Bale stefnir á að snúa aftur til Real Madrid þegar tímabilinu lýkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. mars 2021 07:01 Gareth Bale stefnir ekki á að leika með Tottenham á næstu leiktíð. EPA-EFE/Neil Hall Gareth Bale er sem stendur á láni hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur. Hann stefnir þó á að snúa aftur til Spánarmeistara Real Madrid þegar lánsdvöl hans lýkur, það er eftir Evrópumótið sem fram fer í sumar. Hinn 31 árs gamli Walesverji hefur skorað tíu mörk í 25 leikjum fyrir Tottenham til þessa á leiktíðinni. Samningur Bale við Madrídar-liðið gildir hins vegar til sumarsins 2022 og því stefnir hann á að snúa aftur til höfuðborgar Spánar þegar EM lýkur í sumar. Þetta kom allt fram í viðtali Bale við Sky Sports í gær. „Þetta truflar mig ekki neitt. Aðal ástæðan fyrir því að ég kom til Spurs á þessu tímabili var fyrst og fremst til að spila fótbolta. Ég vildi vera í leikæfingu þegar Evrópumótið færi af stað. Planið var alltaf að leika eitt tímabil með Spurs og eftir EM á ég enn ár eftir af samning hjá Real.“ Gareth Bale plans to end his Tottenham stay at the end of the season and return to Real Madrid— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 23, 2021 Um komandi landsleiki Wales mætir Belgíu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.35 í kvöld. Bale segist vera í betri leikæfingu en oft áður. „Mér líður mjög vel og er klár í slaginn. Hvað varðar leikæfingu þá er þetta með því besta sem ég hef verið í undanfarin ár. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga nægilega vel hjá félagsliðinu þá finnst mér gott að komast aðeins frá því andrúmslofti, það skiptir mái andlega og getur haft góð áhrif.“ „Við einbeitum okkur að þessum leikjum fyrir Wales enda eru þeir mjög mikilvægir fyrir okkur. Við gleymum aðeins lífinu hjá félagsliðum og einbeitum okkur aðeins að þessu verkefni.“ Bale þráir fátt meira en að komast á HM. Hann myndi fórna einum af verðlaunapeningunum sem hann fékk fyrir að vinna Meistaradeild Evrópu með Real Madrid ef hann fengi í staðinn að spila á HM 2022 í Katar. „Þetta gæti verið síðasta skipti sem mín kynslóð fær tækifæri til að tryggja sér sæti á HM. Við höfum ekki gert það sem þjóð í langan tíma en það er eitthvað sem öllum leikmönnum dreymir um. Við munum gefa allt sem við eigum í til þess að láta þann draum verða að veruleika,“ sagði Bale að lokum. Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Spænski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Walesverji hefur skorað tíu mörk í 25 leikjum fyrir Tottenham til þessa á leiktíðinni. Samningur Bale við Madrídar-liðið gildir hins vegar til sumarsins 2022 og því stefnir hann á að snúa aftur til höfuðborgar Spánar þegar EM lýkur í sumar. Þetta kom allt fram í viðtali Bale við Sky Sports í gær. „Þetta truflar mig ekki neitt. Aðal ástæðan fyrir því að ég kom til Spurs á þessu tímabili var fyrst og fremst til að spila fótbolta. Ég vildi vera í leikæfingu þegar Evrópumótið færi af stað. Planið var alltaf að leika eitt tímabil með Spurs og eftir EM á ég enn ár eftir af samning hjá Real.“ Gareth Bale plans to end his Tottenham stay at the end of the season and return to Real Madrid— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 23, 2021 Um komandi landsleiki Wales mætir Belgíu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.35 í kvöld. Bale segist vera í betri leikæfingu en oft áður. „Mér líður mjög vel og er klár í slaginn. Hvað varðar leikæfingu þá er þetta með því besta sem ég hef verið í undanfarin ár. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga nægilega vel hjá félagsliðinu þá finnst mér gott að komast aðeins frá því andrúmslofti, það skiptir mái andlega og getur haft góð áhrif.“ „Við einbeitum okkur að þessum leikjum fyrir Wales enda eru þeir mjög mikilvægir fyrir okkur. Við gleymum aðeins lífinu hjá félagsliðum og einbeitum okkur aðeins að þessu verkefni.“ Bale þráir fátt meira en að komast á HM. Hann myndi fórna einum af verðlaunapeningunum sem hann fékk fyrir að vinna Meistaradeild Evrópu með Real Madrid ef hann fengi í staðinn að spila á HM 2022 í Katar. „Þetta gæti verið síðasta skipti sem mín kynslóð fær tækifæri til að tryggja sér sæti á HM. Við höfum ekki gert það sem þjóð í langan tíma en það er eitthvað sem öllum leikmönnum dreymir um. Við munum gefa allt sem við eigum í til þess að láta þann draum verða að veruleika,“ sagði Bale að lokum.
Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Spænski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira