Bíða svara UEFA en ef að Þjóðverjar hafa fjórtán menn ætti leikurinn að fara fram Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2021 11:06 Það var létt yfir íslensku strákunum á æfingu í Duisburg í gær. Þjóðverjar æfðu ekki í morgun eftir að kórónuveirusmit greindist í hópnum. @footballiceland Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að það sé í höndum UEFA að ákveða hvort að leikur Íslands og Þýskalands fari fram í Duisburg í kvöld, eftir að smit greindist í þýska landsliðshópnum. Samkvæmt þýska blaðinu Bild er það Jonas Hofmann sem greindist með kórónuveiruna. Liðsfélagar hans í þýska liðinu halda nú kyrru fyrir á herbergjum og fara í smitpróf. Leikurinn á að hefjast kl. 19.45 að íslenskum tíma. „Við vitum ekki mikið meira en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Við vitum að það er smit, að UEFA er að afla sér frekari upplýsinga um málið, og að okkur verður svo tilkynnt einhver niðurstaða,“ segir Klara. Samkvæmt Covid-reglum FIFA er nóg að lið hafi 14 leikmenn tiltæka til að leikur geti farið fram. Úr Covid-reglugerð FIFA, sem á heimsmeistaramótið, um lágmarksfjölda leikmanna til að leikur geti farið fram. Einn af fjórtán leikmönnum þarf að vera markvörður. Joachim Löw valdi 26 leikmenn í sinn hóp og þó að Toni Kroos hafi farið heim vegna meiðsla og Hofmann sé sýktur standa því 24 menn eftir. Spurningin er hvort fleiri séu sýktir og hvort og þá hve margir þurfi að fara í sóttkví vegna smits Hofmanns: „Ég á erfitt með að svara til um þýskar sóttvarnareglur en út frá reglum FIFA tel ég að ef að Þjóðverjarnir eru með 14 leikhæfa leikmenn þá fari leikurinn fram,“ segir Klara. Engar forsendur til að mótmæla ákvörðun UEFA „Út af svona málum erum við til dæmis með tvær liðsrútur í svona verkefnum, svo að leikmenn geti haldið tveggja metra fjarlægð í rútunum. Sætaskipan í matsal er ákveðin og ljósmynduð svo að hægt sé að leggja fram gögn ef leikmaður greinist jákvæður. Svona er hægt að sjá hverjum leikmaður hefur setið hjá eða verið nálægt. Leikmenn eru líka einir í herbergi. Ef þetta er gert eins og UEFA leggur upp þá veit maður ekki hvort það dugi til að þetta sé einangrað tilfelli,“ segir Klara. Aðspurð hvort að KSÍ myndi setja sig á móti því að leikurinn færi fram í kvöld, ákveði UEFA svo, segir Klara: „Ég sé ekki hvaða forsendur við höfum til þess. Ef að aðrir leikmenn greinast neikvæðir og það er metið sem svo að þeir séu spilhæfir og ekki smitandi, þá veit ég ekki hvaða forsendur við höfum til þess. UEFA er ábyrgðaraðili mótsins og er að vinna í málinu. Á þessu stigi vitum við ekki meira en höldum okkar einbeitingu á leiknum, og leikjunum í dag. Svona hefur þetta verið síðasta árið. Ekki bara keppni í fótbolta heldur kapphlaup við að verja liðin sín eins og við mögulega getum.“ HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Samkvæmt þýska blaðinu Bild er það Jonas Hofmann sem greindist með kórónuveiruna. Liðsfélagar hans í þýska liðinu halda nú kyrru fyrir á herbergjum og fara í smitpróf. Leikurinn á að hefjast kl. 19.45 að íslenskum tíma. „Við vitum ekki mikið meira en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Við vitum að það er smit, að UEFA er að afla sér frekari upplýsinga um málið, og að okkur verður svo tilkynnt einhver niðurstaða,“ segir Klara. Samkvæmt Covid-reglum FIFA er nóg að lið hafi 14 leikmenn tiltæka til að leikur geti farið fram. Úr Covid-reglugerð FIFA, sem á heimsmeistaramótið, um lágmarksfjölda leikmanna til að leikur geti farið fram. Einn af fjórtán leikmönnum þarf að vera markvörður. Joachim Löw valdi 26 leikmenn í sinn hóp og þó að Toni Kroos hafi farið heim vegna meiðsla og Hofmann sé sýktur standa því 24 menn eftir. Spurningin er hvort fleiri séu sýktir og hvort og þá hve margir þurfi að fara í sóttkví vegna smits Hofmanns: „Ég á erfitt með að svara til um þýskar sóttvarnareglur en út frá reglum FIFA tel ég að ef að Þjóðverjarnir eru með 14 leikhæfa leikmenn þá fari leikurinn fram,“ segir Klara. Engar forsendur til að mótmæla ákvörðun UEFA „Út af svona málum erum við til dæmis með tvær liðsrútur í svona verkefnum, svo að leikmenn geti haldið tveggja metra fjarlægð í rútunum. Sætaskipan í matsal er ákveðin og ljósmynduð svo að hægt sé að leggja fram gögn ef leikmaður greinist jákvæður. Svona er hægt að sjá hverjum leikmaður hefur setið hjá eða verið nálægt. Leikmenn eru líka einir í herbergi. Ef þetta er gert eins og UEFA leggur upp þá veit maður ekki hvort það dugi til að þetta sé einangrað tilfelli,“ segir Klara. Aðspurð hvort að KSÍ myndi setja sig á móti því að leikurinn færi fram í kvöld, ákveði UEFA svo, segir Klara: „Ég sé ekki hvaða forsendur við höfum til þess. Ef að aðrir leikmenn greinast neikvæðir og það er metið sem svo að þeir séu spilhæfir og ekki smitandi, þá veit ég ekki hvaða forsendur við höfum til þess. UEFA er ábyrgðaraðili mótsins og er að vinna í málinu. Á þessu stigi vitum við ekki meira en höldum okkar einbeitingu á leiknum, og leikjunum í dag. Svona hefur þetta verið síðasta árið. Ekki bara keppni í fótbolta heldur kapphlaup við að verja liðin sín eins og við mögulega getum.“
HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira