Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 13:03 Mansour Abbas, leiðtogi Raam, flokksins gæti ráðið því hver verður næstu forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur áður sagst tilbúinn að vinna með Netanjahú að málefnum árabískra Ísraela sem eru um fimmtungur þjóðarinnar. AP/Mahmoud Illean Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. Þegar búið var að telja um 90% atkvæða vantaði Líkúdflokk Netanjahú og bandalagsflokka hans af hægrivængnum tvö þingsæti upp á meirihluta á þingi. Líkúd virðist hafa fengið rétt tæpan fjórðung atkvæða en sem ætti að skila honum þrjátíu þingsætum af 120. Flokkar sem vilja Netanjahú frá völdum virðast ætla að fá 56 þingsæti. Yesh Atid, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, hefur fengið 13,9% atkvæða til þessa og fengi þá sautján þingsæti. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öllum að óvörum virðist Raam, lítill arabískur flokkur, ætla að fá fimm þingsæti. Flokkurinn gæti þannig ráðið því í reynd hver fer með völdin á næsta kjörtímabili. Forysta flokksins hefur ekki tekið af skarið um hvora fylkinguna hún styður. Hann er sagður ólíklegur bandamaður Netanjahú en Mansour Abbas, leiðtogi hans, hefur þó ekki útilokað að vinna með forsætisráðherranum. Ört hefur verið kosið í Ísrael undanfarin ár þar sem illa hefur gengið að mynda samsteypustjórnir. Náist ekki að klambra saman nýrri ríkisstjórn og boðað verður til annarra kosninga yrðu það þær fimmtu frá árinu 2019. Yfir ísraelskum stjórnmálum vofir svo áframhaldandi réttarhöld yfir Netanjahú sem er ákærður fyrir spillingu í embættinu sem hann hefur gegnt sleitulaust frá 2009. Ísrael Tengdar fréttir Líkur á hægrisinnuðustu ríkisstjórninni í sögu Ísrael Samkvæmt útgönguspám verðu Likud-flokkur forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu enn stærsti flokkur landsins eftir kosningarnar sem fram fóru í dag en hann mun þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka á hægri vængnum til að mynda meirihluta. 23. mars 2021 22:47 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Þegar búið var að telja um 90% atkvæða vantaði Líkúdflokk Netanjahú og bandalagsflokka hans af hægrivængnum tvö þingsæti upp á meirihluta á þingi. Líkúd virðist hafa fengið rétt tæpan fjórðung atkvæða en sem ætti að skila honum þrjátíu þingsætum af 120. Flokkar sem vilja Netanjahú frá völdum virðast ætla að fá 56 þingsæti. Yesh Atid, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, hefur fengið 13,9% atkvæða til þessa og fengi þá sautján þingsæti. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öllum að óvörum virðist Raam, lítill arabískur flokkur, ætla að fá fimm þingsæti. Flokkurinn gæti þannig ráðið því í reynd hver fer með völdin á næsta kjörtímabili. Forysta flokksins hefur ekki tekið af skarið um hvora fylkinguna hún styður. Hann er sagður ólíklegur bandamaður Netanjahú en Mansour Abbas, leiðtogi hans, hefur þó ekki útilokað að vinna með forsætisráðherranum. Ört hefur verið kosið í Ísrael undanfarin ár þar sem illa hefur gengið að mynda samsteypustjórnir. Náist ekki að klambra saman nýrri ríkisstjórn og boðað verður til annarra kosninga yrðu það þær fimmtu frá árinu 2019. Yfir ísraelskum stjórnmálum vofir svo áframhaldandi réttarhöld yfir Netanjahú sem er ákærður fyrir spillingu í embættinu sem hann hefur gegnt sleitulaust frá 2009.
Ísrael Tengdar fréttir Líkur á hægrisinnuðustu ríkisstjórninni í sögu Ísrael Samkvæmt útgönguspám verðu Likud-flokkur forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu enn stærsti flokkur landsins eftir kosningarnar sem fram fóru í dag en hann mun þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka á hægri vængnum til að mynda meirihluta. 23. mars 2021 22:47 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Líkur á hægrisinnuðustu ríkisstjórninni í sögu Ísrael Samkvæmt útgönguspám verðu Likud-flokkur forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu enn stærsti flokkur landsins eftir kosningarnar sem fram fóru í dag en hann mun þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka á hægri vængnum til að mynda meirihluta. 23. mars 2021 22:47
Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56