Logi segir ríkisstjórnina skauta fram hjá atvinnuleysinu Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2021 19:45 Formaður Samfylkingarinnar sakar ríkisstjórnina um að leysa eigi aukið atvinnuleysi á næstu árum með niðurskurði og skattahækkunum. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina skauta framhjá atvinnuleysinu í fjármálaáætlun sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Atvinnuleysið væri aðal úrlausnarefnið eftir kórónuveirufaraldurinn og hefði áhrif flestar þjóðhagsstærðir. Í kynningu á fjármálaáætlun í gær sagði fjármálaráðherra aðgerðir stjórnvalda að undanförnu hafa skilað miklum árangi. Ráðstöfunartekjur heimilanna hefðu aukist í fyrra og samdráttur í efnahagslífinu verið mun minni en reiknað hefði verið með. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að samkvæmt þessari fjármálaáætlun yrðu 35 prósent fleiri atvinnulausir á þessu ári en gert hefði verið ráð fyrir í áætlun fyrir jól. Það væru rúmlega fimm þúsund manns. Logi Einarsson segir að nú séu 35 prósent fleiri án atvinnu en áætlanir fyrir jól hefðu gert ráð fyrir.Vísir/Vilhelm „Í kynningunni skautar ríkisstjórnin svo algerlega framhjá því að það er gert ráð fyrir fimm prósenta atvinnuleysi í lok tímabilsins 2023. Það er fimmtíu milljarða kostnaður fyrir ríkissjóð á hverju ári. Sá kostnaður mun haldast um ókomna tíð ef ekki verður ráðist að rót vandans sem er fjölda atvinnuleysið,“ sagði Logi. Ef svartsýnustu spár gengju eftir ætti hiins vegar að grípa til „afkomubætandi“ ráðstafana sem þýddi niðurskurð og eða skattahækkanir. „Það er ekkert sérlega geðsleg pólitík sýn sem felst í því að sætta sig við áframhaldandi atvinnuleysi en hóta svo með ótilgreindum niðurskurðartillögum í lok tímabilsins til þess eins að ná einhverju sérstöku óska skuldahlutfalli,“ segir Logi. Forsætisráðherra segir allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa gengið út á að tryggja afkomu fólks og vinna gegn langtíma atvinnuleysi.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði samhengið skipta máli þar sem ríkisstjórnin hefði beitt sér til að draga úr efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Mesta hættan stafaði af langtíma atvinnuleysi. „Þess vegna snúast aðgerðir ríkisstjórnarinnar nákvæmlega um þetta. Að tryggja ráðningarsamband fólks. Að tryggja afkomu fólks. Tryggja það að við sköpum fleiri störf. Við munum sjá núna aukningu í fjárfestingum ríkisins. Það hefur töluvert verið rætt um opinbera fjárfestingu, hlut ríkis og sveitarfélaga í henni þar sem við erum líka að skapa störf,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Í kynningu á fjármálaáætlun í gær sagði fjármálaráðherra aðgerðir stjórnvalda að undanförnu hafa skilað miklum árangi. Ráðstöfunartekjur heimilanna hefðu aukist í fyrra og samdráttur í efnahagslífinu verið mun minni en reiknað hefði verið með. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að samkvæmt þessari fjármálaáætlun yrðu 35 prósent fleiri atvinnulausir á þessu ári en gert hefði verið ráð fyrir í áætlun fyrir jól. Það væru rúmlega fimm þúsund manns. Logi Einarsson segir að nú séu 35 prósent fleiri án atvinnu en áætlanir fyrir jól hefðu gert ráð fyrir.Vísir/Vilhelm „Í kynningunni skautar ríkisstjórnin svo algerlega framhjá því að það er gert ráð fyrir fimm prósenta atvinnuleysi í lok tímabilsins 2023. Það er fimmtíu milljarða kostnaður fyrir ríkissjóð á hverju ári. Sá kostnaður mun haldast um ókomna tíð ef ekki verður ráðist að rót vandans sem er fjölda atvinnuleysið,“ sagði Logi. Ef svartsýnustu spár gengju eftir ætti hiins vegar að grípa til „afkomubætandi“ ráðstafana sem þýddi niðurskurð og eða skattahækkanir. „Það er ekkert sérlega geðsleg pólitík sýn sem felst í því að sætta sig við áframhaldandi atvinnuleysi en hóta svo með ótilgreindum niðurskurðartillögum í lok tímabilsins til þess eins að ná einhverju sérstöku óska skuldahlutfalli,“ segir Logi. Forsætisráðherra segir allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa gengið út á að tryggja afkomu fólks og vinna gegn langtíma atvinnuleysi.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði samhengið skipta máli þar sem ríkisstjórnin hefði beitt sér til að draga úr efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Mesta hættan stafaði af langtíma atvinnuleysi. „Þess vegna snúast aðgerðir ríkisstjórnarinnar nákvæmlega um þetta. Að tryggja ráðningarsamband fólks. Að tryggja afkomu fólks. Tryggja það að við sköpum fleiri störf. Við munum sjá núna aukningu í fjárfestingum ríkisins. Það hefur töluvert verið rætt um opinbera fjárfestingu, hlut ríkis og sveitarfélaga í henni þar sem við erum líka að skapa störf,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira