Bale stefnir á að snúa aftur til Real Madrid þegar tímabilinu lýkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. mars 2021 07:01 Gareth Bale stefnir ekki á að leika með Tottenham á næstu leiktíð. EPA-EFE/Neil Hall Gareth Bale er sem stendur á láni hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur. Hann stefnir þó á að snúa aftur til Spánarmeistara Real Madrid þegar lánsdvöl hans lýkur, það er eftir Evrópumótið sem fram fer í sumar. Hinn 31 árs gamli Walesverji hefur skorað tíu mörk í 25 leikjum fyrir Tottenham til þessa á leiktíðinni. Samningur Bale við Madrídar-liðið gildir hins vegar til sumarsins 2022 og því stefnir hann á að snúa aftur til höfuðborgar Spánar þegar EM lýkur í sumar. Þetta kom allt fram í viðtali Bale við Sky Sports í gær. „Þetta truflar mig ekki neitt. Aðal ástæðan fyrir því að ég kom til Spurs á þessu tímabili var fyrst og fremst til að spila fótbolta. Ég vildi vera í leikæfingu þegar Evrópumótið færi af stað. Planið var alltaf að leika eitt tímabil með Spurs og eftir EM á ég enn ár eftir af samning hjá Real.“ Gareth Bale plans to end his Tottenham stay at the end of the season and return to Real Madrid— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 23, 2021 Um komandi landsleiki Wales mætir Belgíu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.35 í kvöld. Bale segist vera í betri leikæfingu en oft áður. „Mér líður mjög vel og er klár í slaginn. Hvað varðar leikæfingu þá er þetta með því besta sem ég hef verið í undanfarin ár. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga nægilega vel hjá félagsliðinu þá finnst mér gott að komast aðeins frá því andrúmslofti, það skiptir mái andlega og getur haft góð áhrif.“ „Við einbeitum okkur að þessum leikjum fyrir Wales enda eru þeir mjög mikilvægir fyrir okkur. Við gleymum aðeins lífinu hjá félagsliðum og einbeitum okkur aðeins að þessu verkefni.“ Bale þráir fátt meira en að komast á HM. Hann myndi fórna einum af verðlaunapeningunum sem hann fékk fyrir að vinna Meistaradeild Evrópu með Real Madrid ef hann fengi í staðinn að spila á HM 2022 í Katar. „Þetta gæti verið síðasta skipti sem mín kynslóð fær tækifæri til að tryggja sér sæti á HM. Við höfum ekki gert það sem þjóð í langan tíma en það er eitthvað sem öllum leikmönnum dreymir um. Við munum gefa allt sem við eigum í til þess að láta þann draum verða að veruleika,“ sagði Bale að lokum. Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Spænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Walesverji hefur skorað tíu mörk í 25 leikjum fyrir Tottenham til þessa á leiktíðinni. Samningur Bale við Madrídar-liðið gildir hins vegar til sumarsins 2022 og því stefnir hann á að snúa aftur til höfuðborgar Spánar þegar EM lýkur í sumar. Þetta kom allt fram í viðtali Bale við Sky Sports í gær. „Þetta truflar mig ekki neitt. Aðal ástæðan fyrir því að ég kom til Spurs á þessu tímabili var fyrst og fremst til að spila fótbolta. Ég vildi vera í leikæfingu þegar Evrópumótið færi af stað. Planið var alltaf að leika eitt tímabil með Spurs og eftir EM á ég enn ár eftir af samning hjá Real.“ Gareth Bale plans to end his Tottenham stay at the end of the season and return to Real Madrid— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 23, 2021 Um komandi landsleiki Wales mætir Belgíu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.35 í kvöld. Bale segist vera í betri leikæfingu en oft áður. „Mér líður mjög vel og er klár í slaginn. Hvað varðar leikæfingu þá er þetta með því besta sem ég hef verið í undanfarin ár. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga nægilega vel hjá félagsliðinu þá finnst mér gott að komast aðeins frá því andrúmslofti, það skiptir mái andlega og getur haft góð áhrif.“ „Við einbeitum okkur að þessum leikjum fyrir Wales enda eru þeir mjög mikilvægir fyrir okkur. Við gleymum aðeins lífinu hjá félagsliðum og einbeitum okkur aðeins að þessu verkefni.“ Bale þráir fátt meira en að komast á HM. Hann myndi fórna einum af verðlaunapeningunum sem hann fékk fyrir að vinna Meistaradeild Evrópu með Real Madrid ef hann fengi í staðinn að spila á HM 2022 í Katar. „Þetta gæti verið síðasta skipti sem mín kynslóð fær tækifæri til að tryggja sér sæti á HM. Við höfum ekki gert það sem þjóð í langan tíma en það er eitthvað sem öllum leikmönnum dreymir um. Við munum gefa allt sem við eigum í til þess að láta þann draum verða að veruleika,“ sagði Bale að lokum.
Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Spænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Sjá meira