Búin að gráta mikið en get leitað í marga reynslubanka Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2021 14:01 Steinunn Björnsdóttir var bersýnilega kvalin þegar hún meiddist í leiknum gegn Norður-Makedóníu. Hún er enn kvalin og segir allt benda til þess að krossband hafi slitnað í vinstra hnénu. „Ég er afskaplega sorgmædd yfir þessu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, handboltakona ársins 2020. Allt bendir til þess að hún hafi slitið krossband í hné í leiknum gegn Norður-Makedóníu í Skopje síðasta föstudag. Steinunn er nú í sóttkví í sumarbústað með Rut Jónsdóttur, stöllu sinni úr landsliðinu, eftir ferðina örlagaríku til Skopje. Fyrir íslenska landsliðið var það ferð til fjár því liðið komst í umspil um sæti á HM á Spáni. Fyrir Steinunni virðist fyrsti landsleikur hennar sem fyrirliði hins vegar hafa verið hennar síðasti leikur á þessu ári. „Ég get ekki stigið í fótinn nema að haltra og er alveg kvalin ennþá. Ég finn að það er eitthvað að angra mig. Það bendir allt til þess að krossbandið sé farið. Ég á eftir að fá það staðfest en ég undirbý mig fyrir það,“ segir Steinunn. Steinunn byrjaði leikinn gegn Norður-Makedóníu frábærlega og kom Íslandi í 7-2 með marki úr hraðaupphlaupi. Hún meiddist í sama mund, eins og sjá má hér að neðan. Steinunn fer í myndatöku á þriðjudaginn, þegar hún er laus úr sóttkví. Hún segir öll próf sem sjúkraþjálfarar landsliðsins settu hana í hins vegar benda til þess að krossband hafi slitnað. Fyrir tveimur mánuðum blindaðist Steinunn eftir högg á auga, í leik með Fram gegn FH, en hún jafnaði sig fljótt af því. Það tekur hins vegar 9-12 mánuði að jafna sig af krossbandsslitum. Aðstæður í Skopje hjálpuðu ekki til „Ég hef aldrei slitið krossband áður. Ég hef lent í alls konar meiðslum en hélt einhvern veginn að hnén mín væru ódauðleg. Þetta er greinilega bara óheppni. Ég ætla ekki að kenna því um en það hjálpaði ekki til að við skyldum vera að spila á dúk. Hann er mjög stamur og það er ástæða fyrir því að hvergi eru byggð íþróttahús með dúkum í dag,“ segir Steinunn, en ítrekar að hún kenni þó ekki aðstæðum í Skopje um hvernig fór. Steinunn er fyrirliði Fram og fagnar hér bikarmeistaratitlinum með liðinu á síðasta ári. Hún ætlaði sér að tryggja liðinu þrjá titla á næstu mánuðum en þarf líklegast að gera sér að góðu að fylgjast með af hliðarlínunni.vísir/daníel Steinunn ber sig ansi vel og það er létt í henni hljóðið, en hún viðurkennir að áfallið raungerist kannski frekar á næstu dögum. Þakklát fyrir stuðninginn „Það má segja að ég sé heppin með það að ég þekki margar sem hafa lent í krossbandsslitum. Ég get leitað í ansi marga reynslubanka. Ég viðurkenni að ég er búin að gráta mikið og vera sorgmædd yfir þessu en það er ótrúlegt hvað maður getur samt bara horft fram á veginn. Ég á samt örugglega eftir að fá eitthvað áfall þegar ég kem heim til fjölskyldunnar og kem aftur í Framheimilið,“ segir Steinunn, og bætir við: „Við Rut erum hér saman í bústað og hún heldur vel utan um mig og lætur mér líða vel. Ég er mjög heppin hvað það varðar, og eins með alla sem voru í kringum mig úti í Norður-Makedóníu, liðsfélaga og starfsfólkið. Þau héldu svo fáránlega vel utan um mig. Án þeirra hefði þetta verið mikið, mikið erfiðara.“ Erfitt að ætla að huga að úrslitakeppninni á næsta ári Ísland mætir Slóveníu í tveimur leikjum í apríl sem ráða því hvort liðanna kemst á HM á Spáni í desember. Fram er svo í baráttu við Rut og hennar lið í KA/Þór um deildarmeistaratitilinn í Olís-deildinni, og Framkonur ætla sér alla þrjá titlana sem í boði eru í vor og sumar. Steinunn kemur til með að missa af því öllu saman. Steinunn er máttarstólpi í íslenska landsliðinu en missir af leikjunum við Slóveníu í næsta mánuði, um sæti á HM.vísir/bára „Það er svo erfitt að hugsa til þess hvað þetta er langur tími sem fer í þessi meiðsli. „Já, ég verð bara klár í úrslitakeppnina á næsta ári.“ Þetta er alveg galið. Tímasetningin er alveg sérstaklega glötuð núna, í fyrsta leik sem fyrirliði og framundan spennandi tímar með Fram og landsliðinu. Maður er líka orðinn þrítugur og langar að stækka fjölskylduna. Þetta er alveg frekar leiðinlegt,“ segir Steinunn. Bullandi séns gegn Slóvenum Steinunn var með nýfædda dóttur sína hjá sér í stúkunni þegar hún fylgdist með Íslandi gera 30-30 jafntefli við Slóveníu í Laugardalshöll í mars 2018, í undankeppni EM. Ísland tapaði útileiknum 28-18, en Steinunn segir svo sannarlega möguleika fyrir hendi á að komast á HM með því að slá út Slóveníu í næsta mánuði: „Þetta er ótrúlega spennandi mótherji. Það er alveg bullandi séns fyrir okkur, alla vega miðað við það ef við hefðum dregist gegn Rússum eða eitthvað slíkt. Slóvenar hafa þó verið á öllum stórmótum síðustu ár og eru með frábært lið. Þær munu hins vegar aldrei vanmeta okkur, því þær eru ekki í allra fremstu röð,“ segir Steinunn. HM 2021 í handbolta Fram Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Ísland mætir Slóveníu í HM-umspilinu Ísland mun mæta Slóveníu í tveimur umspilsleikjum um sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Dregið var í umspilið í dag. 22. mars 2021 14:14 Steinunn ekki meira með í Skopje Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Íslands, verður væntanlega ekki meira með íslenska liðinu í Skopje í Norður-Makedóníu. 19. mars 2021 20:51 Steinunn á batavegi eftir höggið þunga og sjónin er öll að koma til Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Fram í handbolta, er á góðum batavegi eftir að hafa fengið þungt högg á augað í leik gegn FH um helgina og misst sjónina tímabundið. 28. janúar 2021 16:30 Steinunn og Aron handboltafólk ársins 2020 Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur valið Steinunni Björnsdóttur og Aron Pálmarsson handknattleiksfólk ársins 2020. Þetta er í fimmta sinn sem Aron hlýtur þessa nafnbót en í fyrsta sinn sem Steinunn fær hana. 22. desember 2020 16:10 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Steinunn er nú í sóttkví í sumarbústað með Rut Jónsdóttur, stöllu sinni úr landsliðinu, eftir ferðina örlagaríku til Skopje. Fyrir íslenska landsliðið var það ferð til fjár því liðið komst í umspil um sæti á HM á Spáni. Fyrir Steinunni virðist fyrsti landsleikur hennar sem fyrirliði hins vegar hafa verið hennar síðasti leikur á þessu ári. „Ég get ekki stigið í fótinn nema að haltra og er alveg kvalin ennþá. Ég finn að það er eitthvað að angra mig. Það bendir allt til þess að krossbandið sé farið. Ég á eftir að fá það staðfest en ég undirbý mig fyrir það,“ segir Steinunn. Steinunn byrjaði leikinn gegn Norður-Makedóníu frábærlega og kom Íslandi í 7-2 með marki úr hraðaupphlaupi. Hún meiddist í sama mund, eins og sjá má hér að neðan. Steinunn fer í myndatöku á þriðjudaginn, þegar hún er laus úr sóttkví. Hún segir öll próf sem sjúkraþjálfarar landsliðsins settu hana í hins vegar benda til þess að krossband hafi slitnað. Fyrir tveimur mánuðum blindaðist Steinunn eftir högg á auga, í leik með Fram gegn FH, en hún jafnaði sig fljótt af því. Það tekur hins vegar 9-12 mánuði að jafna sig af krossbandsslitum. Aðstæður í Skopje hjálpuðu ekki til „Ég hef aldrei slitið krossband áður. Ég hef lent í alls konar meiðslum en hélt einhvern veginn að hnén mín væru ódauðleg. Þetta er greinilega bara óheppni. Ég ætla ekki að kenna því um en það hjálpaði ekki til að við skyldum vera að spila á dúk. Hann er mjög stamur og það er ástæða fyrir því að hvergi eru byggð íþróttahús með dúkum í dag,“ segir Steinunn, en ítrekar að hún kenni þó ekki aðstæðum í Skopje um hvernig fór. Steinunn er fyrirliði Fram og fagnar hér bikarmeistaratitlinum með liðinu á síðasta ári. Hún ætlaði sér að tryggja liðinu þrjá titla á næstu mánuðum en þarf líklegast að gera sér að góðu að fylgjast með af hliðarlínunni.vísir/daníel Steinunn ber sig ansi vel og það er létt í henni hljóðið, en hún viðurkennir að áfallið raungerist kannski frekar á næstu dögum. Þakklát fyrir stuðninginn „Það má segja að ég sé heppin með það að ég þekki margar sem hafa lent í krossbandsslitum. Ég get leitað í ansi marga reynslubanka. Ég viðurkenni að ég er búin að gráta mikið og vera sorgmædd yfir þessu en það er ótrúlegt hvað maður getur samt bara horft fram á veginn. Ég á samt örugglega eftir að fá eitthvað áfall þegar ég kem heim til fjölskyldunnar og kem aftur í Framheimilið,“ segir Steinunn, og bætir við: „Við Rut erum hér saman í bústað og hún heldur vel utan um mig og lætur mér líða vel. Ég er mjög heppin hvað það varðar, og eins með alla sem voru í kringum mig úti í Norður-Makedóníu, liðsfélaga og starfsfólkið. Þau héldu svo fáránlega vel utan um mig. Án þeirra hefði þetta verið mikið, mikið erfiðara.“ Erfitt að ætla að huga að úrslitakeppninni á næsta ári Ísland mætir Slóveníu í tveimur leikjum í apríl sem ráða því hvort liðanna kemst á HM á Spáni í desember. Fram er svo í baráttu við Rut og hennar lið í KA/Þór um deildarmeistaratitilinn í Olís-deildinni, og Framkonur ætla sér alla þrjá titlana sem í boði eru í vor og sumar. Steinunn kemur til með að missa af því öllu saman. Steinunn er máttarstólpi í íslenska landsliðinu en missir af leikjunum við Slóveníu í næsta mánuði, um sæti á HM.vísir/bára „Það er svo erfitt að hugsa til þess hvað þetta er langur tími sem fer í þessi meiðsli. „Já, ég verð bara klár í úrslitakeppnina á næsta ári.“ Þetta er alveg galið. Tímasetningin er alveg sérstaklega glötuð núna, í fyrsta leik sem fyrirliði og framundan spennandi tímar með Fram og landsliðinu. Maður er líka orðinn þrítugur og langar að stækka fjölskylduna. Þetta er alveg frekar leiðinlegt,“ segir Steinunn. Bullandi séns gegn Slóvenum Steinunn var með nýfædda dóttur sína hjá sér í stúkunni þegar hún fylgdist með Íslandi gera 30-30 jafntefli við Slóveníu í Laugardalshöll í mars 2018, í undankeppni EM. Ísland tapaði útileiknum 28-18, en Steinunn segir svo sannarlega möguleika fyrir hendi á að komast á HM með því að slá út Slóveníu í næsta mánuði: „Þetta er ótrúlega spennandi mótherji. Það er alveg bullandi séns fyrir okkur, alla vega miðað við það ef við hefðum dregist gegn Rússum eða eitthvað slíkt. Slóvenar hafa þó verið á öllum stórmótum síðustu ár og eru með frábært lið. Þær munu hins vegar aldrei vanmeta okkur, því þær eru ekki í allra fremstu röð,“ segir Steinunn.
HM 2021 í handbolta Fram Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Ísland mætir Slóveníu í HM-umspilinu Ísland mun mæta Slóveníu í tveimur umspilsleikjum um sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Dregið var í umspilið í dag. 22. mars 2021 14:14 Steinunn ekki meira með í Skopje Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Íslands, verður væntanlega ekki meira með íslenska liðinu í Skopje í Norður-Makedóníu. 19. mars 2021 20:51 Steinunn á batavegi eftir höggið þunga og sjónin er öll að koma til Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Fram í handbolta, er á góðum batavegi eftir að hafa fengið þungt högg á augað í leik gegn FH um helgina og misst sjónina tímabundið. 28. janúar 2021 16:30 Steinunn og Aron handboltafólk ársins 2020 Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur valið Steinunni Björnsdóttur og Aron Pálmarsson handknattleiksfólk ársins 2020. Þetta er í fimmta sinn sem Aron hlýtur þessa nafnbót en í fyrsta sinn sem Steinunn fær hana. 22. desember 2020 16:10 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Ísland mætir Slóveníu í HM-umspilinu Ísland mun mæta Slóveníu í tveimur umspilsleikjum um sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Dregið var í umspilið í dag. 22. mars 2021 14:14
Steinunn ekki meira með í Skopje Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Íslands, verður væntanlega ekki meira með íslenska liðinu í Skopje í Norður-Makedóníu. 19. mars 2021 20:51
Steinunn á batavegi eftir höggið þunga og sjónin er öll að koma til Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Fram í handbolta, er á góðum batavegi eftir að hafa fengið þungt högg á augað í leik gegn FH um helgina og misst sjónina tímabundið. 28. janúar 2021 16:30
Steinunn og Aron handboltafólk ársins 2020 Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur valið Steinunni Björnsdóttur og Aron Pálmarsson handknattleiksfólk ársins 2020. Þetta er í fimmta sinn sem Aron hlýtur þessa nafnbót en í fyrsta sinn sem Steinunn fær hana. 22. desember 2020 16:10