup við að verja liðin sín eins og við mögulega getum.“ HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja Í beinni: Real Madrid - Levante | Í brekku eftir niðurlægjandi tap „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjá meira
Samkvæmt þýska blaðinu Bild er það Jonas Hofmann sem greindist með kórónuveiruna. Liðsfélagar hans í þýska liðinu halda nú kyrru fyrir á herbergjum og fara í smitpróf. Leikurinn á að hefjast kl. 19.45 að íslenskum tíma. „Við vitum ekki mikið meira en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Við vitum að það er smit, að UEFA er að afla sér frekari upplýsinga um málið, og að okkur verður svo tilkynnt einhver niðurstaða,“ segir Klara. Samkvæmt Covid-reglum FIFA er nóg að lið hafi 14 leikmenn tiltæka til að leikur geti farið fram. Úr Covid-reglugerð FIFA, sem á heimsmeistaramótið, um lágmarksfjölda leikmanna til að leikur geti farið fram. Einn af fjórtán leikmönnum þarf að vera markvörður. Joachim Löw valdi 26 leikmenn í sinn hóp og þó að Toni Kroos hafi farið heim vegna meiðsla og Hofmann sé sýktur standa því 24 menn eftir. Spurningin er hvort fleiri séu sýktir og hvort og þá hve margir þurfi að fara í sóttkví vegna smits Hofmanns: „Ég á erfitt með að svara til um þýskar sóttvarnareglur en út frá reglum FIFA tel ég að ef að Þjóðverjarnir eru með 14 leikhæfa leikmenn þá fari leikurinn fram,“ segir Klara. Engar forsendur til að mótmæla ákvörðun UEFA „Út af svona málum erum við til dæmis með tvær liðsrútur í svona verkefnum, svo að leikmenn geti haldið tveggja metra fjarlægð í rútunum. Sætaskipan í matsal er ákveðin og ljósmynduð svo að hægt sé að leggja fram gögn ef leikmaður greinist jákvæður. Svona er hægt að sjá hverjum leikmaður hefur setið hjá eða verið nálægt. Leikmenn eru líka einir í herbergi. Ef þetta er gert eins og UEFA leggur upp þá veit maður ekki hvort það dugi til að þetta sé einangrað tilfelli,“ segir Klara. Aðspurð hvort að KSÍ myndi setja sig á móti því að leikurinn færi fram í kvöld, ákveði UEFA svo, segir Klara: „Ég sé ekki hvaða forsendur við höfum til þess. Ef að aðrir leikmenn greinast neikvæðir og það er metið sem svo að þeir séu spilhæfir og ekki smitandi, þá veit ég ekki hvaða forsendur við höfum til þess. UEFA er ábyrgðaraðili mótsins og er að vinna í málinu. Á þessu stigi vitum við ekki meira en höldum okkar einbeitingu á leiknum, og leikjunum í dag. Svona hefur þetta verið síðasta árið. Ekki bara keppni í fótbolta heldur kapphlaup við að verja liðin sín eins og við mögulega getum.“
HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja Í beinni: Real Madrid - Levante | Í brekku eftir niðurlægjandi tap „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjá meira