Forystusauður í stífum æfingabúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. mars 2021 20:08 Jón Þormar á Kafteini og forystusauðurinn í taumnum tilbúin að hlaupa af stað þegar skipun þess efnis kemur Magnús Hlynur Hreiðarsson Stífar æfingar standa yfir þessa dagana við að venja forystusauð að hlaupa í taumi með hesti þegar bóndi á bæ í grennd við Laugarvatn fer í sinn daglega reiðtúr á hestinum Kafteini með sauðinn í eftirdragi. Það er á bænum Böðmóðsstöðum, sem æfingar knapans, hestsins og sauðsins fara fram nánast daglega. Jón Þormar Pálsson, bóndi á Böðmóðsstöðum í Bláskógabyggð hefur séð um að þjálfa forystusauðinn með dyggri aðstoð konu sinnar og sona. Sauðurinn, sem er ekki nema veturgamall finnst fátt skemmtilegra en að hlaupa og þá alveg eins í taumi eða bara frjáls úti á túni. „Hann hefur hlaupið alveg frá fæðingu. Hann er mjög léttur á fæti og honum finnst þetta mjög skemmtilegt. Kafteinn er líka snillingur, hann gerir allt fyrir okkur, sama hvað er,“ segir Hulda Karólína Harðardóttir, bóndi á Böðmóðsstöðum. Vinafólk Jóns Þormars og Huldu á Snorrastöðum í Laugardal voru á leiðinni með forystusauðinn í sláturhús þegar Jón komast að því og fékk þau frekar til að gefa sér sauðinn, hann gæti örugglega komið að gagni á Böðmóðsstöðum. „Svo er náttúrulega verið að kenna honum að haga sér eins og forystusauður, fara heim, teymast á hesti og teymast í hendi líka og hlýða sínum húsbónda,“ bætir Hulda við. Og svo eruð þið að venja hornin á sauðnum eða hvað? „Já, við viljum ekki að þau fari í kinnarnar á honum og jafnvel augun. Þá er settur vír en það þarf mikla tæknikunnáttu til að gera þetta og þau eru stundum vanin mjög flott, við sjáum hvað verður úr þessu.“ Hulda Karólína og Jón Þormar eru bændur á Böðmóðsstöðum þar sem þau eru með kýr, sauðfé, hesta og geitur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Það er á bænum Böðmóðsstöðum, sem æfingar knapans, hestsins og sauðsins fara fram nánast daglega. Jón Þormar Pálsson, bóndi á Böðmóðsstöðum í Bláskógabyggð hefur séð um að þjálfa forystusauðinn með dyggri aðstoð konu sinnar og sona. Sauðurinn, sem er ekki nema veturgamall finnst fátt skemmtilegra en að hlaupa og þá alveg eins í taumi eða bara frjáls úti á túni. „Hann hefur hlaupið alveg frá fæðingu. Hann er mjög léttur á fæti og honum finnst þetta mjög skemmtilegt. Kafteinn er líka snillingur, hann gerir allt fyrir okkur, sama hvað er,“ segir Hulda Karólína Harðardóttir, bóndi á Böðmóðsstöðum. Vinafólk Jóns Þormars og Huldu á Snorrastöðum í Laugardal voru á leiðinni með forystusauðinn í sláturhús þegar Jón komast að því og fékk þau frekar til að gefa sér sauðinn, hann gæti örugglega komið að gagni á Böðmóðsstöðum. „Svo er náttúrulega verið að kenna honum að haga sér eins og forystusauður, fara heim, teymast á hesti og teymast í hendi líka og hlýða sínum húsbónda,“ bætir Hulda við. Og svo eruð þið að venja hornin á sauðnum eða hvað? „Já, við viljum ekki að þau fari í kinnarnar á honum og jafnvel augun. Þá er settur vír en það þarf mikla tæknikunnáttu til að gera þetta og þau eru stundum vanin mjög flott, við sjáum hvað verður úr þessu.“ Hulda Karólína og Jón Þormar eru bændur á Böðmóðsstöðum þar sem þau eru með kýr, sauðfé, hesta og geitur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira