Gossvæðið í Geldingadal opið almenningi í dag: Eldgosið skipulagt sem langtímaverkefni hjá lögreglu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. mars 2021 11:50 Eldgosið í Geldingadal á Reykjanesi í gær. Aukinn kraftur var á gosstöðvunum í gærkvöldi. Vísir/Villi Gossvæðið í Geldingadal verður opið almenningi í dag. Lögreglan á Suðurnesjum býst við fjölmenni á gosstöðvarnar og horft er á verkefnið til lengri tíma. Skipulag yfirvalda snýr að því að tryggja öryggi á svæðinu. Krafturinn í eldgosinu í Geldingadal jókst þegar leið á kvöldið í gær. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ný sprunga hafi ekki opnast á svæðinu né nýr gígur. Svo virðist sem hraunrennslið í minni gíg hafi orðið kröftugra og spurning hvort það hafi sameinast við stóra gíginn. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir veðrið á svæðinu í gott og að svæðið verði opið almenningi i dag. „Það er suðvestanátt. Þá stendur vindurinn undan gönguleiðinni. Þannig að það lítur bara ágætlega út,“ segir Hjálmar. Gönguhópum var hleypt inn á svæðið klukkan 11 í morgun.Vísir/Villi Mikill áhugi er fyrir eldgosinu og líklegt að hundruð ef ekki þúsundir hafi heimsótt Geldingadal í gær og búist er við ásóknin verði svipuð áfram. Ekki er búið að skipuleggja umferð ökutækja á svæðinu umfram það sem var í gær. „Við erum með það í vinnslu. Við erum með ákveðnar tillögur hérna sem síðan þarf að taka ákvörðun um. Það er ekki einfalt að gera þetta vegna þess að við erum að hugsa um hópferðabifreiðar til þess að fara að þannig að allir hafi sem stystu gönguleið að gosstöðvunum. Í ofan á lag að þá er COVID og þetta er flókin samsetning að raða þessu öllu saman þannig að allt sé í lagi,“ segir Hjálmar. Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar hafa haft í nægu að snúast á gossvæðinu síðustu daga.Vísir/Jóhann K. Hjálmar segir að unnið er að framtíðar skipulagi og horft sé orðið á gosið sem langtímaverkefni. „Við erum svona fyrst og fremst að reyna að ná utan um verkefnið en við þurfum að horfa til framtíðar. Það sem við erum að reyna að tryggja er að allir þessi sem vilja sjá og vilja koma fari öruggustu leiðina. Ekki hér og þar og við erum að ná utan um þetta. Við erum farin að hugsa þetta miklu lengra. Það þarf að gera ráð fyrir allskonar hlutum þegar svona margir vilja koma. Helgin er fram undan og svo eru páskarnir líka þannig að við erum á fullu við undirbúning,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Sjá meira
Krafturinn í eldgosinu í Geldingadal jókst þegar leið á kvöldið í gær. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ný sprunga hafi ekki opnast á svæðinu né nýr gígur. Svo virðist sem hraunrennslið í minni gíg hafi orðið kröftugra og spurning hvort það hafi sameinast við stóra gíginn. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir veðrið á svæðinu í gott og að svæðið verði opið almenningi i dag. „Það er suðvestanátt. Þá stendur vindurinn undan gönguleiðinni. Þannig að það lítur bara ágætlega út,“ segir Hjálmar. Gönguhópum var hleypt inn á svæðið klukkan 11 í morgun.Vísir/Villi Mikill áhugi er fyrir eldgosinu og líklegt að hundruð ef ekki þúsundir hafi heimsótt Geldingadal í gær og búist er við ásóknin verði svipuð áfram. Ekki er búið að skipuleggja umferð ökutækja á svæðinu umfram það sem var í gær. „Við erum með það í vinnslu. Við erum með ákveðnar tillögur hérna sem síðan þarf að taka ákvörðun um. Það er ekki einfalt að gera þetta vegna þess að við erum að hugsa um hópferðabifreiðar til þess að fara að þannig að allir hafi sem stystu gönguleið að gosstöðvunum. Í ofan á lag að þá er COVID og þetta er flókin samsetning að raða þessu öllu saman þannig að allt sé í lagi,“ segir Hjálmar. Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar hafa haft í nægu að snúast á gossvæðinu síðustu daga.Vísir/Jóhann K. Hjálmar segir að unnið er að framtíðar skipulagi og horft sé orðið á gosið sem langtímaverkefni. „Við erum svona fyrst og fremst að reyna að ná utan um verkefnið en við þurfum að horfa til framtíðar. Það sem við erum að reyna að tryggja er að allir þessi sem vilja sjá og vilja koma fari öruggustu leiðina. Ekki hér og þar og við erum að ná utan um þetta. Við erum farin að hugsa þetta miklu lengra. Það þarf að gera ráð fyrir allskonar hlutum þegar svona margir vilja koma. Helgin er fram undan og svo eru páskarnir líka þannig að við erum á fullu við undirbúning,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Sjá meira