Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2021 14:01 Eigandi Rönten segir algengara að fólk mæti með hunda sín í einn drykk eftir vinnu heldur en seinna um kvöldið eins og gerðist á föstudag. Getty Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. Það var rétt fyrir lokun Rönten á föstudagskvöldið sem stúlka sem var gestur á staðnum var bitin í andlitið. Eigandi Röntgen tjáði Vísi um helgina að til skðunar væri að setja takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með á staðinn. Guðmundur Páll Jónsson er lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir ekkert liggja fyrir um hvort hundinum verði lógað eða ekki. „Ekki mín ákvörðun“ „Það liggur ekkert fyrir um það, og það er ekki mín ákvörðun að taka,“ segir Guðmundur Páll. Hann vísar á hundaeftirlitið, sem heyrir undir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, en þangað muni lögregla skila skýrslu vegna málsins fljótlega. Röntgen við Hverfisgötu.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort líkurnar séu meiri eða minni um hvort hundinum verði lógað, í ljósi fyrri slíkra mála, vill Guðmundur Páll ekkert gefa upp um það. „Það er opið í báða enda. Maður er ekkert að vona það. Ef þetta er góður hundur þá vill maður það ekki. En þetta er ekki mín ákvörðun,“ segir Guðmundur Páll. Ætla að ræða við eigandann Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður sagði við Vísi í morgun að hann biði þess að fá skýrslu frá lögreglunni. Hann vildi lítið tjá sig um málið og sagðist fyrst í gær hafa fengið upplýsingar um hver eigandi hundsins væri. Hann segir að rætt verði við eigandann og það séu fordæmi fyrir því að hundar séu látnir undirgangast geðmat og því ekki fullvíst að hundinum verði lógað. „Það er ekki 100 prósent, nei.“ Elska hunda Ásgeir Guðmundsson, eigandi staðarins, lagði áherslu á það í samtali við Vísi á sunnudag að hvorki stelpunni né hundinum væri um að kenna. Ásgeir Guðmundsson, einn eigenda Röntgen.Vísir/Arnar Halldórsson „Þetta er bara rosalega leiðinglegt óhapp sem að á sér stað sem að veldur því að við þurfum kannski eitthvað að endurskoða hvort að við eigum almennt að skapa aðstæður til að þetta geti yfir höfuð mögulega komið aftur fyrir. Og þá held ég að það sé kannski bara skynsamlegt að setja eina almenna reglu um að eftir klukkan eitthvað ákveðið, áður en við förum að hækka tónlistina og skapa meiri kvöldstemningu á staðnum, að þá megi hundar ekki koma inn eftir þann tíma,“ sagði Ásgeir. „Við elskum hunda og það er frábært að hafa þá á staðnum og höfum aldrei lent í neinum vandræðum með það hingað til og margir fastagestir sem eiga frábæra hunda sem koma oft,“ segir Ásgeir. Oftast sé það þó kannski sem fólk komi við með hundinn sinn og kíki til dæmis við eftir vinnu og fái sér einn bjór tiltölulega snemma kvölds. Dýr Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20 Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Það var rétt fyrir lokun Rönten á föstudagskvöldið sem stúlka sem var gestur á staðnum var bitin í andlitið. Eigandi Röntgen tjáði Vísi um helgina að til skðunar væri að setja takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með á staðinn. Guðmundur Páll Jónsson er lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir ekkert liggja fyrir um hvort hundinum verði lógað eða ekki. „Ekki mín ákvörðun“ „Það liggur ekkert fyrir um það, og það er ekki mín ákvörðun að taka,“ segir Guðmundur Páll. Hann vísar á hundaeftirlitið, sem heyrir undir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, en þangað muni lögregla skila skýrslu vegna málsins fljótlega. Röntgen við Hverfisgötu.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort líkurnar séu meiri eða minni um hvort hundinum verði lógað, í ljósi fyrri slíkra mála, vill Guðmundur Páll ekkert gefa upp um það. „Það er opið í báða enda. Maður er ekkert að vona það. Ef þetta er góður hundur þá vill maður það ekki. En þetta er ekki mín ákvörðun,“ segir Guðmundur Páll. Ætla að ræða við eigandann Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður sagði við Vísi í morgun að hann biði þess að fá skýrslu frá lögreglunni. Hann vildi lítið tjá sig um málið og sagðist fyrst í gær hafa fengið upplýsingar um hver eigandi hundsins væri. Hann segir að rætt verði við eigandann og það séu fordæmi fyrir því að hundar séu látnir undirgangast geðmat og því ekki fullvíst að hundinum verði lógað. „Það er ekki 100 prósent, nei.“ Elska hunda Ásgeir Guðmundsson, eigandi staðarins, lagði áherslu á það í samtali við Vísi á sunnudag að hvorki stelpunni né hundinum væri um að kenna. Ásgeir Guðmundsson, einn eigenda Röntgen.Vísir/Arnar Halldórsson „Þetta er bara rosalega leiðinglegt óhapp sem að á sér stað sem að veldur því að við þurfum kannski eitthvað að endurskoða hvort að við eigum almennt að skapa aðstæður til að þetta geti yfir höfuð mögulega komið aftur fyrir. Og þá held ég að það sé kannski bara skynsamlegt að setja eina almenna reglu um að eftir klukkan eitthvað ákveðið, áður en við förum að hækka tónlistina og skapa meiri kvöldstemningu á staðnum, að þá megi hundar ekki koma inn eftir þann tíma,“ sagði Ásgeir. „Við elskum hunda og það er frábært að hafa þá á staðnum og höfum aldrei lent í neinum vandræðum með það hingað til og margir fastagestir sem eiga frábæra hunda sem koma oft,“ segir Ásgeir. Oftast sé það þó kannski sem fólk komi við með hundinn sinn og kíki til dæmis við eftir vinnu og fái sér einn bjór tiltölulega snemma kvölds.
Dýr Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20 Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20
Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01