„Þú getur ekki verið tilbúin í að fá svona óvært barn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2021 10:31 Ósk Gunnarsson svaf varla í níu mánuði. Ósk Gunnarsdóttir útvarpskona hefur ekki sofið heila nótt í eitt og hálft ár. Dóttir hennar var kveisubarn og grét samfleytt í nokkrar klukkustundir á hverjum einasta degi án þess að nokkuð væri hægt að gera. Hún og eiginmaður hennar upplifðu sig ein á báti þar sem fólk talar vanalega ekki um svefnleysi og vanlíðan sem því fylgir. Ósk stofnaði stuðningshóp á Facebook fyrir foreldra sem eru í sömu stöðu eða hafa verið í sömu stöðu og hún segir að það hafi hjálpað mikið. „Hún hangir á brjóstinu fyrstu vikuna og byrjar eftir fyrstu vikuna að vera mjög óróleg og þá fórum við að hugsa hvort hún væri óvært barn. Svo á mánuði tvö fórum við að hugsa hvort við þyrftum ekki að fara gera eitthvað. Hún var algjörlega óhuggandi og til að vera skilgreint sem kveisubarn þarf barn að gráta í að minnsta kosti þrjár klukkustundir á sólarhring og í minnsta kosti þrjá daga í viku í að minnsta kostið þrjár vikur,“ segir Ósk og heldur áfram. Grét frá tíu til fjögur um nótt „Hún var búin að tikka í öll þessi box, nema hún var bara sjö daga í viku grátandi. Hún var bara eins og klukka. Klukkan ákveðið á deginum þurftu allir í fjölskyldunni að setja sig í stellingar og undirbúa sig að það yrði allt brjálað á heimilinu. Þú getur ekki verið tilbúin í að fá svona óvært barn. Þú vilt ekki vera kvarta yfir því af því að barnið þitt er heilbrigt, þetta er bara kveisubarn og þetta er bara kveisa. Svo segja allir við mann að þetta líði bara hjá. Við sem mannskepna erum öll hönnuð til þess að meika ekki barnsgrátur. Þetta gerði hún í að verða níu mánuði,“ segir Ósk sem reyndi allt hvað hún gat til að fá barnið sitt til að hætta að gráta og líða illa. „Það var talað við hómópata, gíró og ég veit ekki hvað. Við fórum niður í jurtaapótek og þar var verið að blanda saman eitthvað fyrir okkur. Í rauninni ert þú tilbúin að gera allt til að barninu þínu líði vel og betur. En í rauninni er ekkert hægt að gera.“ Ósk segir að þau hafi reynt allt, síendurteknar læknaheimsóknir ,ýmis lyf og öll ráð frá fjölskyldu og vinum prófuð en ekkert virkaði. Fjölskyldan á góðri stundu. „Fyrir okkur foreldrana báða er þetta svolítið bara í móðu þessi tími. Maður fór bara í einhvern gír, ég get tvo tíma og þú tekur tvo tíma eins og við værum að fara í baráttu öll kvöld. Með kveisubörn þá drekka þau oftar, en minna í einu og svo eru þau alltaf ælandi öllu upp. Læknarnir tékka á bakflæði, er hún með í eyrunum og svo kemur bara í ljós að hún er bara kveisubarn.“ Svefnleysinu fylgja ýmsir kvillar þar á meðal kvíði og stress sem Ósk segist hafa upplifað. „Þegar þetta er svo langt tímabil þá verður maður bara eins og uppvakningur, en þú þarft að mæta í vinnu og þarft að sinna hinum börnunum. Maður verður bara svolítið klikkaður. Ég fór á kvíðalyf.“ Ósk sá fæðingarorlofið í hyllingum enda gekk orlofið með syni hennar eins og í sögu en þetta orlof átti eftir að vera öðruvísi. „Þá var ég bara í mömmumorgnum og hittandi alltaf einhvern mömmuhóp og mér líður eins og það hafi verið einhver bíómynd miðað við þetta. Þú ert ekkert að opna þig með þetta. Þú ert það þreytt að þú hefur enga orku til að fara í ræktina og þú vilt bara leggjast niður þegar barnið sefur. Þú ert ekki að fara hitta vini þína og segir bara nei við öllu. Þú lokar þig algjörlega af og Covid var nú ekkert að hjálpa.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Börn og uppeldi Ísland í dag Mest lesið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
Hún og eiginmaður hennar upplifðu sig ein á báti þar sem fólk talar vanalega ekki um svefnleysi og vanlíðan sem því fylgir. Ósk stofnaði stuðningshóp á Facebook fyrir foreldra sem eru í sömu stöðu eða hafa verið í sömu stöðu og hún segir að það hafi hjálpað mikið. „Hún hangir á brjóstinu fyrstu vikuna og byrjar eftir fyrstu vikuna að vera mjög óróleg og þá fórum við að hugsa hvort hún væri óvært barn. Svo á mánuði tvö fórum við að hugsa hvort við þyrftum ekki að fara gera eitthvað. Hún var algjörlega óhuggandi og til að vera skilgreint sem kveisubarn þarf barn að gráta í að minnsta kosti þrjár klukkustundir á sólarhring og í minnsta kosti þrjá daga í viku í að minnsta kostið þrjár vikur,“ segir Ósk og heldur áfram. Grét frá tíu til fjögur um nótt „Hún var búin að tikka í öll þessi box, nema hún var bara sjö daga í viku grátandi. Hún var bara eins og klukka. Klukkan ákveðið á deginum þurftu allir í fjölskyldunni að setja sig í stellingar og undirbúa sig að það yrði allt brjálað á heimilinu. Þú getur ekki verið tilbúin í að fá svona óvært barn. Þú vilt ekki vera kvarta yfir því af því að barnið þitt er heilbrigt, þetta er bara kveisubarn og þetta er bara kveisa. Svo segja allir við mann að þetta líði bara hjá. Við sem mannskepna erum öll hönnuð til þess að meika ekki barnsgrátur. Þetta gerði hún í að verða níu mánuði,“ segir Ósk sem reyndi allt hvað hún gat til að fá barnið sitt til að hætta að gráta og líða illa. „Það var talað við hómópata, gíró og ég veit ekki hvað. Við fórum niður í jurtaapótek og þar var verið að blanda saman eitthvað fyrir okkur. Í rauninni ert þú tilbúin að gera allt til að barninu þínu líði vel og betur. En í rauninni er ekkert hægt að gera.“ Ósk segir að þau hafi reynt allt, síendurteknar læknaheimsóknir ,ýmis lyf og öll ráð frá fjölskyldu og vinum prófuð en ekkert virkaði. Fjölskyldan á góðri stundu. „Fyrir okkur foreldrana báða er þetta svolítið bara í móðu þessi tími. Maður fór bara í einhvern gír, ég get tvo tíma og þú tekur tvo tíma eins og við værum að fara í baráttu öll kvöld. Með kveisubörn þá drekka þau oftar, en minna í einu og svo eru þau alltaf ælandi öllu upp. Læknarnir tékka á bakflæði, er hún með í eyrunum og svo kemur bara í ljós að hún er bara kveisubarn.“ Svefnleysinu fylgja ýmsir kvillar þar á meðal kvíði og stress sem Ósk segist hafa upplifað. „Þegar þetta er svo langt tímabil þá verður maður bara eins og uppvakningur, en þú þarft að mæta í vinnu og þarft að sinna hinum börnunum. Maður verður bara svolítið klikkaður. Ég fór á kvíðalyf.“ Ósk sá fæðingarorlofið í hyllingum enda gekk orlofið með syni hennar eins og í sögu en þetta orlof átti eftir að vera öðruvísi. „Þá var ég bara í mömmumorgnum og hittandi alltaf einhvern mömmuhóp og mér líður eins og það hafi verið einhver bíómynd miðað við þetta. Þú ert ekkert að opna þig með þetta. Þú ert það þreytt að þú hefur enga orku til að fara í ræktina og þú vilt bara leggjast niður þegar barnið sefur. Þú ert ekki að fara hitta vini þína og segir bara nei við öllu. Þú lokar þig algjörlega af og Covid var nú ekkert að hjálpa.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Börn og uppeldi Ísland í dag Mest lesið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira