Lífið

Leikarinn George Segal er allur

Atli Ísleifsson skrifar
George Segal hafði í seinni tíð gert garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í þáttunum Just Shoot Me! og The Goldbergs.
George Segal hafði í seinni tíð gert garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í þáttunum Just Shoot Me! og The Goldbergs. EPA

Bandaríski leikarinn George Segal er látinn, 87 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk í myndum á borð við Who’s Afraid of Virginia Wolf og sjónvarpsþáttunum Just Shoot Me! og The Goldbergs.

Það er eiginkona hans Sonia Segal sem staðfestir andlátið í samtali við Deadline. Segal hafði nýverið gengist undir hjartaaðgerð.

Segal var tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti aukaleikari fyrir hlutverk sitt sem Nick í myndinni Who’s Afraid of Virginia Wolf frá árinu 1966. Þar lék hann á móti Richard Burton, Elizabeth Taylor og Sandy Dennis sem öll hlutu sömuleiðis tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sín í myndinni.

Segal hafði svo farið með hlutverk Albert Solomon, eða „Pops“, í sjónvarpsþáttunum The Goldbergs frá árinu 2013. Á árunum 1997 til 2003 hafði hann svo leikið ritstjórann Jack Gallo í þáttunum Just Shoot Me! sem skartaði David Spade í aðalhlutverki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.